Hagskýrslur um mannfjöldaþróun - 01.01.1963, Page 33
Mannf jöldaskýrslur 1951—60
31*
Merkjanleg fækkun. er á frumburðarfæðingum á seinni hluta tímabilsins, en
um er að ræða fjölgun fæðinga 3.—6. barns. Vera má, að þetta stafi af breyttri
aldursskiptingu kvenna einni saman (þ. e. að fækkað hafi hlutfallslega í aldurs-
flokkum innan 25 ára, en þeir eignast einkum frumburði), og mundi koma í ljós,
hvort svo er, ef sams konar tölur og hér eru fyrir heildina væru reiknaðar út sér
fyrir hvern aldursílokk mæðra. Til þess þarf sem réttastar tölur um fjölda kvenna
í hverjum aldursflokki á hverju ári, en þær eru ekki fyrir hendi og hefur því þessi
útreikningur ekki verið gerður.
D. Manndauði.
Deaths.
1. Manndauði alls.
Total number of deaths.
Prestar og safnaðarstjórar láta Hagstofunni í té á nokkra mánaða fresti skýrslur
um alla dauðdaga í prestakallinu eða söfnuðinum, og auk þess fara öll dánarvottorð
um hendur þeirra til Hagstofunnar. Lögum samkvæmt má ekki gera útför manns,
nema hlutaðeigandi prestur eða safnaðarstjóri hafi áður fengið í hendur dánar-
vottorð hins látna. Á hvert dánarvottorð ritar Hagstofan tákntölu þeirrar dánar-
orsakar, sem tilgreind er í þvi, og þaðan er hún færð inn á dánarskýrslu prests
um sama mann. Síðan eru allar manndauðatöflur Mannfjöldaskýrslna gerðar á
grundvelli prestaskýrslna um látna, þar á meðal dánarorsakatöflurnar. Er um að
ræða fullkomin skil dánarskýrslna og dánarvottorða til Hagstofunnar, þótt stund-
um verði nokkur dráttur á því, að skil verði alger.
Manndauðaskýrslur Hagstofunnar taka til látinna, sem eru á skrá (þjóðskrá)
hér á landi, og þá líka til hérlendra manna, sem deyja erlendis, þ. á m. til íslenzkra
sendiráðsstarfsmanna og fjölskyldna þeirra. Hins vegar taka manndauðaskýrsl-
urnar ekki til varnarliðsmanna og sérfræðinga í varnarliðsstöðvum ásamt fjöl-
skyldum þeirra. Þær taka ekki heldur til erlendra sjómanna, erlendra ferðamanna
og annarra, sem ekki eru á skrá hér á landi.
Tala látinna ár hvert 1941—60 hefur verið sem hér segir:
Dánir A 1000 Dánir A 1000
alls manns álls manns
1941 1 352 n,i 1954 1 064 6,9
1942 1 293 10,5 1955 1 099 7,0
1943 1 268 10,1 1956 1 153 7,2
1944 1218 9,6 1957 1 157 7,0
1945 1 179 9,1 1958 1 165 6,9
1946 1 121 8,5 1959 1 242 7,2
1947 1 162 8,6 1960 1 167 6,6
1948 1 114 8,1
1949 1 106 7,9 Árleg mcðaltöl
1950 1 122 7,9 1941—45 1 262 10,1
1951 1 145 7,9 1946—50 1 125 8,2
1952 1 082 7,3 1951—55 1 102 7,3
1953 1 118 7,4 1956—60 1 177 7,0
Manndauðahlutfallið er nú lægra hér en í nokkru öðru landi Evrópu. Annars
er þetta hlutfall (milli tölu látinna og mannfjöldans í heild) ekki aðeins komið
eftir heilsufari og hollustuháttum, heldur líka eftir aldursskiptingu þjóða. í tveim