Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1963, Side 24
22*
Mannfjöldaskýrslur 1951—60
C. Fæðingar.
Births.
1. Innheimta og úrvinnsla fæðingarskýrslna.
Collection and compilation of birth reports.
Fram til 1958 gerðu prestar og safnaðarstjórar, eftir fæðingartilkynningum
ljósmæðra, sem þeir fengu í hendur, skýrslur um allar fæðingar, og sendu þær
Hagstofunni nokkrum sinnum á ári eftir nánari fyrirmælum hennar. En síðan
1. október 1958 hafa prestar ekki gert sérstaka skýrslu um fædda handa Hagstof-
unni, heldur senda þeir fæðingartilkynningarnar, sem þeir meðtaka frá ljósmæðr-
um og öðrum hlutaðeigendum, áfram til Hagstofunnar, eftir að þeir hafa bætt á
þær tilskildum upplýsingum og gengið úr skugga um, að hver skýrsla sé rétt gerð
og greinilega rituð. Prestur ritar nafn barnsins á skýrsluna, hafi skírn átt sér stað,
áður en skýrslan skal send Hagstofunni, en ella tilkynnir liann lienni nafn barnsins
síðar á sérstöku eyðublaði, og er það fært inn á fæðingarskýrsluna. Að því loknu
er skírnarskýrslunni fleygt, enda er hlutverki liennar lokið, þegar búið er að færa
nafn barnsins inn á áður móttekna fæðingarskýrslu þess. — Fæðingartilkynning
ljósmóður, eins og hún er eftir meðferð prests, er þannig grundvöllur skýrslugerðar
Hagstofunnar um fæðingar, en hún er jafnframt notuð til upptöku nýfæddra borg-
ara í þjóðskrána. Stuðlar þetta að því, að Hagstofan fái vitneskju um allar fæð-
ingar, vegna þess að opinberir aðilar, sem byggja störf sín á skrám frá þjóðskránni,
hljóta að uppgötva það fljótlega, ef barn vantar á skrá. Reynslan hefur líka sýnt,
að ekki skortir mikið á, að fæðingarskýrslurnar innheimtist með 100% skilum.
Skýrslur um fædda, sem hér birtast, taka til allra barna, sem fæðast á íslandi
— líka til barna foreldra, sem hafa sérstaka réttarstöðu hér á landi samkvæmt
varnarsamningi milli íslands og Bandaríkjanna. Árleg tala þeirra barna mun vera
innan við 10. Börn útlendinga, sem eru gestkomandi hér, og börn erlends sendi-
ráðsfólks hér á landi, eru einnig meðtalin. Hins vegar eru ekki með í þessum skýrsl-
um nein börn fædd erlendis, nema börn islenzks sendiráðsfólks.
Töflur þær um fædda, sem hér birtast, eru, eins og áður segir, byggðar á upp-
lýsingum í fæðingarskýrslum ljósmæðra og presta. Hins vegar hefur ekki verið
tahn ástæða til að hagnýta öll upplýsingaatriði fæðingarskýrslunnar til skýrslu-
gerðar. T. d. mætti gera töflur um fædda eftir aldri hjónabands, um óskilgetna
fædda eftir því, hvort foreldrarnir búa saman eða ekki, og gera mætti töflur um
dána á fyrsta ári með ýmsum sundurgreiningum. En ekki hefur þótt ástæða til
að vinna úr fæðingarskýrslunum fleiri töflur en birtar eru í þessu hefti. Mætti
gera það síðar, ef henta þykir, því að öll eru þessi gögn varðveitt í skjalasafni
Hagstofunnar.
2. Tala fæddra.
Number of births.
Hér fara á eftir tölur fæddra árlega 1941—60 og árleg meðaltöl fæddra á hverju
5 ára aldursskeiði þessa tímabils:
Á 1000 manns komu
Lifandi Andvana Fœddir lifandi andvana fæddir
fæddir fæddir alls fæddir fæddir alls
1941 ..................... 2 634 56 2 690 21,6 0,5 22,1
1942 ..................... 3 005 76 3 081 24,4 0,6 25,0
1943 ..................... 3 173 68 3 241 25,4 0,5 25,9