Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Qupperneq 38

Dagblaðið Vísir - DV - 27.09.2013, Qupperneq 38
38 Menning 27.–29. september 2013 Helgarblað Pólsk leiklistar- verðlaun Leikstjórinn Manfred Beilharz er handhafi Stanislaw Ingacy Witki- ewicz-leikhúsverðlaunanna sem afhent voru í Varsjá á dögunum. Manfred er listrænn stjórnandi Borgarleikhússins í Wiesbaden og stofnandi leikhúshátíðarinnar New Plays from Europe (Ný evrópsk leikverk) sem haldin er í júní í Wiesbaden á ári hverju. Hátíðin er íslensku leikhúsfólki vel kunn en þar hafa fjölmörg íslensk verk verið á fjölunum – nú síðast Axlar-Björn leikhópsins Vesturport. Verðlaunin eru veitt á hverju ári í Póllandi og er Manfred Beilharz þakkað fyrir að hafa stutt undir pólska menn- ingu á síðustu árum. Friður og stríð í Gljúfrasteini Fyrsti fyrirlestur vetrarins á Gljúfrasteini – húsi skáldsins – verður í höndum Jóns Ögmund- ar Þormóðssonar lögfræðings. Hann sendi frá sér bókina Friður og stríð: hafsjór af tilvitnunum, fyrr á árinu. Jón Ögmundur mun segja frá gerð bókarinnar, sem hefur að geyma fimmtán hundruð tilvitnanir um frið og stríð frá ýms- um tímum og löndum. Í verkum Halldórs Laxness má finna tölu- verðan fjölda tilvitnana um stríð og frið enda koma stríðstímar við sögu í mörgum þeirra. Skáldsagan Gerpla er lesendum Halldórs ef- laust ofarlega í huga í þessu sam- bandi en í henni er m.a. deilt á stríð og þau tortímingaröfl sem þeim fylgja. Fyrirlestur Jóns Ög- mundar Þormóðssonar hefst klukkan 16.00, sunnudaginn 29. september. Aðgangur er ókeypis. Kjarvalssýning í St. Pétursborg Yfirlitssýning á verkum Kjarvals var opnuð í einu helsta safni Rúss- lands, Þjóðarsafninu í St. Péturs- borg í gær, 26. september 2013. For- seti Íslands, herra Ólafur Ragnar Grímsson opnaði sýninguna form- lega. Mennta- og menningarmála- ráðherra Rússlands, Vladimir Med- insky var viðstaddur opnunina. Þjóðarsafnið (State Russian Museum) hefur yfir að ráða glæsi- legum sýningarsölum í tveimur hallarbyggingum í miðborginni og er Kjarvalssýningin haldin í annarri þeirra, Marmarahöllinni. Listasafn Reykjavíkur hefur unnið náið með Þjóðarsafninu í St. Pétursborg við undirbúning sýningarinnar. Á þessu ári eru 70 ár liðin frá því formlegt stjórnmálasamband komst á milli Íslands og Rússlands (þá Sovétríkjanna). Tímasetning sýningarinnar tengist 70 ára afmæli þessara tímamóta. Einn af konunum n Þröstur Leó safnar hári og vill hárlengingar Þ röstur Leó Gunnarsson fer með hlutverk ekkjunnar og heimilisharðstjórans Bern- hörðu Alba í uppfærslu leik- stjórans Kristínar Jóhannes- dóttur. Hús Bernhörðu Alba er eftir leikskáldið Federico García Lorca, samið stuttu fyrir borgarastyrjöldina á Spáni á tímum Franco og skömmu fyrir andlát skáldsins. Hreppti bitastætt kvenhlutverk Verk Lorca hverfist eingöngu um kvenpersónur og kvenlýsingar skáldsins magnaðar. Það hefur því vakið athygli að leikstjórinn skyldi velja karlmann í aðalhlutverkið. Þröstur segist vinna í góðum hópi kvenna og lofar samstarfið. Hann segist ekki finna fyrir þykkju vegna þess að hann hafi hreppt bita- stætt aðalkvenhlutverk sem ekki er á hverju strái í leikhúsinu. „Nei, alls ekki. En flestir verða mjög hissa þegar þeir heyra að ég hafi verið valinn í hlutverkið. Þegar þetta kom upp þá rak ég sjálfur upp stór augu og varð for- viða. En ég sannfærðist, þetta er áhugaverð tilraun sem gengur alveg upp, kannski sérstaklega af því að að margra mati var Lorca að skrifa um Franco einræðisherra.“ Hengdur upp á þráð Þröstur myndi seint kallast fínlegur karlmaður. Eða metró-sexúal eins og einu sinni varð hugtak yfir karla sem unna tísku og snyrtimennsku. Hann hefur fremur yfirbragð verkamanns að vestan. Enda er hann að vestan og eins og frægt er orðið drekkur Þröstur ekki einu sinni vatn. Hann drekkur bara kaffi. Svart. „Það hafa fáeinir komið að máli við mig sem hafa sagt mér að þeir drekki ekki heldur vatn. Vatnið var svo vont fyrir vestan, það var bara ónýtt vatn með pödd- um í. Það þurfti að sjóða það. Ég hætti bara að drekka vatn,“ seg- ir hann og fær sér sopa af kaffi og brosir. Hann segist eins og hengdur upp á þráð í korseletti og kjól. Hann ætlar að safna hári og vill endilega fara í hárlengingar, þá þarf hann að raka sig á hverjum degi og huga að sléttleika húðar og kvenlegu yfirbragði almennt. „Ég mun nálgast hlutverkið á minn hátt. Ég er ekkert að fara að búa til neina kvenmannsrödd, ég er bara í kjól, sem er svolítið spes upplifun,“ segir hann og hlær. Finnst þér það ekki bara þægi- legt? „Þetta er kjóll og korselett og allar græjur svo maður er svolítið eins og hengdur upp á þráð,“ segir hann og virðist meina upplifun- ina bókstaflega. „Ég mun þurfa að raka mig á hverjum degi og vera dug legur huga að útlitinu,“ segir hann og strýkur yfir grófa skegg- broddana. Safnar hári og vill fá hárlengingar „Það var strax ákveðið að hafa mig ekki með hárkollu, því þá hefði ég litið út eins og dragdrottning. Ég er að safna hári núna, mér finnst mega setja smá hárlengingar í mig,“ segir hann og snýr kvenlega upp á hárendana. Ég held að það geti verið spennandi.“ Þú getur líka farið í augn- háralengingu bendir blaðamaður á, svo Þröstur fari ekki á mis við þá nýjung í bransanum. Það er reynd- ar svolítið óþægilegt. „SO?“ segir Þröstur. Handritið þvælt og ónýtt Frumsýning nálgast óðum og Þröstur er nýbúinn að læra línurn- ar. „Við eigum eftir fjórar vikur af æfingatímabilinu. Ég var að klára að læra þetta allt í gær. Ég er alltaf mjög lengi að læra textann. Ég er eini karlmaðurinn í sýningunni og þær eru búnar að sleppa handritinu fyrir tveimur eða þremur vikum. Mitt handrit er hins vegar orðið ónýtt, ég er búinn að vera að þvælast svo mikið með það á æfingum. Sulla á það kaffi og svona.“ Einn í kvennafans Með Þresti leikur magnaður hóp- ur kvenna, Charlotte Bøving, Esther Thalía Casey, Hanna Mar- ía Karlsdóttir, Harpa Arnardóttir, Hildur Berglind Arndal, Lovísa Ósk Gunnarsdóttir, Maríanna Clara Lúthersdóttir, Nína Dögg Filippus- dóttir, Sigrún Edda Björnsdóttir og Unnur Ösp Stefánsdóttir. Hann segir marga spyrja hvernig það sé nú eiginlega að vinna eingöngu með konum. Flestir virðist halda að það sé mögnuð þolraun á mörk- um hins mannlega. „Ég skil eiginlega ekki hvað fólk er að fara, þegar það spyr mig hvernig það sé nú að vinna bara með konum. Það er bara frábært og þetta eru miklir listamenn sem ég ber virðingu fyrir.“ Hann ber mikið lof á leikstjórann. Kristín Jóhannesdóttir leikstjóri er einn sá allra besti leikstjóri sem ég hef kynnst. Hún hefur óvanalega sterka sýn sem hún miðlar vel.“ n Leikhús Kristjana Guðbrandsdóttir kristjana@dv.is „Ég er að safna hári núna, mér finnst mega setja smá hár- lengingar í mig. Í góðum hópi kvenna Þröstur er ánægður með leikhópinn. Ekki metró-sexúal Þröstur myndi seint kallast fínlegur maður en mun nú þurfa að setja sig í kvenlegar stellingar í hlutverki Bernhörðu Alba.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.