Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Blaðsíða 31
M
eð rannsóknarskýrslu Al-
þingis vorið 2010 kom
samhengi efnahags-
hrunsins út á mörg þús-
und blaðsíðum og svalaði
þörfinni fyrir kerfisbundna umfjöll-
un um aðdraganda þess og orsakir.
Frá því rannsóknarskýrslan kom út
hafa fjölmiðlar haldið áfram umfjöll-
un um hrunið og afleiðingar þess en
engin skýrsla eða bók hefur komið
út þar sem helstu atburðirnir í við-
skipta- og efnahagslífinu á árunum
eftir hrun eru tíundaðir og settir í
samhengi. Slík bók kom út í vikunni
og heitir hún Ísland ehf: Auðmenn
og áhrif eftir hrun.
Bókin er eftir blaðamennina Þórð
Snæ Júlíusson og Magnús Halldórs-
son sem skrifuðu hana á aðeins
tveimur mánuðum.
Katastrófískar afleiðingar
Í bókinni, sem er tæpar 300 síður,
reyna höfundarnir að lýsa þeim kata-
strófísku afleiðingum sem íslenska
efnahagshrunið hafði á íslenskt efna-
hags- og viðskiptalíf: Hvernig eigna-
og valdajafnvægið í viðskiptalífinu
hefur breyst; hverjir hafa misst eignir
og hvernig; hverjir hafa haldið eign-
um sínum og af hverju og hverjir það
eru sem standa uppi sem eigendur
Íslands þegar búið verður að greiða
úr afleiðingum hrunsins. Því þó að
fimm ár séu liðin frá hruninu þá má
eiginlega að segja að hrunið sé ekki
ennþá afstaðið þar sem stærstu mál
íslensks samtíma ganga út á að eiga
við afleiðingar þess: Gjaldeyrishöft-
in, erlenda kröfuhafa bankanna og
stórra fyrirtækja, nánast algjöran
skort á erlendri fjárfestingu og það
ægivald banka og lífeyrissjóða í ís-
lensku viðskiptalífi sem hrunið hef-
ur leitt til þar sem svo margir fjárfest-
ar í atvinnulífinu misstu eignir sínar
í hendur bankanna og fáir einkaað-
ilar í viðskiptalífinu hafa fjárhagslegt
bolmagn til að kaupa þessar eignir
aftur af bönkunum.
Bók Þórðar Snæs og Magnús-
ar fjallar því ekki um afstaðna at-
burði, líkt og til dæmis skýrsla rann-
sóknarnefndar Alþingis og bækur
um efnahagshrunið sjálft þar sem
rammi umfjöllunarinnar endaði um
haustið 2008, heldur um atburði sem
eru enn í gerjun, um ryk sem enn er
ekki sest. Í eftirmála bókarinnar er
þessu lýst svo: „Það er ekki hægt að
segja til um strax hvernig tókst til við
endurskipulagninguna. Það mun
tíminn leiða í ljós.“
En fátt nýtt
Þeir sem fylgjast vel með fréttum
munu ekki finna margt nýtt í bók-
inni þar sem hún byggir að mestu
leyti á fréttum sem sagðar hafa ver-
ið um endurskipulagningu íslensks
efnahags- og viðskiptalífs á liðnum
árum. Til dæmis fjárhagslega endur-
skipulagningu N1, Exista, Eimskipa,
Olís og fleiri fyrirtækja. En það er
þetta samhengi eftirhrunsins sem
er aðall bókarinnar en ekki skúbb,
ný tíðindi eða nýjar bombur.
Einn af þeim sem greinarhöfund-
ur ræddi við um bókina sagðist hafa
verið að bíða eftir stóru bombunni
framan af bókinni en að hún hafi
ekki komið. Þetta er hins vegar ekki
bók stórfréttanna heldur bók sam-
hengis síðustu ára í efnahagslífinu;
samhengis sem gott er að fá fest á
bók.
Heimur vogunarsjóða
Í mörgum tilfellum hafa höfundarnir
sjálfir skrifað þær fréttir sem um ræð-
ir og vísað er til í bókinni og þekkja
málin sem þeir fjalla um því vel, nán-
ast frá fyrstu hendi ef svo má segja
– stundum skreyta þeir frásögnina
með samtölum sem þeir hafa sjálf-
ir átt við nafngreinda aðila eins og
Geir Haarde, Lýð Guðmundsson eða
Jón Ásgeir Jóhannesson og gerir það
bókina líflegri.
Þetta á til dæmis við um umfjöll-
unina um innreið vogunarsjóða í ís-
lenskt viðskiptalíf um haustið 2008
– Þórður Snær hefur fjallað blaða-
manna mest um þá í hérlendum fjöl-
miðlum – þegar þeir sáu gróðatæki-
færi í því að kaupa skuldabréf föllnu
bankanna fyrir slikk. „Kaupa, kaupa,
kaupa“ er haft eftir einum útsendara
vogunarsjóðs hér á landi þegar hann
kynnti sér eignasafns Glitnis á fyrsta
kröfuhafafundi bankans síðla árs
2008. Sömu sögu má má segja um
umfjöllunina um eignarhald kröf-
uhafa bankanna, meðal annars
vogunarsjóðanna, á skuldabréfum
bankanna sem Þórður Snær birti í
Fréttablaðinu í fyrra.
Í bókinni er gefið gott yfirlit yfir
þessi umsvif vogunarsjóðanna. Ís-
land er orðið að landi vogunarsjóð-
anna en slíkt hefði verið nær ómögu-
legt í þeim ríkiskapítalisma sem hér
ríkti fyrir einkavæðingu bankanna
2002 og 2003 – bókin skrásetur þá
staðreynd vel.
Skortur á tilvísunum
Einn af göllum bókarinnar er að
mínu mati sá, þar sem að mestu er
um ræða notkun á fréttum sem nú
þegar hafa verið sagðar í fjölmiðl-
um, að höfundarnir skuli ekki geta
heimilda. Ekki er að finna í bókinni
tilvísanir til heimildanna sem notað-
ar eru, hvorki neðanmáls né aftast í
bókinni og er heldur ekki heimilda-
skrá í henni.
Fyrir vikið er erfitt fyrir lesand-
ann að átta sig á því hvað er nýtt í
frásögninni og hvað byggir á eldri
fréttum. Í einhverjum tilfellum er
heimilda getið í textanum sjálfum
en það heyrir til undantekninga.
Þetta er dálítið óþægilegt fyrir les-
andann og eins kemur sér þetta
illa fyrir höfundana þar sem vissu-
lega er að finna nýjar upplýsingar í
bókinni sem ekki hafa komið fram
áður en lesandinn á erfitt með að
átta sig á því sökum tilvísanaskorts-
ins. Ástæðan fyrir þessum til-
vísanskorti er væntanlega sú að til-
vísanir geta hægt á flæði textans og
gert hann stirðari og þyngri aflestr-
ar. Sú ástæða er góð og gild en hef-
ur ákveðnar neikvæðar afleiðingar
fyrir lesandann.
Hlutlægur stíll
Bókin er læsileg. Á henni er hlut-
lægur, frekar knappur stíll; frétta-
stíll sem hefur það að markmiði að
koma upplýsingum til skila frekar
en að fanga anda lesandans eða
töfra hann. Líkt og stundum er sagt
þá hafa höfundarnir ákveðið að fara
þá leið að „sýna“ frekar en að „segja“
(show but don´t tell) þar sem þeir
láta oft og tíðum ógert að draga sjálf-
ir ályktanir af þeim atburðum sem er
lýst heldur láta lesandanum það eftir
að draga eigin ályktanir af staðreynd-
um.
Höfundarnir sitja á sér í lýsing-
um sínum sínum og dæma yfirleitt
ekki harkalega eða nota kaldhæðni
og háð – stundum skína skoðan-
ir höfundanna þó í gegn eins og
þegar talað er um árin fyrir hrun sem
tímabil íslenskrar „viðskiptasnilld-
ar“ í nokkurri kaldhæðni. Fyrir vik-
ið þá virkar umfjöllunin sanngjörn á
lesandann þar sem höfundarnir eru
ekki dómharðir eða hrapa að álykt-
unum.
Þarft samhengi
Bók Magnúsar og Þórðar færir les-
andanum því þarft samhengi frétta
úr efnahagslífinu sem almenningur
hefur verið að lesa um síðustu fimm
árin. Þeir hafa unnið það verk vel
enda með stóran hluta þessarar sögu
í kollinum eftir að lifað og hrærst í
fréttum um eftirhrunið í fimm ár.
Bókin telst hins vegar ekki vera sér-
staklega frumlegt verk eða „tíma-
mótaverk“ enda er það mér til efs að
það hafi verið tilgangurinn með út-
gáfu hennar.
Verkið er hófsamara, lág-
stemmdara og í reynd ópersónu-
legra. Að sumu leyti má segja að
bókin sé eins og viðhengi við rann-
sóknarskýrslu Alþingis; viðhengi
sem hefði kannski fylgt henni ef skýr-
slan kæmi út í dag, eins konar annáll.
Þetta er skrásetning samhengis sem
minnir lesandann líka á fallvaltleika
eigin fréttaminnis og það hve fljótt
getur fennt yfir nýliðna atburði um
líðandi stund í huga hans.
Eftir lesturinn situr samhengi
eftirhrunsins betur í huga hans.
Fyrir vikið er þeim mun ólíklegra
að hann gleymi því sem á undan
er gengið í endurskipulagningunni
eftir fallið sem við munum sjálf-
sagt fylgjast með í að minnsta kosti
nokkur ár í viðbót, eða kannski bara
þar til allt hrynur aftur vegna þess
hvernig staðið var að þessari endur-
skipulagningu. n
Bækur
Ingi Freyr Vilhjálmsson
ingi@dv.is
Ísland ehf.
Auðmenn og áhrif eftir hrun
Höfundar: Magnús Halldórsson og Þórður
Snær Júlíusson
Útgefandi: Vaka-Helgafell/Forlagið
Bók um eftirhrunið
Þeir Magnús og Þórður
Snær hafa fylgst náið með
endurskipulagningu íslensks
efnahagslífs síðustu árin og hafa
nú skrifað bók um efnið.
Mynd: KriStinn MagnÚSSon
Samhengið í rústunum
Ísland ehf eftir Magnús og Þórð
Fátt nýtt er í bókinni en hún setur árin eftir
hrun í áhugavert samhengi.
„Þeir sem
fylgjast
vel með fréttum
munu ekki finna
margt nýtt
Menning 31Helgarblað 23.–25. ágúst 2013
Til hvers að hefna?
2 guns
eftir Baltasar Kormák
Elskið þessa risa
ins jafn vel. Þau hvorki fordæmdu
hana né tóku fullan þátt, frekar má
segja að þau hafi staðið álengdar
og fylgst forviða með og lýst því
sem fram fór, enda báru plötur
þeirra nöfn á borð við More Songs
About Buildings and Food.
Útvarpshöfuð
Ekki er hægt að skilja við Talking
Heads án þess að nefna þau gríðar-
legu áhrif sem hljómsveitin hafði.
Hljómsveitin Spilafífl flutti lagið
Talandi höfuð í Rokk í Reykjavík og
minnti ekki lítið á fyrirmyndina, og
önnur hljómsveit sem einhverjir
kannast við dró nafn sitt af laginu
Radio Head af plötunni True
Stories.
St. Vincent segir af sviðinu að
hún hafi fyrst kynnst tónlist David
Byrne í gegnum kvikmyndina
Revenge of the Nerds þegar hún
var á unglingsárum og segir það
mikinn heiður að fá að spila með
honum. David Byrne er ekki að-
eins meistari í að rifja upp gamla
takta, heldur listamaður í fullu fjöri
og hefur hér fundið frábæra sam-
starfskonu. Tónlist St. Vincent hef-
ur verið lýst sem svo hamslausri
gleði að hún verður hálfmanískt
og nafn fyrstu plötu hennar, Marry
Me frá 2007, var sótt í Arrested
Development-þættina.
Í eina kvöldstund er Há-
skólabíói breytt í svalasta klúbbinn
í New York og það er hrein unun að
fylgjast með. n
n Vel heppnaðir tónleikar David Byrne og St. Vincent í Háskólabíói n David Byrne engin prímadonna
Áhrifamikill David Byrne er listamaður í
fullu fjöri. Mynd: MagnÚS H.
Ljóð
Fara í bankann.
Kíkja á þvottavélar.
Kaupa í matinn.
Skila Sigga bókinni.
Frelsa heiminn.
Þvo bílinn.
Ljóðið birtist í bókinni Tannbursti
skíðafélagsins og fleiri ljóð eftir Anton
Helga Jónsson sem gefin var út af
Forlaginu árið 2011.
Barist við
uppvakninga
World War Z
Leikstjóri: Mark Forster
„Lélegur Gossi“
only god Forgives
Leikstjóri: Nicolas Winding Refn