Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Qupperneq 16
16 Fréttir 27.–29. september 2013 Helgarblað „Getum ekki lifað á laununum okkar“ n Niðurskurður og aukið álag á kennara bitnar á nemendum n Kennarar krefjast leiðréttingar V ið göngum lengra en við ættum að gera. Við vinnum meira til að reyna að koma í veg fyrir að ástandið bitni á nemendum,“ segir Hulda María Magnúsdóttir grunnskóla- kennari. Hún stofnaði Facebook-síðu í vor þar sem heitar umræður um kjara- mál kennara hafa farið fram síðustu mánuði. Um þúsund kennarar eru þar virkir í umræðunni og flestir búnir að fá sig fullsadda af álagi og niðurskurði í skólakerfinu. Baráttufundur fór fram í Iðnó í gær, fimmtudag. Bitnar á nemendum með sérþarfir Þrátt fyrir að kennarar leggi hart að sér í starfi til að niðurskurður bitni ekki á nemendum, þá dugir það ekki alltaf til. En að sögn Huldu Maríu bitn- ar ástandið einna helst á nemendum með sérþarfir. Hún segir að þrátt fyrir að reynt sé að fylgja stefnunni Skóli án að- greiningar, þá fái börn með sérþarf- ir oft ekki þá þjónustu sem þau þurfa. Grunnskólakennarar sem ekki hafi menntun sérkennara reyni þó eftir fremsta megni að sinna öllum nem- endahópnum. „Við erum að aðlaga námsefni og búa til námsefni til að mæta þörfum allra. Og það er fólk oft að gera heima hjá sér, á kvöldin og um helgar.“ Vinna um 50 tíma á viku Hulda María segir marga kennara því þurfa að vinna langt umfram vinnuskyldu sína í hverri viku. En ef marka má niðurstöður könnunar sem Kennarasambandið lét gera í sam- starfi við sveitarfélögin nýlega þá eru kennarar að vinna að meðaltali 50 klukkutíma á viku. Þess ber að geta að vinnuvika kennara er 43 tímar, en þannig vinna þeir af sér sumarfrí og önnur frí, sem yfirleitt eru lengri en hjá öðrum starfsstéttum. „Það vill enginn mæta óundir- búinn því það bitnar á krökkunum. En fólk er orðið mjög þreytt á því hvað við höfum dregist langt aftur úr. Það er búið að lengja kennaranámið úr þremur árum í fimm en launin hafa ekki fylgt,“ segir Hulda María. Með 330 þúsund í grunnlaun Að hennar sögn bera kennarar sig til dæmis saman við sálfræðinga og fé- lagsráðgjafa sem eru innan BHM, enda um jafn langt nám að ræða. En grunnlaun kennara eru hins vegar rúmum tuttugu prósentum lægri en grunnlaun þessara stétta. „Grunnlaunin mín eftir sex ára háskólanám, miðað við að ég sé um- sjónarkennari, með framhaldsskóla- réttindi og fái launaflokk fyrir sí- menntun, eru 330 þúsund krónur.“ Hulda María segir þetta svipuð laun og hún var með þegar hún var í sum- arstarfi með námi. „Ég er einstæð móðir en þú rekur ekkert heimili á þessum launum.“ Hún bendir á að það sé í raun ekki í boði fyrir kennara að vinna yfirvinnu, en einn og einn geti tekið að sér viðbótarkennslu. Af henni sé þó lítið framboð. „Ég er með auka- tíma í töflunni núna og það þýðir að ég er búin að samþykkja að taka að mér aukavinnu í allan vetur. Ég get ekki unnið mikið einn mánuð og minna þann næsta, ég þarf bara að vinna of mikið í allan vetur.“ Hún segir kennara nú búna að fá nóg og þess vegna hafi verið boðað til baráttufundar. „Við menntum okkur og reynum að sinna vinnunni en get- um samt ekki lifað á laununum okkar.“ Lítil endurnýjun Annað áhyggjuefni er hve mikið hefur dregið úr aðsókn í kennaranám á síð- ustu árum. En í ár sóttu til að mynda aðeins 160 nemendur um nám í grunnskólakennarafræðum við Há- skóla Íslands samanborið við 234 árið 2010. Það er fækkun um rúm þrjátíu prósent. Þá er einnig töluvert brott- fall úr náminu. Anna Kristín Sigurðar- dóttir, forseti kennaradeildar Há- skóla Íslands, sagði í samtali við mbl. is í sumar að laun, starfsaðstæður og lengd náms hefðu mikil áhrif í þessu samhengi. En fyrirkomulagi kennara- náms var breytt árið 2011 og það lengt úr þremur árum í fimm. Hulda María segir það alveg liggja ljóst fyrir að endurnýjun í stéttinni sé ekki nógu mikil og tekur sem dæmi að hún sé næstyngst af kennurunum á sínum vinnustað, 33 ára gömul. Þurfa að vera þrjár manneskjur Hún hefur verið kennari í sjö ár en segist sjaldan hafa heyrt jafn marga tala um að fara að finna sér eitthvað annað að gera. „Og það er ekki endi- lega af því fólk vilji það. Þetta er krefj- andi en mjög skemmtilegt starf sem gefur manni mjög mikið. En maður þarf samt líka að geta lifað af.“ Hún segir álag í starfi hafa aukist mikið á þessum sjö árum og því ekki skrýtið að fólk gefist upp. Krafa um stærri hópa er skýrt dæmi um afleiðingar niðurskurð- ar, að sögn Huldu Maríu. Í sumum bekkjum í yngri deildum grunnskóla eru allt upp í þrjátíu nemendur, en þá er yfirleitt einnig stuðningsfulltrúi með í kennslustundum. Hún bend- ir hins vegar á að sá aðili sé ekki fag- menntaður. „Þetta verður til þess að kennari getur ekki sinnt öllum. Það verður einhver út undan þrátt fyrir að við reynum eins og við getum. Hver kennari er bara ein manneskja þrátt fyrir að hann þurfi stundum að vera þrjár.“ n Skólakerfið er að molna Skorið niður frá öllum hliðum „Það er bara verið að þrýsta og þétta og troða alls staðar. Maður er að horfa upp á þetta allt molna,“ segir Eyþór Bjarki Sigurbjörnsson grunnskólakennari um upplifun sína af ástandinu í skólakerfinu eftir áralangan niðurskurð. Alls staðar skorið niður Hann segist finna fyrir niðurskurðinum í öllum þáttum skólastarfsins. Til dæmis sé tölvubúnaður kominn til ára sinna og varla nothæfur, en á sama tíma séu gerðar kröfur um nýja kennsluhætti. Viðhald á byggingum sé lélegt, dregið hafi verið úr stoðþjónustu við nemendur með sérþarfir og vettvangsferðum hafi fækkað. Þá séu bekkir sameinaðir þrátt fyrir að það liggi fyrir að það gangi ekki upp. Aldrei friður „Svo er stöðugt verið að róta í þessu kerfi. Það er mjög sjaldan friður og mjög lítið starfsöryggi að því leyti að það er endalaust verið að breyta hlutum. Nýjasta hugmyndin er að stytta grunnskólanámið niður í níu ár sem þýðir að þá þarf færri kennara. Það er í raun aldrei friður frá yf- irmönnum og sveitarstjórnum til að sinna þessu starfi og byggja upp.“ Mikil þreyta í fólki Eyþór hefur starfað sem kennari í tólf ár og segist hafa byrjað að finna fyrir niðurskurðinum strax í kjölfar hrunsins. En nú fimm árum síðar hefur ekkert dregið úr honum. „Það hefur alltaf verið eitthvert rót en aldrei eins mikið eftir að hrunið skall á.“ Hann segir langt síðan hann fór að finna fyrir þreytu á meðal samstarfs- félaga sinna vegna ástandsins. „Fólk hefur verið að tjá sig og láta vita, en það er ekkert hlustað á það. Það er talsvert dapurlegt að horfa upp á að það sé heil- mikil þekking í kerfinu og vitneskja um það hvernig hlutirnir virka, en því miður sé ekki hlustað á það.“ Reyna að gera sitt besta Eyþór hefur sömu sögu að segja og Hulda María, að kennarar gangi mun lengra en þeir ættu að þurfa að gera til að reyna að koma í veg fyrir að ástandið bitni á nem- endum. „Auðvitað reynum við að gera það besta úr öllu, en það eru einhver takmörk.“ Skert þjónusta við nemendur Hann segir mikilvægt að almenningur fái vitneskju um að svipaðir hlutir séu að gerast í skólakerfinu og heilbrigðiskerfinu. „Það er bara verið að hola kerfið að innan og nemendur eru að fá skerta þjónustu miðað við það sem var.“ Hvað launamál varðar segir Eyþór kennara eingöngu fara fram á sanngirni. „Við erum komin rúmlega tuttugu prósent undir sambæri- legar stéttir og erum orðin langþreytt á því að geta ekki verið á sama stað og aðrir sem bera svipaða ábyrgð og sambærilega menntun. Það sem við tölum um heitir launaleiðrétting, þetta snýst ekki um að fá að njóta einhverra forréttinda. Bara að fá að vera á sama stað og aðrir.“ Sólrún Lilja Ragnarsdóttir blaðamaður skrifar solrun@dv.is Hulda María Segir að niðurskurður bitni helst á nemendum með sérþarfir þrátt fyrir að kennarar leggi sig fram um að sinna þeim. „Hver kennari er bara ein mann- eskja þrátt fyrir að hann þurfi stundum að vera þrjár Boða til baráttufundar Kennarar eru orðnir langþreyttir á niðurskurði og auknu álagi í starfi. Þeir krefjast launaleiðréttingar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.