Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1963, Side 24

Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1963, Side 24
22* Mannfjöldaskýrslur 1951—60 C. Fæðingar. Births. 1. Innheimta og úrvinnsla fæðingarskýrslna. Collection and compilation of birth reports. Fram til 1958 gerðu prestar og safnaðarstjórar, eftir fæðingartilkynningum ljósmæðra, sem þeir fengu í hendur, skýrslur um allar fæðingar, og sendu þær Hagstofunni nokkrum sinnum á ári eftir nánari fyrirmælum hennar. En síðan 1. október 1958 hafa prestar ekki gert sérstaka skýrslu um fædda handa Hagstof- unni, heldur senda þeir fæðingartilkynningarnar, sem þeir meðtaka frá ljósmæðr- um og öðrum hlutaðeigendum, áfram til Hagstofunnar, eftir að þeir hafa bætt á þær tilskildum upplýsingum og gengið úr skugga um, að hver skýrsla sé rétt gerð og greinilega rituð. Prestur ritar nafn barnsins á skýrsluna, hafi skírn átt sér stað, áður en skýrslan skal send Hagstofunni, en ella tilkynnir liann lienni nafn barnsins síðar á sérstöku eyðublaði, og er það fært inn á fæðingarskýrsluna. Að því loknu er skírnarskýrslunni fleygt, enda er hlutverki liennar lokið, þegar búið er að færa nafn barnsins inn á áður móttekna fæðingarskýrslu þess. — Fæðingartilkynning ljósmóður, eins og hún er eftir meðferð prests, er þannig grundvöllur skýrslugerðar Hagstofunnar um fæðingar, en hún er jafnframt notuð til upptöku nýfæddra borg- ara í þjóðskrána. Stuðlar þetta að því, að Hagstofan fái vitneskju um allar fæð- ingar, vegna þess að opinberir aðilar, sem byggja störf sín á skrám frá þjóðskránni, hljóta að uppgötva það fljótlega, ef barn vantar á skrá. Reynslan hefur líka sýnt, að ekki skortir mikið á, að fæðingarskýrslurnar innheimtist með 100% skilum. Skýrslur um fædda, sem hér birtast, taka til allra barna, sem fæðast á íslandi — líka til barna foreldra, sem hafa sérstaka réttarstöðu hér á landi samkvæmt varnarsamningi milli íslands og Bandaríkjanna. Árleg tala þeirra barna mun vera innan við 10. Börn útlendinga, sem eru gestkomandi hér, og börn erlends sendi- ráðsfólks hér á landi, eru einnig meðtalin. Hins vegar eru ekki með í þessum skýrsl- um nein börn fædd erlendis, nema börn islenzks sendiráðsfólks. Töflur þær um fædda, sem hér birtast, eru, eins og áður segir, byggðar á upp- lýsingum í fæðingarskýrslum ljósmæðra og presta. Hins vegar hefur ekki verið tahn ástæða til að hagnýta öll upplýsingaatriði fæðingarskýrslunnar til skýrslu- gerðar. T. d. mætti gera töflur um fædda eftir aldri hjónabands, um óskilgetna fædda eftir því, hvort foreldrarnir búa saman eða ekki, og gera mætti töflur um dána á fyrsta ári með ýmsum sundurgreiningum. En ekki hefur þótt ástæða til að vinna úr fæðingarskýrslunum fleiri töflur en birtar eru í þessu hefti. Mætti gera það síðar, ef henta þykir, því að öll eru þessi gögn varðveitt í skjalasafni Hagstofunnar. 2. Tala fæddra. Number of births. Hér fara á eftir tölur fæddra árlega 1941—60 og árleg meðaltöl fæddra á hverju 5 ára aldursskeiði þessa tímabils: Á 1000 manns komu Lifandi Andvana Fœddir lifandi andvana fæddir fæddir fæddir alls fæddir fæddir alls 1941 ..................... 2 634 56 2 690 21,6 0,5 22,1 1942 ..................... 3 005 76 3 081 24,4 0,6 25,0 1943 ..................... 3 173 68 3 241 25,4 0,5 25,9
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140

x

Hagskýrslur um mannfjöldaþróun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Hagskýrslur um mannfjöldaþróun
https://timarit.is/publication/1128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.