Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Side 24
24 Fólk 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað F yrir stuttu síðan talaði ég um að taka því sem að höndum bæri. Ekki grunaði mig að það ætti nú aldeilis eftir að reyna á það nokkrum dögum síðar. Ég er farin að halda að ég sé stödd í sápu- óperu þar sem handritshöfundarn- ir eru í því að skrifa dramatíska og óvænta atburði fyrir persónurnar til að halda áhorfendum spenntum við skjáinn.“ Þannig hófust skilaboð sem Katrín Björk Baldvinsdóttir sendi vinum sín- um í síðustu viku. Eiginmaður henn- ar, Eyþór Már Bjarnason, hafði þá slasast illa í vélhjólaslysi í Mosfells- dalnum og lá á gjörgæslu. Hann er þar enn en þau eiga saman tvenna tvíbura. Lengi má manninn reyna en á sama tíma og Katrín tekst á við þess- ar aðstæður glímir hún við krabba- mein. Aðeins fimm dögum áður en slys- ið varð hafði Katrín einmitt farið í að- gerð þar sem eitlar voru fjarlægðir og fleygskurður gerður til þess að taka það sem eftir var af krabbameinum. Um leið var hitt brjóstið minnkað. Þetta var á þriðjudegi og á fimmtu- degi kom hún heim af spítala. Á meðan hún var á spítalanum hafði Eyþór verið heima að hugsa um börnin og það hafði verið mikið álag á honum. Á sunnudeginum ákvað hann að fara út og taka smá rúnt á hjólinu til þess að hreinsa hugann. Síðan hefur hann ekki komið heim. Slysið Slysið átti sér stað um hálf þrjú leytið. Katrín heyrði ekki af því fyrr en klukk- an sló fjögur. Þá var hún einmitt farin að velta því fyrir sér hvað hann væri búinn að vera lengi á ferðinni þegar bankað var á dyrnar hjá henni. „ Fyrir utan stóð maður sem kynnti sig sem rannsóknarlögreglumaður. Lenti hann í slysi? spurði ég strax. Ég fékk auðvitað sjokk.“ Enn er ekki vitað fyrir víst hvað olli slysinu. Það er aðeins vitað að Ey- þór keyrði aftan á pallbíl og lenti á neðri hleranum. Hann var með op- inn hjálm og höggið virðist hafa lent á andlitinu á honum, en það mölbrotn- aði. Auk andlitsáverkanna fékk hann loftbrjóst sem gerði það að verkum að hann þurfti að fá dren úr lunga, bringubein brotnuðu sem og rifbein, vinstra herðablað og úlnliður. „Eyþór Már keyrði aldrei glanna- lega svo ég veit ekki hvað gerðist. Bíl- stjórinn varð fyrst var við hann þegar hann lenti aftan á bílnum. Þó að það virðist hafa verið talsverð um- ferð þarna þá virðist enginn hafa séð þegar hann lenti á bílnum, bara þegar hann flaug af hjólinu. Síðan rankaði hann við sér, tók sjálfur af sér hjálm- inn og reyndi að standa upp.“ Um leið og Katrín fékk fréttirnar fór hún upp á spítala ásamt nánustu aðstandendum en þar tók biðin við. Óvissan var verst en þegar líða tók á kvöldið fékk hún fregnir af því að það höfðu ekki orðið neinar heila- skemmdir, hann hefði hreyft alla út- limi og væri hvorki háls- né hrygg- brotinn. „Þegar þeirri óvissu var eytt gat ég farið að horfa á það jákvæða. Hann slapp í raun ótrúlega vel.“ Af spítala á skólasetningu Eyþór var hins vegar illa brotinn í andliti og læknarnir ákváðu að gera strax á honum aðgerð þar sem þeir komu fyrir nauðsynlegum plötum og skrúfum. Eftir um ellefu tíma aðgerð var hann síðan færður á gjörgæslu þar sem Katrín sá hann fyrst eftir slys- ið. Klukkan var þá að ganga fimm að næturlagi. „Ég var satt að segja hissa á því hvað það sást lítið á honum miðað við hvað slysið var alvarlegt. Hann var auðvitað bólginn, með glóðarauga og nokkra skurði í andlitinu en þrátt fyrir það var þetta ekki eins slæmt og ég hafði haldið.“ Katrín var komin heim um hálf sex leytið aðfaranótt mánudags. Mánu- dagurinn var hins vegar stór dagur í lífi eldri tvíburanna, eða fyrsti skóla- dagurinn. „Það var mikil spenna og eftirvænting eftir því að byrja í sex ára bekk. Þannig að ég mætti á skólasetn- inguna fyrir þau. Ég þakka fyrir að ég er þannig gerð að ég gat það alveg. Ég vil að þau haldi áfram með sitt líf.“ Katrín segir að það hjálpi sér mikið að hugsa eins og Pollýanna og reyna að finna eitthvað jákvætt við allt sem gerist. Bókina las hún í æsku og hún náði strax til hennar. „Ég var mikill lestrarhestur. Það var kannski þess vegna sem ég endaði í bókmennta- fræði. En ég fann það svo sterkt þegar ég varð ólétt að þríburunum hvað það skipti miklu máli að tileinka sér já- kvæð viðhorf.“ Missir og fyrirburafæðing Enda gekk meðgangan ekki áfalla- laust fyrir sig, frekar en annað í lífi Katrínar. Í fimm ár glímdu þau Eyþór við ófrjósemi og eftir fyrstu glasa- meðferðina missti Katrín fóstur. „Það var dulið fósturlát sem kom ekki í ljós fyrr en í tólf vikna sónar.“ Í þriðju tilraun ákváðu þau að reyna gjafasæði. Það virkaði og Katrín varð barnshafandi að þrí- burum, tveimur strákum og stelpu. „ Strákarnir voru eineggja tvíburar með sameiginlega fylgju, á sextándu viku uppgötvaðist að annar þeirra fékk nánast allt blóðflæðið og hinn ekkert.“ Í kjölfarið fóru þau Eyþór út til Belgíu í aðgerð þar sem brennt var fyrir æðar í fylgjunni. „Við vorum vöruð við því að ef það tækist ekki yrði kannski brennt fyrir naflastrenginn hjá öðrum þeirra til þess að bjarga hinum. Það slapp sem betur fer en eftir að við komum heim kom í ljós að þeir fengu báðir vaxtaskerðingu. Í kringum 22 viku sást vatn í kring- um hjarta annars þeirra og þá var þetta orðið tvísýnt. Tveimur vikum seinna mældist enginn hjartsláttur. Eftir að hann dó hætti vaxtaskerðingin hjá hinum og hann óx eðlilega upp frá því. Systkinin fæddust svo fjórum vik- um síðar eða tólf vikum fyrir tímann. Þau voru aðeins þrjár og fjórar merk- ur þegar þau fæddust og þá kom sér vel að hafa lesið Pollýönnu.“ Ákveðin í að eignast barn Við tók tímabil þar sem tvíburarnir voru á vökudeild í fimmtán vikur. Á meðan óvissuástandinu stóð ákvað Katrín að hugsa aldrei hvað ef, heldur vona það besta, ákveðin í að taka bara á því ef á reyndi. „Sem það gerði auð- vitað. Þá hugsaði ég með mér að ég yrði að halda mér rólegri fyrir þau tvö sem eftir voru. En þegar við sáum hann og eins þegar við jörðuðum hann þá grétum við. Við tókum sorgina samt ekki al- mennilega út fyrr en við vorum öll komin heim og allt var fallið í rétt- ar skorður. Þetta var svolítið skrýtin staða, að eignast tvö börn á sama tíma og þú syrgir barn og tekur á móti sam- úðarkveðjum. Ég var alltaf meðvituð um að ég væri rík þótt þau væru bara tvö en ekki þrjú.“ Katrín ræðir opinskátt um reynslu sína þar sem hún segir að ófrjósemi eigi ekki að vera feimnismál. Hún hefur verið í stjórn Tilveru, samtaka um ófrjósemi, í nokkur ár og er að þýða bók um ófrjósemi yfir á íslensku. „Fólk sem hefur ekki lent í þessum aðstæðum áttar sig ekki á því hvað þetta er erfitt andlega. Við vorum alltaf ákveðin í því að við yrðum for- eldrar. Það var bara spurning hvern- ig okkur tækist að framkvæma það. Þegar þú ert að glíma við ófrjósemi er óvissan svo erfið, hvort þetta gangi og hvenær. Þetta ferli tekur á og kostar fullt af peningum. Þannig að við vor- um alveg opin fyrir því að við þyrftum kannski að fara aðra leið.“ Flýttu brúðkaupinu Það var í sjoppunni í Mosfellsbæ sem þau Eyþór kynntust. „Hann kom í sjoppuna til þess að spjalla við sam- starfskonu mína og á meðan þau spjölluðu saman sópaði ég gólfið. Með tímanum breyttist það og við fór- um að tala saman og hún fór að sópa. Við vorum ekkert að flýta okkur að því að byrja saman, það tók smá tíma.“ Þau giftu sig síðan á gamlársdag 2005. „Við ætluðum að gera það um páskana 2006 en ákváðum að flýta brúðkaupinu af því að mamma hans var að tapa baráttunni við krabba- mein. Hún greindist með krabbamein í eggjastokkum árið 1999 og fór í með- ferð við því. Í desember varð pabbi hans síðan bráðkvaddur og hann var kistulagður á þrjátíu ára brúð- kaupsafmælinu þeirra á gamlársdag. Svo þegar tengdamamma mín fór í skoðun eftir fimm ára bata þar sem til stóð að útskrifa hana úr krabba- meinsmeðferðinni þá kom í ljós að það hafði tekið sig upp aftur. Þetta var sama ár og ég missti fóstrið, þannig að þetta var erfitt ár, eins og þetta ár ætlar að verða. Við enduðum það engu að síður á gleðilegum nótum og giftum okkur.“ Það er ekki laust við að Katrín brosi út í annað um leið og hún rifjar það upp að það hafi verið dálítil klikkun að undirbúa brúðkaup með mánaðar fyrirvara í desember. „En við slógum upp hundrað manna veislu á gaml- ársdag. Það var mjög gaman.“ Greindist með krabbamein Katrín greindist svo sjálf með krabba- mein þann 5. mars síðastliðinn. Það var Eyþór sem fann hnútinn og Katrín ákvað að fara strax í skoðun til þess að fá staðfest að þetta væri ekki neitt til þess að hafa áhyggjur af. „Þegar það var búið að taka sýni úr hnútnum og eitlum þá kom í ljós að þetta var ekk- ert saklaust. Meðan á greiningarferl- inu stóð og verið var að athuga hvort krabbameinið væri búið að dreifa sér víðar þá læddist óttinn að mér, hug- urinn fór af stað og ég fann fyrir kvíða. En um leið og það var búið að greina mig þá gat ég litið þetta jákvæðum augum. Brjóstakrabbamein er al- gengasta krabbamein sem konur fá og það eru áttatíu prósenta líkur á þú lifir það af. Þetta er bara hraða- hindrun á lífsins vegi og ég vissi að ég myndi komast yfir hana.“ Fyrstu dagarnir erfiðastir Tveimur vikum síðar hófst lyfjameð- ferðin. Á þriggja vikna fresti fór Katrín á spítalann og fékk sinn skammt. „Þú finnur alltaf fyrir þessu. Til þess að út- skýra þetta fyrir fólki hef ég líkt þessu ástandi við þynnku. Fyrstu dagarnir eru erfiðastir, þeir eru bölvanlegir. Ég varð slöpp, hafði ekki matar- lyst og síðan breyttist bragðskynið. Ég man að eftir aðra lyfjameðferðina var Eyþór voða góður við mig og fór út í bakarí og keypti vínarbrauð. Ég beit í vínarbrauðið og fannst eins og ég væri að éta sykur sem hefði verið hrært í vatn. Eftir það gat ég ekki borð- að nammi eða önnur sætindi. Þegar lengra leið á meðferðina þornaði ég upp í munninum og gat ekki borð- að ristað brauð því það var allt of þurrt. En ég slapp vel frá ógleðinni og kastaði lítið upp. Í fyrstu skiptin sem ég fór í gegn- um lyfjameðferð leið kannski um ein og hálf vika þar til ég var orðin það hress að ég gæti farið ein að sækja börnin á leikskóla, en það fór reyndar „Ég þakka fyrir hvern dag“ Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir ingibjorg@dv.is Viðtal Katrín Björk Baldvinsdóttir er fjögurra barna móðir sem berst við krabbamein. Á meðan hún var á spítala eftir aðgerð var eiginmaðurinn heima að hugsa um börnin. Eftir álagstímabil ákvað hann að fara á rúntinn til að hreinsa hugann. Hann hefur ekki komið aftur heim síðan, hann lenti í alvarlegu slysi og liggur enn á gjörgæslu. Í ofanálag fékk Katrín þær fréttir að hún þurfi að fara í brjóstnám. Þrátt fyrir allt lítur hún lífið björtum augum og þakklætið er henni efst í huga. Hún segir þetta aðeins hraðahindranir á lífsins vegi og veit að erfiðleikarnir ganga yfir. „Strákurinn hafði sagt að pabbi hans væri týndur. Gullin í lífinu Eftir fimm ára ófrjósemi eignuðust þau Katrín og Eyþór tvenna tvíbura. Eftir slysið kom Katrín heim af spítalanum og fór nánast beint á skóla- setningu hjá börnunum. Á góðri stundu Ef eitthvað er hafa erfiðleikarnir styrkt hjónabandið, segir Katrín. Hún heimsækir Eyþór daglega á spítalann og fagnar hverju skrefi í rétta átt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.