Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1933, Blaðsíða 26
24
Mannfjöldaskýrslur 1926—1930
Af giftum konum, er börn fæddu, voru flestar á aldrinum 25—29
ára, rúml. hluti, og örlitlu færri á aldrinum 30—34, eða alls 54 °/o
á aldrinum 25 — 34 ára. Rúml. 8 °/o voru yfir fertugt, en innan tvítugs
aðeins 1 V2 °/o. Ogiftu mæðurnar eru yngri, 12°/o eru innan við tvítugt
og flestar eru þær í aldursflokknum 20—24 ára (30 0/0). í efri aldurs-
flokkunum eru þær aftur á móti tiltölulega færri. Af konum, sem börn
fæddu innan tvítugs, voru 60 °/o utan hjónabands.
Vfirleitt hefur aldur barnsmæðra, bæði giftra og ógiftra, farið Iækk-
andi á síðari árum. Á árunum 1891—95 voru aðeins 12 °/o af giftum
konum, er börn eignuðust, yngri en 25 ára, en síðan hefur yngsta ald-
ursflokknum farið smáfjölgandi og 1921—25 voru hérumbil 18 °/o yngri
en 25 ára, en 1926—30 rúml. 17 °/o. Af ógifíum konum, er börn eign-
uðust 1891 — 95, voru aðeins 23 °/o yngri en 25 ára, en 1926—30 voru
rúml. 42 0/0 yngri en 25 ára.
4. Frjósemi kvenna.
Fécondité des femmes.
Ef menn vilja vita um frjósemi kvenna á ýmsum aldri, verður að
bera tölu kvenna, er börn fæða, saman við tölu kvenna alls á þeim aldri.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hve margar af 100 konum í hjónabandi og utan
hjónabands í hverjum aldursflokki eignuðust börn að meðaltali á ári
árin 1906-15 og 1916—25.
Giftar konur Ógiftar konur1)
1906-15 1916—25 1906-15 1916—25
16 —19 ára... 34.6% 51.8% 0.6% 0.8 %
20—24 — ..... 48.3— 44.2 — 2.9 — 2.9 —
25—29 — ....... 41.3 — 42.2 — 4.5 — 4.3 -
30—34 —....... 30.2 — 30.5 — 5.5 — 5o —
35—39 — ..... 25.0 — 22.8— 4.7 — 4 o —
40-44 — ....... 12.9 — 10.5 - 2.3 — 1.7 —
45—49 — ........ 1.3 — 1.3 — 0.4— 0.2 —
16—49 — ....... 23.8 % 23.4 % 2.6 % 2.6 %
Á því tíu ára bili, sem að meðaltali liggur á milli þessara tímabila,
hefur frjósemi giftra kvenna minkað í flestum aldursflokkum, en aukist
töluvert í hinum yngsta (16--18 ára). Eins er um ógiftu konurnar. í
eldri aldursflokkunum hefur frjósemin minkað, en aukist í hinum yngsta.
Mest er frjósemi giftra kvenna í yngsta aldursflokknum og fer svo mink-
andi með aldrinum. En meðal ógiftra kvenna er frjósemin mest á aldr-
inum 30—34 ára, en minkar bæði upp á við og niður á við.
1) Þar meD taldar ekkjur og fráskildar.