Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1933, Blaðsíða 27
Mannfjöldaskýrslur 1926—1930
25
5. Atvinna foreldranna.
Profession des parenis.
í töflu XX (bls. 4Í) hefur verið sett yfirlit um atvinnu foreldra,
er börn hafa eignast, samkvæmt upplýsingum þeim, sem í fæðingarskýrsl-
unum standa. En þessum upplýsingum er töluvert ábótavant ennþá.
Bæði vantar oft alveg upplýsingar um þetta og svo er atvinnutáknunin
oft svo ónákvæm að vafi Ieikur á, í hvaða flokki skýrslan eigi að lenda.
Þykir því ekki ástæða til að fara nánar út í þessi atriði.
6. Kynferði fæddra.
Naissances par sexe.
Þau 13 661 börn, sem fæddust árin 1926—30, skiftust þannig eftir
kynferði, að 7028 voru sveinar og 6633 meyjar. Af hverjum 1000 börn-
um voru þannig 514 karlkyns, en 486 kvenkyns. A næsta 5 ára tíma-
bili á undan (1921—25) voru 516 af 1000 karlkyns, en 484 kvenkyns.
Undanfarið hafa annars kynferðishlutföll fæddra barna verið svo sem
hér segir:
Tala sveina af 1000
lifandi fæddra andv. fæddra fæddra alls
1876—85 ................. 510 614 514
1886—95 ................. 509 547 510
1896-05 ................. 514 572 516
1906-15 ................. 517 572 519
1916-25 ................. 518 530 518
1926 -30 ................ 513 587 514
Af andvana fæddum eru tiltölulega fleiri sveinar heldur en af lif-
andi fæddum. Sýnir það, að þegar á undan fæðingunni er lífi sveina
hættara en lífi meyja.
7. Andvana fæddir.
Mort-nés.
Af þeim 13661 börnum, sem fæddust árin 1926 — 30, voru 13313
fædd lifandi, en 349 andvana. Hafa þannig 26 af hverjum 1000 börn-
um verið fædd andvana. Á næsta 5 ára tímabili á undan (1921 — 25)
voru 25 andvana fædd börn af hverjum 1000. Andvana fæddum börnum
hefur fækkað tiltölulega síðan um aldamót svo sem sjá má á eftirfar-
andi yfirliti: