Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Blaðsíða 19
Fréttir 19Helgarblað 27.–29. september 2013 Gæti fengið dauðadóm n Bresk kona, Andrea Waldeck, smyglaði metamfetamíni til Indónesíu 4 3 ára bresk kona, Andrea Wal­ deck, gæti átt dauðadóm yfir höfði sér eftir að hafa verið gripin með eitt og hálft kíló af metamfetamíni í Indónesíu fyrir skemmstu. Waldeck var handtekin á hótelherbergi í borginni Surabay, næst stærstu borg Indónesíu. Samkvæmt ákæru flutti hún efnin til Indónesíu frá Kína og voru þau falin í undirfötum hennar þegar hún kom til landsins. Í frétt breska blaðsins Mirror kem­ ur fram að refsing fyrir fíkniefnasmygl sé óvíða jafn hörð og í Indónesíu. Rétt­ arhöldin yfir Waldeck hófust á þriðju­ dag og verður þeim haldið áfram í næstu viku. Fyrir dómi sagði Waldeck að kærasti hennar, kínverskur ríkis­ borgari, hefði lagt á ráðin um smygl­ ið, og greitt henni þrjú þúsund pund, eða sem samsvarar tæpum 600 þús­ und krónum, fyrir að flytja efnin til Indónesíu. Í færslu á Facebook­síðu sinni í júlí síðastliðnum, skömmu eftir að hún var gripin, segist Waldeck vera miður sín vegna málsins. „Stuðningur ykkar skiptir mig öllu. Mér þykir afar leiðinlegt að hafa valdið ykkur öllum vonbrigðum.“ Þá sagði hún að bróð­ ir hennar væri væntanlegur til Indó­ nesíu til að veita henni stuðning. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem breskir ríkisborgarar komast í kast við lögin í Indónesíu. Fyrir skemmstu var Lindsay Sandiford, bresk amma, dæmd til dauða fyrir að smygla miklu magni af kókaíni til Bali í Indónesíu. Áfrýjun hennar bar engan árangur og verður hún að öllum líkindum tekin af lífi á næstunni. n einar@dv.is B æjarfulltrúinn Keith John­ son skaut eiginkonu sína til bana í desember í fyrra, beindi svo byssunni að sjálfum sér og hleypti af. Í tvo áratugi á undan hafði hann beitt konuna, Andreu Johnson, ým­ iss konar harðræði og kúgað hana til hlýðni við sig. Lýsingar á mis­ notkuninni koma fram í dagbók sem Andrea hélt meðan á henni stóð og fannst við húsleit á heim­ ili hjónanna – vettvangi glæpsins – í Compit Hills, nærri enska bænum Cromer. Þunglyndi og sjálfsmorðstilraun Í dagbókarfærslunum, sem nýverið voru gerðar opinberar að hluta, kemur meðal annars fram að Keith breyttist, „eins og djöfullinn sjálf­ ur“, í illmenni um leið og parið kom heim til sín eða var eitt einhvers staðar. Á öðrum stað segir Andrea: „Það virðist ekki angra hann hversu mikið ég þjáist vegna barsmíða hans, hann mun ekki breytast.“ Vegna þessa þjáðist Andrea af þunglyndi og reyndi árið 2006 að svipta sig lífi – en skýringin var ávallt hulin öðrum en hjónunum. Sáttafundur dauðans Hjónin, sem voru barnlaus, höfðu verið saman í 20 ár þegar voðaverk­ ið var framið, en daginn áður sló í brýnu á milli þeirra vegna þess að hún hafði hug á að skilja við hann. Sökum rifrildisins gisti Andrea hjá vini sínum, Robert Jeans. Daginn eftir bauð Keith henni til sáttafund­ ar á heimilinu og strengdi þess heit að beita hana engu ofbeldi. Það var skýringin sem hann gaf henni, en í reynd hafði hann annað í hyggju. Keith hafði farið í byssu­ skáp hjónanna, þar sem veiðihagla­ byssa þeirra var geymd, og beið Andreu með byssuna að vopni. Er Andrea mætti til „sáttafundarins“ lét hann til skarar skríða, með fyrr­ greindum afleiðingum. Auk dag­ bókarinnar fundust bréf frá Keith, með leiðbeiningum um hvernig útför þeirra ætti að vera háttað og hvernig skyldi skipta búi þeirra. Að mati dánardómstjóra málsins veita bréfin vísbendingu um að morðið hafi ekki verið framið í stundar­ brjálæði heldur hafi það verið þaul­ skipulagt. „Morðið var framið af ásetningi. Hann tók ákvörðun um að myrða Andreu og svo sjálfan sig, og gerði það,“ segir dánardómstjór­ inn í samtali við enska fjölmiðla. Skrímslið bak við grímuna Fjölskylda Andreu er með böggum hildar vegna hins voveiflega at­ burðar og segja að Andrea hafi ver­ ið falleg, elskuleg og litrík mann­ eskja sem verði sárt saknað. „Ég er virkilega sorgmæddur yfir því að hún hafi þjáðst svo lengi í þögn­ inni. Keith Johnson, maðurinn sem við buðum velkominn inn í líf fjöl­ skyldunnar, reyndist vera skrímsli. Þegar hún reyndi að fara frá hon­ um, drap hann hana. Núna sjá­ um við, og allir aðrir, hvað var á bak við grímu hins virta bæjarfull­ trúa,“ segir John Chadwick, bróðir Andreu, og bætti við: „Við finnum til með fjölskyldu Keith, þar eð hún er fórnarlamb í þessu máli líka.“ n Bæjarfulltrúinn var djöfull í dulargervi n Keith Johnson misþyrmdi eiginkonu sinni og myrti að lokum Baldur Eiríksson blaðamaður skrifar baldure@dv.is Á almannafæri Allt virtist leika í lyndi þegar hjónin voru innan um annað fólk. Keith Johnson Bæjarfulltrúinn myrti eiginkonu sína og svipti sig síðan lífi. Mikil sorg Fjölskylda Andreu segir fjöl- skyldu Keith líka fórnarlamb í málinu. Andrea Johnson Sáttafundur eigin- mannsins reyndist gildra. „Maður- inn sem við buðum vel- kominn inn í líf fjölskyldunnar, reyndist vera skrímsli. Dauðadómur Lindsay hlaut dauðadóm fyrir skemmstu í Indónesíu. Önnur bresk kona, Andrea Waldeck, á hið sama yfir höfði sér. Tígrisdýr í stofunni Ary Borges, brasilískur fjölskyldufað­ ir, hefur lagt sig fram við að bjarga tígrisdýrum, dýrum sem eru í útrým­ ingarhættu. Hann býr með fjölskyldu sinni í bænum Maringa, nálægt borginni Sao Paulo. Honum er svo annt um hag dýr­ anna að hann hefur tekið nokkur þeirra inn á heimili sitt, þar sem þau konan hans búa ásamt dætrum sín­ um þremur. Á skjáskoti með frétt má sjá að meira að segja barnabörnin eru látin umgangast dýrin, sem gætu hvenær sem er ráðist til atlögu án þess að Ary Borges eða nokkur ann­ ar óvopnaður fengi rönd við reist. En Borges, sem bjargaði til dæm­ is tveimur dýrum úr sirkus fyrir átta árum, hefur ekki áhyggjur af því. Hann hafi aldrei verið hræddur um að dýrin vinni dætrum sínum mein. „Maður þarf að sýna þeim virðingu og ástúð. Þau svara í sömu mynt.“ Þau umgangast dýrin eins og um hund eða annað húsdýr væri að ræða. Dóttirin Uraya, starfandi hundaþjálfari, á tveggja ára dóttur og segist ekki óttast um öryggi dóttur sinnar. „Rayara elskar að leika við tígrisdýrin. Þetta er alveg óhætt. Ég myndi aldrei setja hana í aðstæður þar sem öryggi hennar kynni að vera ógnað,“ segir hún, ótrúlegt en satt. „Þau eru hluti af fjölskyldunni – ég gæti ekki lifað án þeirra.“ Dómurinn staðfestur Stríðsglæpadómstóllinn í Haag staðfesti á fimmtudag dóm yfir Charles Taylor, fyrrverandi Líber­ íuforseta. Hann var á dögunum dæmdur til 50 ára fangelsisvistar fyrir margs konar stríðsglæpi. Lögmenn Taylors héldu því fram að galli hafi verið á réttar höldunum og að dómnum yrði hnekkt. Dóm­ ararnir sögðu hins vegar að sekt hans væri hafin yfir allan vafa. Taylor var meðal annars dæmdur fyrir að hafa stutt uppreisnarmenn í Sierra Leone, menn sem frömdu voðaverk af ýmsum toga; nauðguðu konum, drápu menn og þvinguðu börn til að gegna hermennsku, svo eitthvað sé nefnt. Lyftari til sölu Still R60-25 rafmagnslyftari, gámagengur, árgerð 2005 í mjög góðu standi til sölu. Lyftigeta 2,5tonn, lyftihæð 4,48 metrar, þrískipt mastur og hliðarfærsla. Verð aðeins kr 1,9 milljón með vsk. Nánari upplýsingar í síma 660-6470
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.