Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1933, Blaðsíða 34
32*
Mannfjöldaskýrslur 1926 — 1930
15 ára), nema meðal giftra kvenna í elsta aldursflokknum, er þar er um
svo smáar tölur að gera, að á þeim er ekki byggjandi. Ennfremur sést, að
manndauði er tiltölulega minni á öllum aldri meðal giftra karla heldur
en ógiftra og ekkjumanna. Manndauði meðal giffra kvenna er aftur á
móti heldur meiri heldur en ógiftra og ekkna fram á fimtugsaldur, en úr því
minni (þegar ekki er tekið tillit fil elsta flokksins sbr. það sem áður segir).
5. Atvinna látinna.
Décés suivant profession.
í töflu XXV (bls. 47) er dánum 1926—30 skift eftir atvinnu. Upp-
lýsingar þessar eru ekki svo fullkomnar sem æskilegt væri. Atvinnu-
táknunin á skýrslunum er oft mjög óákveðin, svo að mikill vafi er á, í
hvaða flokk á að skipa þeim, og auk þess vantar mjög víða upplýsingar
um atvinnuna. Það þykir því ekki ástæða til að fara neift nánar út í
þetta átriði að svo stöddu.
6. Ártíð látinna.
Décés par mois.
Eftirfarandi yfirlit sýnir, hvernig manndauðinn skiftist á mánuðina á
tímabilunum 1921—25 og 1926—30. Ef gert er ráð fyrir, að allir
mánuðirnir væru jafnlangir, þá hefðu komið á hvern mánuð svo mörg
mannslát af 1200 sem hér segir:
1921—25 1926-30 1921-25 1926-30
Janúar ... 103 99 Júlí 109 93
Febrúar . . 112 107 Ágúst 95 93
Mars . . . . 108 113 September . . 84 82
Apríl . .. . 91 104 Olrtóber .... 89 96
Maí 108 114 Nóvember . . 91 96
]úní 115 102 Desember .. 95 101
Alt árið 1 200 1 200
Síðari hluta sumars og fyrri hluta vefrar (ágúst— nóvember)
manndauðinn minstur, en mestur síðari hluta vetrar.
7. Dánarorsakir.
Causes de décés.
Skýrslum um dánarorsakir alment var byrjað að safna hér á landi
árið 1911. Um fyrirkomulag þeirra vísast til þess, sem sagt er í mann-
fjöldaskýrslum 1911 — 15 bls. 33*—35*. Skýrslurnar byggjast aðeins á