Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Qupperneq 36

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Qupperneq 36
36 Lífsstíll 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað Græjur sem allir verða að eiga Ó hætt er að segja að lífsgæða- kapphlaup Íslendinga hafi náð ákveðnu hámarki árið 2007 og allir þurftu að eiga nýjustu tækin á markaðnum. Í kjölfar hrunsins dróst neyslan saman og þeir hlutir sem nauðsynlegt hafði verið að eiga, voru allt í einu ekki svo nauðsyn- legir lengur. Margir reyndu jafnvel að bæta lausafjárstöðuna með því að losa sig við ýmsa af þessum áður nauðsynlegu hlutum. Nú þegar fimm ár eru liðin frá hruni virðist lífsgæðakapphlaupið hins vegar vera að hefjast aftur. Það er enginn maður með mönnum nema hann eigi flottan snjallsíma og spjald- tölvu. Fyrir utan öll hin tækin sem eru að verða staðalbúnaður á flestum heimilum. DV tók saman helstu tækin sem nauðsynlegt er orðið að eiga, til að geta tekist á við daglegt amstur. Snjallsími Snjallsímann eru flestir með við höndina eða eyrað bæði dag og nótt. Hann er í raun bara lítil tölva sem auðvelt er að stinga í veski eða vasa. Með hon- um getur þú tekið á móti og sent tölvupóst, vafrað á netinu, spilað tölvuleiki, skipulagt daginn, notað sem vekjaraklukku og síðast en ekki síst hringt í mann og annan. Spjaldtölva Á sumum heimilum eru fleiri en ein spjaldtölva, ein fyrir fullorðna fólkið og önnur fyrir börnin. Spjaldtölvan er eigin- lega bara stærri útgáfa af snjallsím- anum en það er þó yfirleitt ekki hægt að hringja úr henni. Hún nýtist sem handhæg tölva og er sérlega þægileg til blaða- og bókalesturs. Svo er hægt að sækja í hana marga þroskaleiki fyrir börn sem þau geta dundað sér í tímunum saman. Vita Mix-blandari Um er að ræða mjög öflugan blandara sem nýt- ist líka sem mat- vinnsluvél. Hann er svo kröftugur að hann mylur nánast niður hvað sem er. Blandarinn hefur farið sigurför um heiminn og nú eru Íslendingar að uppgötva þetta tryllitæki. Boozt- ið verður eflaust margfalt betra. Flatskjár Flatskjárinn er auð- vitað löngu orðinn staðalbúnaður á nánast hverju heimili, enda ekki hægt að fá öðruvísi sjónvörp í dag nema á skran- sölum. Oft er einn stór flatskjár í stofunni, einn í hjónaherberginu og einn í barnaherberginu. Þannig geta allir horft á það sem þeir vilja, þegar þeir vilja. Flakkari Flestir vita að það er ólöglegt að hlaða nið- ur myndefni og tónlist á netinu en þrátt fyrir það stunda margir þá iðju villt og galið. Svo er öllu efn- inu skellt inn á flakkarann og hann dreginn fram þegar sjónvarps- dagskráin er léleg. Flakkarinn er líka nauðsynlegur til að taka geyma afrit af gögnum úr tölvunni. Weber-gasgrill Gömlu góðu kolagrill- in eru nánast alveg úrelt, enda tímafrekt að grilla á þeim. Gas- grillin eru mun hentugri fyrir upptekið fólk sem hefur ekki mikinn tíma til að elda. Það er fátt betra en að henda góðri steik á grillið eftir erfiðan vinnudag og njóta þess svo að borða með fjöl- skyldunni, án þess að eldamennskan taki of langan tíma. Gashitari Fyrir þá sem eru með pall eða góðar svalir er gashitari alveg nauðsynlegur. Sérstaklega í ljósi hins íslenska veðurfars sem aldrei er hægt að treysta á. Það er agalegt að vera búinn að bjóða í garðpartí eða grill á svölunum og svo er ískalt úti. Þá kemur gashitarinn til bjargar. Kitchen Aid- hrærivél Hún er ákveðið stöðutákn og þá skiptir engu máli hvort eigandinn er mikill bakari eða ekki. Kitchen Aid-hrærivélin er til að mynda mjög vinsæl brúðargjöf og þykir merki um að ákveðnum áfanga sé náð í lífinu. Hún er öflug og endingargóð og ætti að ráða vel við tertubaksturinn á heimilinu. Safapressa Hvað er betra en ferskur og nýkreistur ávaxtasafi á morgnana? Líklega fátt. Það þykir frekar smart að geta útbúið sinn eigin ávaxtasafa og safapressan er al- veg nauðsynleg í þá aðgerð. Espressó-vél Nú eru espressó- kaffivélarnar orðnar svo góð- ar að kaffihúsin mega líklega fara að vara sig. Langflestir sem drekka kaffi eiga slíka vél heima hjá sér og því óhætt að segja að hún sé orðin raunverulegur staðalbúnaður á nútímaheimilinu. n Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is ford.is Ford Fiesta Trend 5 dyra, 1,0i bensín 65 hö, beinskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 4,3 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 99 g/km., fær frítt í stæði í Reykjavík í 90 mín. í senn. Ford Fiesta Titanium 5 dyra, 1,6i bensín 105 hö, sjálfskiptur. Eldsneytisnotkun í blönduðum akstri 5,9 l/100 km. Losun koltvísýrings CO2 138 g/km. Tökum allar tegundir bíla upp í nýja. Brimborg og Ford áskilja sér rétt til að breyta verði og búnaði án fyrirvara. Útbúnaður og gerð getur verið frábrugðin mynd í auglýsingu. BEINSKIPTUR FRÁ SJÁLFSKIPTUR FRÁ FORD FIESTA 2.390.000 KR. 3.090.000 KR. kOMDU OG prófaðU Komdu o g pRóFAð u NÝR FoR d FIESTA SNIlldAR bíll Mest selDa sMábíl í heiMi Ford_Fiesta_5x18_13.05.2013_1.indd 1 06.08.2013 11:36:46 n Lífsgæðakapphlaupið hafið að nýju n Flestir eiga snjallsíma og spjaldtölvu Snjallsímar eru vinsælir Snjall- síminn er í raun bara handhæg lítil tölva sem hægt er að hringja úr.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.