Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1933, Blaðsíða 31
Mannfjöldaskýrslur 1926 — 1930
29
3. Aldur látinna.
Mortalité suivant áge.
Á 3. yfirliti er sýndur manndauðinn á mismunandi aldursskeiði
á undanfarinni tíð. Tímabilin eru valin þannig, að manntölin falli í miðju
þeirra. Á 1. ári er manndauði mikill. Á þeim aldri deyja hérumbil 6
börn af hverju hundraði. Síðan minkar manndauðinn mikið með aldrin-
um og verður minstur á aldrinum 5 — 14 ára (rúml. '/4 °/o). Síðan fer
hann aftur vaxandi, fyrst hægt, en síðar hraðar. Kringum sjötugt er
hann enn minni en á 1. ári, en fer úr því mjög vaxandi. Á öllum aldri
er manndauði meiri meðal karla heldur en kvenna, nema á aldrinum
5 — 14 ára. Meslur munur á manndauða meðal karla og kvenna er á
fullorðins aldrinum (25—54).
3. yfirlit nær yfir fjögur 10 ára tímabil. Sést á því, að manndauð-
inn hefur farið minkandi í öllum aldursflokkum og er undantekningar-
lítið stöðug lækkun frá einu tímabili til annars. Þó er manndauðinn
meiri á aldursskeiðinu 15—34 ára á síðasta tímabilinu heldur en á því
næsta á undan og á skeiðinu 35 — 54 ára er um litla lækkun að ræða.
Mun því valda inflúenzan 1918 og árin þar á eftir, því að hún lagðist
einkum þungt á þessa aldursflokka. Á þeim 30 árum, sem að meðaltali
liggja milli fyrsta og síðasta tímabilsins hefur manndauðinn minkað til-
tölulega langmest meðal barna á 1. ári. Árin 1916-25 var barnadauð-
3. yfirlit. Manndauði eftir aldri.
Mortalité par classe d’áge.
Aí 1000 á hverjum aldri dóu árlega
décés annuc/ sur ÍOOO de la classe d’áge
Karlar hommes Konur femmes
Aldur áge 1886 - 95 1897 -1906») 1906 — 15 1916 -25 1886 —95 1897 — 1906») 1906 - 15 1916 —25
Innan 1 árs moins d'un an 168.0 144.7 112.6 67.2 137.7 122.0 95.2 54,i
1— 4 ára ans 17.3 14.2 12.1 9,4 16.9 14.7 11.2 9.2
5 — 14 — 4.1 3.8 3.2 2.6 3.7 4.3 4.0 3.1
15-24 — 8.6 9.o 7.7 7.9 4.2 5.8 5.7 5.8
25-34 — 11.4 11.5 9.9 10.3 6.7 6.6 6.6 7.3
35—44 — 14.1 12.2 11.2 10.3 9.6 8.3 7.0 7.3
45-54 - 25.0 18.6 14.9 15.1 15.3 10.4 9.5 8.5
55-64 — 35.9 33.8 24.3 23.1 27.4 24.1 17.o 15.6
65—74 — 71.7 63.3 56 3 52.0 60.2 46.8 42.9 41.o
75-84 - 125.7 131.5 116.2 119.7 123.4 105.4 97.3 100.4
85 ára og eldri 246 2 228.1 250.0 247.7 258.1 224.3 215.1 218.2
Á öllum aldri ensemble . . 21.3 18.9 16 í 14.7 17.9 15.9 14.4 13.3
1) Sjá athugasemd á bls. 17*.