Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Side 46

Dagblaðið Vísir - DV - 23.08.2013, Side 46
A lex Band, söngvara hljóm- sveitarinnar The Calling, var rænt síðastliðinn sunnudag, hann barinn illa og skilinn eftir á lestar- teinum. Mannræningjarnir heimt- uðu af honum peninga. Band hefur nú tjáð sig opinberlega um mann- ránið í tilkynningu sem upplýsinga- fulltrúi hljómsveitarinnar sendi frá sér. Árásin átti sér stað í Lapeer í Michigan en ráðist var á Band þar sem hann hafði brugðið sér út af hóteli sínu snemma morguns. Sendiferðabíll renndi upp að hon- um og hann var dreginn inn í bílinn. Þar var hann barinn með lögreglu- kylfu og byssu beint að andliti hans á meðan mannræningjarnir kröfð- ust þess að að hann afhenti þeim „Hollywood-peningana“ sína. Band lét ræningjana hafa allt það fé sem hann var með á sér, en þeir vildu meira og hótuðu honum lífláti. „Við drepum ekki feður“ Á meðan mannræningjarnir létu höggin dynja á Band hrópaði hann á þá: „Ekki drepa mig, ég er að verða pabbi.“ Fljótlega eftir að Band lét þau orð falla virtist allur vindur úr mannræningjunum og þeir sögðu: „Við drepum ekki feð- ur.“ Svo skildu þeir hann eftir illa slasaðan á lestarteinum, þar sem aðrir hljómsveitarmeðlimir The Calling fundu hann nokkru síðar því þegar Band skilaði sér ekki aft- ur á hótelið fóru þeir að leita að fé- laga sínum. Í tilkynningunni segir Band: „Ég bjóst aldrei við því að ófætt barn mitt myndi koma mér til bjargar. Ég er mjög þakklátur fyrir að vera á lífi og veit að mér er ætlað að halda áfram að skapa tónlist fyrir aðdá- endur mína.“ Ekki auglýsingaherferð The Calling kom nýlega saman aftur eftir nokkurt hlé og sögusagnir voru uppi um að árásin hefði verið hluti af auglýsingaherferð til að vekja athygli á endurkomu hljómsveitar- innar. Band segir það fáránlegar sögu- sagnir. „Ég lenti í alvöru í þessu. Ég lét ekki ræna sjálfum mér, eða berja mig til óbóta. Svo allar sögusagnir um að þetta sé gabb eru hálfógeð- felldar.“ Þá blæs Band einnig á þær sögu- sagnir að árásin hafi verið tengd fíkniefnum. „Ég tek edrúmennskuna mjög alvarlega. Ég var nærri dauða en lífi vegna þessarar ótrúlegu upp- ákomu og allar þessar sögusagnir eru rangar.“ n 46 Fólk 23.–25. ágúst 2013 Helgarblað Fertug og aldrei glæsilegri Þ ýska ofurfyrirsætan Heidi Klum vakti mikla athygli þegar hún yfirgaf hótel sem hún bjó á í Soho-hverfinu í New York á þriðjudag en hún er ein af dómurum í keppninni America´s Got Talent. Heidi sem var ein þekktasta fyrir- sæta heims fyrir um áratug virðist lítið eldast, hún er enn jafn glæsileg og hún var á hátindi feril síns. Heidi var klædd síðum kjól sem sýndi brjóstaskoruna og var fleginn langt niður á bak. Daginn áður en myndirnar af Heidi voru teknar í Soho sást til hennar og kærasta hennar, Martin Kristien, á göngu um borgina. Það sem vakti athygli vegfarenda var að þau skörtuðu bæði hring á baug- fingri sem þóttu líkjast mjög gift- ingarhringjum. Það orsakaði vanga- veltur um hvort þau væru búin að trúlofa sig þrátt fyrir að Heidi hafi ekki alls fyrir löngu þvertekið fyrir að eitthvað slíkt væri í bígerð. Heidi og Martin hafa verið saman frá því í september en þau hófu samband fjórum mánuðum eftir að fyrirsætan fyrrverandi sótti um skilnað við tón- listarmanninn Seal. Þau höfðu verið gift í nokkur ár. Saman eiga Seal og Heidi þrjú börn á aldrinum þriggja til sjö ára auk þess sem Heidi átti eina dóttur fyrir. n n Söngvara The Calling rænt og barinn til óbóta n Skilinn eftir á lestarteinum n Sögusagnir um trúlofun Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Barinn til óbóta Band var barinn illa með lögreglukylfu og skilinn eftir á lestarteinum. Hér er mynd af honum eftir árásina. Beckham fer aftur til fortíðar Knattspyrnustjarnan David Becham sneri aftur til upprunans í myndatöku fyrir nýjustu nærfa- talínu sína í samstarfi við sænsku verslunarkeðjuna H.M. Beckham er fæddur og uppalinn í East End- hverfinu í London og voru mynd- irnar teknar í gömlu búnings- herbergi í því hverfi. Glæsileg Þýska fyrirsætan Heidi Klum er glæsileg í þessum síða, flegna kjól. Heidi virðist ekkert eldast. Sögusagnir eru á kreiki um að fyrirsætan sé trúlofuð en hún hefur ekki viljað staðfesta það. Stjörnur án foreldra 1 Bill Clinton Móðir Bills Clint-on, fyrrverandi Bandaríkjafor- seta, varð ekkja þegar hann var ungur að árum. Hann var sendur til afa síns og ömmu. Annar forseti Bandaríkjanna var einnig ættleiddur, Gerald Ford. 2 Marilyn Monroe Faðir Marilyn Monroe lést þegar hún var smábarn og móðir hennar yfir- gaf hana. Leikkonan sáluga bjó á fjölmörgum fósturheimil- um og átti afar erfiða æsku. 3 Steve Jobs Líffræðilegur faðir Steve Jobs var Abdulfattah Jandali, múslimi frá Sýrlandi. Móðir Steve, Joanne Schieble, varð uppsigað við foreldra sína vegna sambandsins og gaf hann til ættleiðingar við fæðingu. 4 John Lennon Þegar John Lennon fæddist var faðir hans víðsfjarri. Nánar til tekið á herskipi. Hann sendi móður John peninga en hvarf svo árið 1944 í nærri heilt ár. Þegar hann sneri til baka var Lennon litli komin í umsjá móðursystur sinnar. 5 Ingrid Bergman Ingrid Bergman átti erfið uppvaxtarár. Móðir hennar dó þegar hún var þriggja ára og þegar hún var þrettán ára lést faðir hennar. Hún var send til frænku sinnar, sem lést sex mánuðum seinna. Ófætt barn bjarg- aði lífi Alex Band Ekki hrekkur The Calling kom nýverið saman eftir nokkur hlé. Band blæs á allar sögusagnir um að árásin hafi verið hluti af auglýsinga- herferð. topp 5

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.