Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1933, Blaðsíða 23
Mannfjöldaskýrslur 1926 — 1930
21
Tala hjúskaparslita er mest komin undir manndauðanum. Á þess-
um tímabilum hefur þeim altaf farið tiltölulega fækkandi, að undan-
skilinni nokkurri hækkun 1916—25, er stafar að mestu leyti frá inflú-
ensuárinu 1918 og árinu 1921, er manndauði var líka með meira móti.
En 1926—30 hafa hjúskaparslit verið tiltölulega fæst. Árleg aukning
hjónabanda (eða mismunur á tölu hjónavígslna og hjúskaparslita) hefur
gengið nokkuð upp og niður, svo sem eftirfarandi yfirlit sýnir.
Árleg fjölgun hjónabanda Árleg fjölgun hjónabanda
á 1000 á 1000
tals manns tals manns
Meðaltal 1876-85 119 1.7 1924 . 124 1.3
— 1886-95 160 2.3 1925 200 2.0
— 1896-05 159 2.o 1926 ... 258 2.6
— 1906—15 155 1.8 1927 . 222 2.1
— 1916-20 204 2.2 1928 . 303 3.0
— 1921—25 138 1.4 1929 . 326 3.1
— 1926—30 289 2.7 1930 . ... 334 3.1
Árlegt meðaltal hjónaskilnaða hefur verið undanfarin ár:
1906- -10 ... 8.4 eða l.o á 10 þús. íbúa
1911- -15 .... ... 11.8 — 1.4 - — — —
1916- -20 .... . . . 15.2 — 1.7 - — — —
1921- -25 .... , . . 20.6 — 2.1 - — — —
1926- -30 .... ... 29.4 — 2.8 -
Vfirlitið sýnir, að hjónaskilnaðir hafa farið töluvert í vöxt á þessum
árum. Með lögum frá 1921, um stofnun og slit hjúskapar, var aðgangur
til hjónaskilnaðar gerður greiðari heldur en áður, því að skilnaðarfrest-
urinn að borði og sæng á undan algerðum skilnaði var styttur úr 3 ár-
um niður í 1 ár, ef báðir aðiljar eru ásáttir um skilnaðinn, en í 2 ár,
ef þeir eru ósammála um hann.
C. Fæðingar.
Naissances.
1. Fjöldi fæddra barna.
Fréquence des naissances.
Eftirfarandi eftirlit sýnir árlega meðaltölu fæddra barna, lifandi og
andvana, á 5 eða 10 ára tímabilum um 50 ára skeið; og auk þess á
ári hverju 1921—30.