Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 2
2 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað „Barnið mitt er matarfíkill“ „Sumir munu ef- laust segja að öllu megi nú nafn gefa þegar ég segi að ég álíti barnið mitt vera matarfíkil en það er nú bara þannig að börn glíma við þessa fíkn rétt eins og fullorðnir.“ Þetta sagði Anna Sigríður Jónsdóttir, móðir ellefu ára stúlku sem glímir við matarfíkn, í DV á mánudag. Um þessar mundir er verið að opna sérdeild á Landspítal- anum fyrir of þung börn. Ástæðan er einfaldlega sú að mörg börn eru í vanda. Tæp tuttugu prósent níu ára barna eru of þung og tæp fimm pró- sent þeirra eru of feit. Offita er helsta og alvarlegasta vandamál 21. aldar- innar. Á ekki fyrir tannviðgerð „Vinir mínir spyrja mig oft hvernig ég geti lifað á þessum launum,“ sagði hin eistneska Díana Skotsenko, sem er 29 ára, í DV á miðviku- dag. Díana hefur búið á Íslandi í ellefu ár og vinnur við heimaþjónustu hjá Reykjavíkurborg ásamt því að vera í skóla að læra að verða félagsliði. Díana er með um 170 þúsund krónur í laun á mánuði fyrir fullt starf og borgar um 95 þúsund krónur í húsaleigu að frádregnum húsaleigubótum. Leikskólapláss fyrir syni hennar tvo kostar um 40 þúsund. Hún fær borgað meðlag frá ríkinu, 47 þúsund krónur með mæðralaunum, og standa því eftir 82 þúsund krónur. Heimsmet endar með gjaldþroti Móður- félag rekstrarfélags Bang & Oluf- sen á Íslandi, Næstu aldamót ehf., var úr- skurðað gjald- þrota í Héraðs- dómi Reykjavíkur í apríl síðastliðnum. Næstu aldamót ehf. átti félagið Alda- mót ehf. sem var rekstrarfélag versl- unar í Síðumúla 21 sem seldi dönsku Bang & Olufsen-raftækin á Íslandi. Á árunum fyrir íslenska efnahagshrun- ið urðu Bang & Olufsen-raftæki að ákveðnu stöðutákni meðal ákveðins hóps á Íslandi sem hafði mikla fjár- muni á milli handanna. Íslendingar fjárfestu næstmest allra þjóða í heim- inum í Bang & Olufsen-raftækjum á árunum 2005 til 2008. Fréttir vikunnar í DV 1 2 3 Ný kynslóð Rafskutlur -frelsi og nýir möguleikar Einfaldar í notkun og hagkvæmar í rekstri Stórhöfða 25 • Sími 569 3100 • eirberg.is Opið virka daga kl. 9 -18, lokað á laugardögum 1. maí til 31. ágúst Sýningarstjórum listasýningarinnar Koddu hefur borist hótun um mál- sókn vegna ljósmyndar Jónasar Björg- vinssonar af friðarsúlunni í Viðey sem notuð var í listaverk – samsetta ljósmynd af tvíkynja mannveru í líki Bjarna Ármannssonar, með Friðarsúl- una í bakgrunni. Í bréfi sem lögmaður ljósmyndarans, Tómas Þorvaldsson, sendi á sýningarstjórana þann 6. maí er þess krafist að sýningarstjórarnir greiði ljósmyndaranum 300 þúsund króna bætur fyrir að hafa notast við ljósmynd hans í verkinu. Í svari sýn- ingarstjóranna kemur meðal annars fram að verkið sé boðskapur friðar og kærleika. Fáar listasýningar hafa vakið jafn mikla athygli og sýningin Koddu. Þess hefur meðal annars verið krafist að verkinu Fallegasta bók í heimi verði eytt. Verkið er til sýnis í svörtu viðar- búri í Alliance-húsinu á Granda. Warhol líka hótað Í bréfi lögmannsins er þess krafist að ljósmyndaverkið verði tekið af heima- síðu Nýlistasafnsins, fjarlægt úr sýn- ingarrými þess, sem og úr öllum sýn- ingarskrám og þær afturkallaðar sem þegar hefur verið dreift, viðkomandi plakötum eytt og hætt verði við notk- un ljósmyndarinnar af hálfu Koddu í kynningarskyni í öllum miðlum. Held- ur lögmaðurinn því fram að um sé að ræða brot á höfundarréttarlögum sem og brot á sæmdarrétti höfundar. Þá er sagt að sýningarstjórarnir hafi farið með rangfærslu þegar þeir sögðu listamanninn Andy Warhol hafa ver- ið heimilt að nota ljósmyndir í eigin þágu. Það hafi honum ekki verið heim- ilt, enda hafi hann fengið á sig og verið hótað málsóknum í mörgum tilfellum. Í bréfinu kemur einnig fram að verði sýningarstjórarnir ekki við beiðninni innan tveggja daga muni ljósmyndar- inn leita réttar síns fyrir dómstólum. Tilkall til friðar Ásmundur Ásmundsson, listamað- ur og einn sýningarstjóranna, segir að þau hafi ekki tekið þessari hótun um málshöfðun alvarlega. Aðspurður hvort það sé ekki mikil framkvæmd að fjarlægja verkið úr öllum sýningar- skrám og eyða því hvar sem það finnst segir Ásmundur að sýningarstjórun- um detti ekki til hugar að fara eftir slík- um fyrirmælum. Í bréfi frá sýningarstjórunum, þeim Ásmundi Ásmundssyni, Hann- esi Lárussyni og Tinnu Grétarsdóttur, sem DV hefur undir höndum segir að grunnhugmynd verksins Nafnlaust sé boðskapur friðar og kærleika. Í því hafi í bestu trú verið notuð einföld kynn- ingarmynd af Friðarsúlunni sem birst hefur hér og þar á veraldarvefnum. Skilningur þeirra sé sá að bakgrunnur verksins  sé listaverk í eigu Yoko Ono, landsmanna allra og í raun mann- kynsins alls, sem öllum sé heimilt að nota til að koma friðarboðskap á fram- færi. „Nú hefur þriðji aðili gert sérstakt tilkall til yfirráða yfir Friðarsúlunni sjálfum sér til framdráttar og vill gera Friðarsúluna ásamt þeim boðskap sem hún stendur fyrir að féþúfu,“ segir í bréfinu. Bjóða „afnotagjald“ „Við erum ekkert að bíða eftir við- brögðum, við erum bara að pæla í einhverju öðru,“ segir Ásmundur þegar hann er spurður hvort þau hafi fengið svar við bréfi sínu. Hann seg- ir ljósmyndarann og lögfræðinginn misskilja verkið. „Eins og kemur fram í bréfinu tala þeir um að við séum að sýna mynd eftir Jónas en það er auð- vitað algjör della. Þeir eru að misskilja þetta. Við erum að sýna mynd sem við gerðum. Þannig að það er alveg fárán- legt að segja að hann hafi gert mynd- ina af Bjarna Ármannssyni.“ Sýningarstjórarnir bjóðast í bréfi sínu til þess að borga tíu þúsund króna „afnotagjald“ til Jónasar og Tómas- ar. Verði því hafnað bjóðast þeir til að breyta verkinu með þeim hætti að allur bakgrunnur myndarinnar verði fjarlægður með stafrænni tækni. Eftir muni einungis standa Friðarsúlan sem og leðurblökur sem flögra í kringum friðargeislann og tákn fyrir geislavirkni í fjöruborðinu. Telja sýningarstjórarn- ir að ómögulegt sé að ganga lengra í breytingum á verkinu. Í lok bréfsins kemur fram að þau vonist eftir jákvæð- um viðbrögðum, boðskapur friðar sé eitt af brýnustu málum samtímans. „Nú hefur þriðji aðili gert sérstakt tilkall til yfirráða yfir friðarsúlunni sjálfum sér til framdráttar og vill gera Friðarsúluna ásamt þeim boðskap sem hún stendur fyrir að féþúfu. Hótað málsókn vegna friðarsúlu n Sýningarstjórum Koddu hefur borist hótun um málsókn n Þess er krafist að ljósmyndaverki verði eytt úr öllum sýningarskrám n Segja ljósmyndara gera tilkall til yfirráða yfir Friðarsúlunni Verði eytt Þess er krafist að þessu verki verið eytt úr sýningarskrám, það fjarlægt úr sýningarrými Nýlistasafnsins og notkun ljósmyndarinnar verði hætt á öllum miðlum. Hótað málsókn Fáar listasýningar hafa vakið jafn mikla athygli og sýningin Koddu, nú hefur sýningar- stjórunum verið hótað málsókn. mynd SigTryggur ari Jón Bjarki Magnússon blaðamaður skrifar jonbjarki@dv.is Sagðist hafa banað konu: Með lík í skottinu Kona um tvítugt fannst látin í far- angursgeymslu bifreiðar við Land- spítalann í Fossvogi á áttunda tímanum á fimmtudagskvöld. Karl- maður, sem ók bílnum, vísaði á líkið. Maðurinn, sem lögreglan segir að sé um tvítugt, var handtekinn en hann sagðist hafa orðið stúlkunni að bana samkvæmt upplýsingum frá lög- reglu. Málsatvik eru óljós enda rann- sókn málsins á algjöru frumstigi og veitir lögreglan ekki frekari upplýs- ingar um það að svo stöddu. Mikill viðbúnaður var við Landspítalann vegna málsins. Lögreglan girti vett- vanginn af með hvítum skilrúmum. Eftir að tæknideild og rannsóknar- menn höfðu verið að störfum í rúm- lega klukkustund var lík konunnar fært úr farangursgeymslunni og flutt á brott. Bifreiðin var flutt af vettvangi skömmu síðar en hún er af gerðinni Mitsubishi Galant. Skráður umráða- maður bifreiðarinnar er samkvæmt Ökutækjaskrá Credit Info 25 ára karlmaður en ekki liggur fyrir hvort hann er maðurinn sem lögreglan hefur í haldi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.