Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Qupperneq 8
8 Fréttir 27.–29. september 2013 Helgarblað
„Ekki ásættanlegt“
n Sífellt fleiri Íslendingar þurfa að neita sér um læknisþjónustu
Þ
etta er að sjálfsögðu ekki
ásættanlegt en gefur til kynna
að lífskjör fólks hafi versnað,“
segir Kristján Þór Júlíusson
heilbrigðisráðherra í skriflegu svari
við fyrirspurn DV. Samkvæmt töl-
um frá OECD og Eurostat (Hagstofu
Evrópusambandsins) hefur hlut-
fall lágtekjufólks sem þurfti að neita
sér um nauðsynlega læknisþjónustu
vegna kostnaðar hér á landi, aukist
verulega á síðustu árum. Um 6,8 pró-
sent lágtekjufólks (þ.e. tekjulægstu
20 prósent heimilanna) þurftu að
neita sér um nauðsynlega læknis-
þjónustu hér á landi árið 2011 vegna
kostnaðar. Þá var landið með sjöttu
verstu stöðuna í Evrópu í þessum
efnum, á svipuðum stað og Pólland,
Ungverjaland og Grikkland, heilum
26 sætum fyrir neðan Finnland.
Heilbrigðisráðherra segir ljóst að
fjölgað hafi í hópi þeirra sem þurfa
að neita sér um nauðsynlega læknis-
þjónustu vegna kostnaðar í kjölfar
hrunsins, en árið var hlutfallið um
eitt prósent. Aðspurður hvort og þá
hvernig ráðuneytið hyggist bregð-
ast við þessu, segir Kristján að málið
sé í nefnd. „Nefnd á mínum vegum
vinnur nú að því að þróa heildstætt
greiðsluþátttökukerfi þar sem mark-
miðið er að verja fólk sem mikið þarf
á heilbrigðisþjónustu að halda fyrir
óhóflegum kostnaði, meðal annars
með því að setja þak á hámarks-
kostnað einstaklinga.“ Kristján segir
að greina þurfi betur hvaða læknis-
þjónustu einstaklingar í lágtekju-
hópi neita sér um vegna kostnaðar.
Stefán Ólafsson, prófessor við
Háskóla Íslands, lagði tölurnar fram
á vefsvæði sínu á Eyjunni á dögun-
um. Hann setti þær í samhengi við
nýlegar hugmyndir Péturs Blöndals,
alþingismanns Sjálfstæðisflokksins,
sem velti því nýlega upp hvort rukka
eigi fólk fyrir sjúkrahúsvist. „Getur
verið að Íslendingar ætli að lækka
skattheimtu af ríkasta fólki landsins
um leið og gjaldtaka af sjúklingum
verði aukin enn frekar?“ Stefán telur
að með því muni fjölga í hópi þeirra
sem þyrftu að neita sér um læknis-
þjónustu. n jonbjarki@dv.is
Lífeyrissjóðir sópa
til sín fasteignum
n Keyptu Turninn og reyndu að kaupa hús Íslenskrar erfðagreiningar
L
ífeyrissjóðir landsins sópa nú
til sín fasteignum sem bankar
og aðrir einkaaðilar eru með
til sölu. Á föstudaginn var til-
kynnt um kaup lífeyrissjóð-
anna á Turninum í Borgartúni af Ís-
landsbanka og Pétri Guðmundssyni,
eiganda Eyktar.
Fasteignafélagið sem keypti
turninn heitir FAST-1 slhf. og var
stofnað af félagi í eigu Jóhanns, Ís-
landsbanka og nokkurra lífeyris-
sjóða, til dæmis Gildis, Lífeyris-
sjóðs verslunarmanna og Festu, og
Tryggingamiðstöðinni og Íslands-
banka. Félagið er með um 23 millj-
arða króna í stýringu og var stofnað
í fyrra. Nokkra athygli vekur að það
er Íslandsbanki sem selur Turninn
til félags sem er að hluta til í eigu Ís-
landsbanka og er stýrt af starfsmönn-
um Íslandsbanka.
Hafa keypt fimm fasteignir
Fasteignafélagið og dótturfélag þess
Fast-2 hafa á síðustu mánuðum
keypt einar fimm fasteignir í Reykja-
vík. Auk Turnsins um er að ræða
húsið á Skúlagötu 21 sem hýsir skrif-
stofur embættis sérstaks saksóknara,
Vegmúla 3, Skútuvog 1 og Kletta-
garða 13. Félagið sérhæfir sig í því,
samkvæmt fjárfestingarstefnu þess,
að kaupa upp atvinnuhúsnæði með
langtíma leigutökum.
Jóhann einn af stofnendum
Einn af stofnendum fjárfestingar-
sjóðsins er Jóhann Halldórsson,
sem DV greindi frá á mánudaginn
að hefði hagnast um milljarð króna
þegar hann seldi hús Íslenskrar
erfðagreiningar til félags í eigu Há-
skóla Íslands nú í sumar fyrir um 6,6
milljarða króna.
Jóhann hafði eignast hús Ís-
lenskrar erfðagreiningar með sér-
stæðum hætti árið 2005 en hann var
lögmaður félagsins sem átti húsið
áður en félag í eigu hans eignaðist
það. Viðskiptin með hús Íslenskrar
erfðagreiningar leiddu til deilna og
málaferla á milli Jóhanns og eigenda
fjárfestinga félagsins Sunds sem Jó-
hann hafði verið að vinna fyrir sem
lögmaður og átti húsið í gegnum
eignarhaldsfélag.
Haukur Skúlason, starfsmaður
Íslandsbanka og stjórnarformaður
sjóðsins, segir aðspurður að Jóhann
komi ekki lengur að félaginu. Hann
segir að Jóhann hafi eingöngu kom-
ið að því að stofna félagið. „Hann var
hluti af ráðgjafahópnum sem stofn-
aði félagið,“ segir Haukur. Hann seg-
ir auk þess aðspurður að Jóhann eigi
engan hlut í félaginu, það séu ein-
göngu fagfjárfestar sem eigi hlut í
því.
Lífeyrissjóðirnir vildu
hús Erfðagreiningar
Athygli vekur, í því samhengi, hversu
umsvifamiklir lífeyrissjóðirnir eru
orðnir í fasteignaviðskiptum á Ís-
landi, að það var annað félag í eigu
lífeyrissjóða sem átti í viðræðum við
Jóhann um kaupin á húsi Íslenskrar
erfðagreiningar þegar félag Háskóla
Íslands kom inn í kaupin og nýtti
sér forkaupsrétt að húsinu. Það félag
heitir FÍ Fasteignafélag og hefur það
einnig keypt upp nokkrar fasteignir
sem á hvíla langtímaleigusamningar
við trausta aðila, til að mynda breska
og þýska sendiráðið sem og húsnæði
Heilsugæslunnar í Glæsibæ. Það fé-
lag er í eigu nokkurra lífeyrissjóða,
MP banka og Arnar Kjartanssonar
sem er framkvæmdastjóri þess.
Í báðum tilfellum, hjá FAST-1 og
FÍ Fasteignafélagi, er um að ræða
fjárfestingarsjóði í eigu lífeyrissjóða
og banka sem eru að kaupa upp fast-
eignir. Fjárfestingar þessara sjóða
hafa aukist mjög á síðustu mánuðum
enda eiga lífeyrissjóðirnir í erfiðleik-
um með að finna sér fjárfestingar-
tækifæri hér á landi. Þeir eiga nú
þegar eitthvað í kringum 50 prósent
skráðra hlutabréfa hér á landi og hafa
í auknum mæli byrjað að sækja inn á
fasteignamarkaðinn, líkt og kaupin á
Turninum og tilraunin til að kaupa
hús Íslenskrar erfðagreiningar sýna
fram á. Lífeyrissjóðirnir eru því orðn-
ir mjög stórir á fasteignamarkaði.
Þessi þróun og tengd málefni
sem varða umsvif lífeyrissjóða í fjár-
festingum á Íslandi eru meðal þess
sem fjallað verður um í skýrslu
sem Samkeppniseftirlitið gefur út
á föstudaginn. Skýrslan fjallar um
samkeppnina á Íslandi eftir hrun og
hefur Samkeppniseftirlitið áður gefið
út sambærilegar skýrslur eftir hrun. n
Keyptu Turninn Lífeyrissjóðir
hafa keypt Turninn við Höfða-
torg en í sumar reyndu sjóðirnar
að kaupa hús Íslenskrar erfða-
greiningar en Háskóli Íslands
átti forkaupsrétt.
Stórtækur Jóhann Halldórsson seldi
hús Íslenskrar erfðagreiningar til Háskóla
Íslands eftir viðræður við lífeyrissjóðina og
stofnaði tugmilljarða fasteignafélag sem
lífeyrissjóðirnir eiga í dag.
Mikill hagnaður DV greindi frá því á mánudag að Jóhann Halldórsson hefði hagnast um
milljarð þegar hann seldi hús Íslenskrar erfðagreiningar í sumar.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Í nefnd Kristján Þór
Júlíusson segir að
nefnd á hans vegum
vinni nú að því að
þróa heildstætt
greiðsluþátttökukerfi.
Fleiri læra
erlend mál
Grunnskólanemendum sem læra
erlend tungumál fjölgar ár frá ári.
Skólaárið 2012–2013 lærðu 80,2%
grunnskólanema erlent tungu-
mál og hafa ekki verið fleiri. Þetta
kemur fram í tölum sem Hag-
stofa Íslands birti á fimmtudag. Á
vef Hagstofunnar kemur fram að
enska sé fyrsta erlenda tungumál-
ið í grunnskólum og það mál sem
flestir nemendur læra.
Skólaárið 2012–2013 lærðu
33.858 börn ensku í grunnskólum,
80 prósent nemenda. Það er lækk-
un um 0,1 prósentustig frá fyrra
skólaári. Kennsla í ensku hefst oft-
ast í 4. bekk en þó er enska kennd
í 1.–3. bekk í fjölmörgum skólum.
Síðastliðið skólaár lærði 5.191
barn í 1.–3. bekk ensku eða rúm-
lega fjögur af hverjum tíu börnum
í þessum bekkjum, samanborið
við 164 börn, 1,3 prósent nem-
enda, fyrir áratug.
Bað Hannes
afsökunar
Hannes Hólmsteinn Gissurarson
stjórnmálafræðiprófessor greindi
frá því í bloggfærslu á miðvikudag
að Sigurbjörg Sigurgeirsdóttur,
lektor við stjórnmálafræðideild
HÍ, hefði beðist afsökunar á til-
vitnun sem hún og Robert Wade
höfðu ranglega eftir honum, og
boðist til að leiðrétta villuna í
þeim blöðum og tímaritum sem
hafa birt hana. „Viðurkennir hún
að þeim Wade hafi orðið á mis-
tök með því að setja gæsalappir
utan um þessa setningu eins og
um beina tilvitnun væri að ræða.“
Hannes kveðst hafa samþykkt
þessi málslok en Sigurbjörg gagn-
rýndi hann síðar fyrir að fara með
deilurnar í fjölmiðla.
Persónuvernd
stoppar
Creditinfo
Í nýlegum úrskurði Persónu-
verndar er Creditinfo Lánstraust
hf. gert að láta af miðlun upplýs-
inga um einstaklinga úr skattskrá
til áskrifenda sinna til nota við
lánshæfismat og markaðssetn-
ingu. Creditinfo Lánstraust hefur
miðlað upplýsingum um einstak-
linga úr skattskrá til áskrifenda
sinna til nota við lánshæfismat
og markaðssetningu. Niðurstaða
Persónuverndar var sú að tilgang-
ur vinnslu Creditinfo Lánstrausts
félli ekki innan ramma laga um
tekjuskatt og væri því óheimill.