Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 4
4 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað
Fékk sekt fyrir að leggja í stæði fyrir fatlaða:
Ósátt við Bílastæðasjóð
„Ég er bara alls ekki sátt við þetta og
finnst þetta vera valdníðsla,“ segir
Brynhildur Magnúsdóttir sem fékk 10
þúsund króna sekt frá Bílastæðasjóði
á dögunum. Sektina fékk hún fyrir að
leggja í stæði á Fríkirkjuvegi í Reykja-
vík sem borgaryfirvöld vilja meina að
sé ætlað fötluðum. Brynhildur er ekki
sammála og telur sig hafa lagt bíl sín-
um fyrir aftan stæði sem merkt er fötl-
uðum og bendir á myndina sem fylgir
þessari frétt, máli sínu til stuðnings.
Stæðið er hvorki afmarkað með bláum
lit í götunni né með ámálaðri hjóla-
stólamynd eins og oft einkennir stæði
fyrir fatlaða. Einunigs er skilti við stæð-
ið sem gefur til kynna að það sé ætlað
fötluðum.
Brynhildur sendi Bílastæðasjóði
tvö andmælabréf vegna málsins, þar
sem hún krefst þess að sektin verði
felld niður. Hún fékk synjun í bæði
skiptin.
Í bréfunum segist Brynhildur með-
al annars hafa gert ráð fyrir því að skilt-
ið væri fyrir miðju stæðisins, því ekki
sé merkt hvar stæðið byrjar eða endar.
Þrátt fyrir tvær synjanir ætlar
Brynhildur ekki að gefast upp. „Ég
reyndar borgaði þetta svo sektin færi
ekki upp í hundrað þúsund krónur,
en ég er samt ekkert sátt við þetta fyrir
því.“
Bjarki Kristjánsson, rekstrarstjóri
Bílastæðasjóðs, segir að umrætt stæði
sé hellulagt og því greinilega afmarkað.
Í tilviki konunnar hafi hún því vænt-
anlega farið inn á hellulagða svæðið.
„Stæði fatlaðra eru yfirleitt lengri en
venjuleg stæði og yfirleitt er miðað við
eina og hálfa bíllengd í svona stæð-
um. Það er gert ráð fyrir að það komist
stór bíll með lyftu fyrir í stæðinu,“ segir
Bjarki. Aðspurður segir hann það ekki
endilega venju að stæði fyrir fatlaða
séu merkt á götunni, til dæmis með
bláum lit, og það hafi ekkert lagalegt
gildi. Skiltið sé það eina sem hafi laga-
legt gildi.
solrun@dv.is
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
– Afslátt eða gott verð?
Reykjavík - Reykjanesbæ
Akureyri - Húsavík
Vestmannaeyjum
Verið sýnileg í sumar!
– tilvalið í hjólaferðina
Varúðarvesti
kr. 890
Flísjakki með hettu
kr. 6.450Polo bolur
kr. 2.190
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
Skv. staðli
EN471
COOLPASS
ÖNDUNAREFNI
Tæplega fertugur karlmaður, Pétur
Emil Gunnarsson, bíður ákæru fyrir
fjárdrátt í Héraðsdómi Vesturlands.
Þingfesta átti ákæruna á þriðjudags-
morgun. Ekki tókst hins vegar að
birta Pétri Emil ákæruna og var hann,
eða lögmaður hans, því ekki við-
staddur þegar þingfesta átti ákæruna.
Þingfestingin gekk því ekki í gegn.
Heimildir DV herma að ástæðan fyrir
þessu sé sú að Pétur Emil hafi stung-
ið af til Bretlands þar sem hann fer
huldu höfði.
Pétur Emil hefur stundað það upp
á síðkastið að selja íslenskum fóta-
boltaáhugamönnum miða á leiki
með Manchester United í Meistara-
deild Evrópu. Hann hefur meðal
annars sett sig í samband við fólk á
samskiptasíðunni Facebook auk þess
sem hann hefur haft samband við
það í gegnum síma. Pétur Emil tekur
við greiðslu fyrir miðana með því að
láta millifæra peninga á sig í gegnum
heimabanka. Kaupendur miðanna fá
þá hins vegar aldrei afhenta en Pétur
Emil heldur söluverði miðana eftir.
Hefur hann blekkt fólk með þessum
hætti um nokkurt skeið og selt miða
á leiki Manchester United gegn Chel-
sea, Schalke og Barcelona með þess-
um hætti og stungið peningunum svo
undan.
Ákæran gegn Pétri Emil sem þing-
festa átti á þriðjudaginn fjallar þó ekki
um þennan meinta fjárdrátt heldur
annars konar fjárdráttarmál að sögn
Höllu Bergþóru Björnsdóttur, setts
sýslumanns á Akranesi. Pétur Emil
virðist því hafa verið nokkuð stórtæk-
ur upp á síðkastið.
Keyptu fjóra miða
Eitt fórnarlamba Péturs Emils sem
DV ræddi segist hafa keypt miða
af honum á úrlistaleik Manchester
United og Barcelona, sem fram fer
þann 28. maí næstkomandi, á 90 þús-
und krónur. Þá keypti kærasta hans
einnig miða af Pétri Emil fyrir sama
verð, auk bróður hans og vinar. Sam-
tals hafði Pétur Emil því 360 þúsund
krónur af fjórmenningunum.
Öll eru þau miklir stuðnings-
menn Manchester United en svo
virðist sem Pétur Emil hafi sérstak-
lega herjað á eldheita stuðnings-
menn Manchester-liðsins og oft
átt erindi sem erfiði. Þannig virðast
miklir stuðningsmenn liðsins reiðu-
búnir að taka nokkra áhættu til að
komast á leiki með liðinu í Meist-
aradeildinni. Einnig kann að vera að
fótboltaáhuginn blindi fólk þannig
að gæti ekki nægilega vel að sér þeg-
ar kemur að gylliboðum sem tengj-
ast Manchester-liðinu. „Ég lagði
aleiguna í þetta,“ segir viðmælandi
DV, sem er búsettur á Akranesi, auk
þess sem einn félaga hans keypti
miðann sinn á yfirdrætti.
Pétur Emil er uppalinn á Akra-
nesi og gekk þar í skóla þegar hann
var yngri. Viðmælandi DV segist hafa
kært Pétur Emil til lögreglunnar á
Akranesi þegar miðarnir á úrlistaleik-
inn bárust ekki líkt og rætt hafði ver-
ið um.
Einkaþotan kom aldrei
Önnur fórnarlömb Péturs Emils sem
DV hefur spurnir af greiddu honum
75 þúsund krónur fyrir miða á leik
með Manchester United í Meistara-
deildinni auk flugmiða til þess lands
sem leikurinn átti að fara fram í. Þá
fylgdi það einnig með að miðarnir
ættu að vera í VIP-stúku og að mað-
urinn ætti að fá mat meðan á leikn-
um stæði.
Þá var einum sagt að Pétur Emil
ætlaði að bóka fyrir hann far út á
leikinn með flugfélaginu Icelandair.
Þegar flugmiðinn út hafði ekki bor-
ist til mannsins degi áður en leikur-
inn átti að fara fram hafði viðkom-
andi samband við Pétur Emil. Þá
sagði hann það ekki hafa gengið að fá
flugmiða með Icelandair til viðkom-
andi lands en svo heppilega vildi til
að hann þekkti Bandaríkjamenn sem
væru á leiðinni með einkaþotu frá
Ameríku til Evrópu daginn eftir og að
maðurinn gæti bara einfaldlega feng-
ið far með þeim út, þeir myndu pikka
hann upp á Reykjavíkurflugvelli dag-
inn eftir.
Fótboltaáhugamaðurinn trúði
Pétri Emil og fór út á Reykjavíkurflug-
völl daginn eftir – á leikdag. Einka-
þota Bandaríkjamannanna kom
hins vegar aldrei og maðurinn fór
frá Reykjavíkurflugvelli með skottið á
milli lappanna og 75 þúsund krónum
fátækari.
Svikarinn hafði 360
þúsund af vinahópi
n Svikahrappur hafði fé af stuðningsmönnum Manchester United n Selur miða á leiki í
Meistaradeildinni sem aldrei berast n Bíður ákæru fyrir fjárdrátt n Kærður til lögreglu
„Ég lagði aleiguna
í þetta.
Ingi Freyr Vilhjálmsson
fréttastjóri skrifar ingi@dv.is
Herjar á Manchester-menn Pétur Emil hefur herjað á aðdáendur Manchester United á Íslandi og stolið háum fjárhæðum frá nokkrum
þeirra. Einn besti leikmaður Manchester-liðsins, Javier Hernandez, sést hér í leik með liðinu. Mynd rEUtErS
Ísland berst
gegn ofbeldi
Ísland varð á miðvikudag á meðal
fyrstu 13 aðildarríkja Evrópuráðsins
til að undirrita samning um að koma
í veg fyrir og berjast gegn ofbeldi
gagnvart konum og heimilisofbeldi,
eftir því sem fram kemur í tilkynn-
ingu frá utanríkisráðuneytinu. Þetta
er fyrsti bindandi alþjóðasamning-
urinn sem tekur heildstætt á barátt-
unni gegn ofbeldi gegn konum.
Samningurinn er lagarammi um
vernd kvenna gegn ofbeldi, forvarn-
arstarf, saksókn á hendur gerendum
og útrýmingu ofbeldis gegn konum
og heimilisofbeldis. Eftirfylgni með
innleiðingu samningsins í hverju
landi fyrir sig er einnig hluti hans.
Fastafulltrúi Íslands hjá Evr-
ópuráðinu, Berglind Ásgeirsdóttir
sendiherra, undirritaði samninginn
fyrir Íslands hönd á ráðherrafundi
Evrópuráðsins, sem nú stendur yfir
í Istanbúl í Tyrklandi. Auk Íslands
undirrituðu Austurríki, Finnland,
Frakkland, Grikkland, Lúxemborg,
Portúgal, Slóvakía, Spánn, Svart-
fjallaland, Svíþjóð, Tyrkland og
Þýskaland samninginn.
Keyrt á konu við
Suðurlandsbraut
Keyrt var á konu sem var á leið út
úr Lyfjaveri á Suðurlandsbraut 22
á miðvikudagskvöld. Þegar konan
gekk út á götuna kom bíll akandi og
konan lenti fyrir honum.
Starfsmaður apóteksins stað-
festi þetta í samtali við DV og sagði
tvo sjúkrabíla og lögreglu hafa verið
fljóta á vettvang eftir að tilkynnt
hafði verið um slysið. Talið var að
konan hefði ökklabrotnað þegar
bíllinn ók á hana. Henni var ekið á
slysadeild Landspítalans.