Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1933, Blaðsíða 20
18
Mannfjöldasbtfrslur 1926—1930
4. Atvinna brúðguma.
Profession du marié.
í töflu XV (bls. 37) eru upplýsingar um atvinnu brúðguma í sam-
bandi við aldur brúðhjóna. Samkvæmt þeim hefur atvinnuskifting brúð-
guma verið þannig:
1921—25 1926-30
Embætlismenn, læbnar o. fl. . .. 40 70
Aðrir opinberir starfsmenn . . . . 113 159
Námsmenn 25 21
Bændur 692 677
Húsmenn 36 20
Vinnumenn 158 \ 199
Lausamenn 40 1
Utgerðarmenn, skipstjórar o. fl. 65 \ 168
Kaupmenn, forstjórar 94 f
Sjómenn 727 870
Iðnaðarmenn 391 560
Verslunarmenn, skrifarar o. fl. . 178 234
Verkamenn 289 451
Otilgreind atvinna 8 26
Samtals 2 857 3 455
Með því að atvinnuupplýsingarnar hafa oft verið mjög ófullkomnar
og því undir hælinn lagt, hversu vel flokkaskiftingin hefur tekist, þá þykir
ekki ástæða til að fara út í það atriði nánar, svo sem um giftingaraldur
í hverjum flokki, enda eru sumir flokkarnir svo litlir, að tilviljun getur
valdið töluverðum mismun.
5. Skyldleiki brúðhjóna.
Parenté des deux époux.
Um skyldleika brúdhjóna hafa skýrslur fengist síðan 1916, því að
á skýrslueyðublöðunum, sem prestarnir senda Hagstofunni, er þess getið,
hvort brúðhjónin séu þremenningar eða skyldari, og þá tilgreint hvernig
skyldleikanum er háttað. Að því er viðvíkur brúðhjónum, sem eru systkina-
börn eða skyldari, er varla nokkur ástæða til að efast um, að skýrslurnar
séu nákvæmar, en vera má, að eitthvað falli undan af þeim, sem eru
fjarskyldari, vegna þess, að presti sé það ekki kunnugt og að hann
spyrji þá ekki æfinlega um það. Samkvæmt skýrslunum hefur tala
skyldra brúðhjóna verið þannig: