Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Side 6
6 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað Um tvö þúsund leita til Mæðrastyrksnefndar í hverjum mánuði: Átta hundruð á einum degi „Hópurinn hefur breyst. Eldri borg- urum fjölgar og öryrkjum sem og einstæðum mæðrum og einstæð- um feðrum. Útlendingum hefur að- eins fækkað, það er að segja ein- stæðum karlmönnum, en við sjáum fleiri fjölskyldur sem eru af erlendu beri brotnar,“ segir Ragnhildur Guð- mundsdóttir, formaður Mæðra- styrksnefndar, um hvaða þjóðfélags- hópar leiti sér helst aðstoðar hjá nefndarinnar nú um stundir. Úthlutun hjá Mæðrastyrksnefnd fer fram á miðvikudögum og seg- ir Ragnhildur að jafnaði upp undir tvö þúsund einstaklinga fá matarút- hlutun í mánuði hverjum. Miðviku- dag fyrir páska komu átta hundruð manns og leituðu sér aðstoðar. Þá tölu má síðan margfalda með 2,5 til að fá tölu þeirra einstaklinga sem njóta góðs af úthlutuninni. Ragn- hildur segist finna mikið vonleysi og óöryggi hjá fólki og það sé orð- ið þreytt á langvarandi erfiðleikum. „Mín tilfinning er sú að fólki líði illa. Það er óöruggt og það er vansælt. Óöryggið er mikið þegar það sér fram á að geta ekki séð fjölskyldunni sinni farborða. Fólk með lágmarkstekjur eða -framfærslu er oft þannig statt að þegar fer að líða á mánuðinn eru tekjurnar bara búnar. Við sjáum fleiri sem búa við slæmar aðstæður.“ Hún bendir á að meðan verðlagið hækkar stöðugt standi launin í stað. „Þörfin fyrir að bæta bæði aðstoð þessa fólks og koma á jöfnuði er mikil. Húsa- leigubætur eru lágar miðað við húsa- leigu sem þarf að borga. Húsaleiga er oft alveg uppi í toppi og fólki er stillt upp við vegg hvað það varðar, það á engra kosta völ,“ segir hún. „Ég myndi vilja að þeir sem vinna fulla vinnu þyrftu ekki að koma til okkar en einnig vildi ég að staða aldr- aðra yrði bætt. Það var mikið högg fyrir þann hóp þegar lögin voru sett 2009 og ellilífeyririnn var tekjutengd- ur við lífeyrisgreiðslur hjá eldri borg- urum.“ L A U G A V E G I 1 7 8 Sími: 568 9955 - www.tk. is Opið: mánud-föstud.12-18 - laugard.12-16 - sunnud. LOKAÐ Erum flutt að Laugavegi 178 (næsta húsi við frægustu bensínstöð landsins) BRÚÐKAUPS GJAFIR 20 teg. Söfnunarstell 20 teg. Söfnunarhnífapör 20 teg. Söfnunarglös iittala vörur - hitaföt o.fl. Brúðhjón sem skrá óskalistann hjá okkur fá fallega gjöf og lenda einnig í lukkupotti DEUTSCHE BANK RÉÐ FORSTJÓRA ACTAVIS n Deutsche Bank hreifst af Claudio Albrecht vegna ráðgjafarstarfa hansn Fulltrúi Landsbankans er stjórnarformaður Actavis Group Fulltrúar þýska bankans Deutsche Bank höfðu milligöngu um það að Dr. Claudio Albrecht var ráðinn forstjóri Actavis síðasta sumar. Eins og DV sagði frá í blaði sínu á föstudag létu þeir Clau- dio Albrecht og Peter Prock, nú- verandi aðstoðarforstjóri Actavis, af störfum hjá þýska samheita- lyfjafyrirtækinu Ratiopharm árið 2005, viku eftir að þýska blaðið Stern birti blaðagrein um meint- ar mútugreiðslur Ratiopharm til 1.000 þýskra lækna. Á þeim tíma var Albrecht forstjóri Ratiopharm og Prock fjármálastjóri. Prock var ráðinn til Actavis síðasta sum- ar líkt og Albrecht. Áður en þeir gengu til liðs við Actavis ráku þeir saman ráðgjafarfyrirtækið Cy- meth. Vildi aftur verða forstjóri Samkvæmt viðtali við Claudio Al- brecht í þýsku útgáfu Financial Times, sem bar titilinn Claudio Albrecht – fall eftir Ratiopharm, kemur fram að fulltrúar Deutsche Bank hafi verið mjög ánægðir með ráðgjafarstörf hans þegar Ac- tavis tók þátt í baráttunni um yfir- töku á Ratiopharm ásamt sænska fjárfestingarsjóðnum EQT, sem er í eigu sænsku Wallenberg-fjöl- skyldunnar, en að lokum var Rati- opharm yfirtekið af ísraelska sam- heitalyfjafyrirtækinu Teva í mars árið 2010. Þannig var Claudio Albrecht sendur í höfuðstöðvar Ratio- pharm í Ulm í Þýskalandi til að kynna yfirtökutilboð Actavis og EQT og var þar með kominn á sinn gamla vinnustað þar sem hann hafði látið af störfum árið 2005. Í viðtalinu segist Claudio Al- brecht hafa fengið ýmis atvinnu- tilboð eftir að hann lét af störfum hjá Ratiopharm. Hann hafi hins vegar langað að verða forstjóri í stóru lyfjafyrirtæki og tækifærið kom loks þegar hann var ráðinn til Actavis síðasta sumar að frum- kvæði Deutsche Bank. Fulltrú- um Deutsche Bank var fullkunn- ugt um hneykslismálið sem kom upp hjá Ratiopharm árið 2005 þegar Claudio Albrecht lét þar af störfum sem forstjóri. Bæði Clau- dio Albrecht og Peter Prock voru ráðnir til Actavis án auglýsingar. Eins og greint var frá í DV síð- asta föstudag svaraði Actavis ekki fyrirspurn DV um það hver hefði ráðið þá Claudio Albrecht og Pet- er Prock til Actavis og hvort þeim aðilum hefði verið kunnugt um að þeir hefðu látið af störfum hjá Ratiopharm árið 2005 í kjölfar mútumáls. Svarið við því virðist hins vegar ekki vera neitt laun- ungarmál og hefur Claudio Al- brecht sjálfur svarað því í samtali við þýsku útgáfu Financial Times að forsvarsmenn Deutsche Bank hafi haft frumkvæði að því að ráða hann til Actavis síðasta sumar eins og áður kom fram. Hneysklis- málið hjá Ratiopharm virðist ekki hafa skipt neinu máli. Lítil áhrif Björgólfs Thors DV óskaði einnig eftir því í fyrir- spurn til Actavis að fá að vita hverjir sætu í sjö manna stjórn félagsins. Því svaraði Actavis ekki frekar en öðrum atriðum sem DV spurðist fyrir um. Actavis sendi einungis frá sér yfirlýsingu sem sést með frétt þar sem fyrirtækið hótaði að grípa til lagalegra að- gerða. Samkvæmt heimildum DV er Sally Ingleson núverandi stjórn- arformaður Actavis Group fyrir hönd Landsbankans. Hún er for- stöðumaður áhættufjárfestinga hjá skilanefnd Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson á tvo fulltrúa í stjórn Actavis Gro- up. Hann situr sjálfur í stjórn auk Andra Sveinssonar, fjármálastjóra Novator og fyrrverandi stjórn- armanns í Landsbankanum. Deutsche Bank á síðan þrjá full- trúa í stjórn en það eru þeir Biense Visser, sem skráður er til heimilis í Hollandi, Henri Vanni, skráð- ur til heimilis í Mónakó, og Steve Pitts, skráður til heimilis í London í Bretlandi. Sjöundi stjórnarmað- urinn er síðan Dr. Claudio Al- brecht, forstjóri Actavis. Það vekur athygli að Sally Ingleson skuli vera stjórnarfor- maður Actavis Group. Svo virðist sem Deutsche Bank vilji ekki vera of sýnilegur í Actavis þrátt fyrir að bankinn eigi þrjá menn í stjórn. Einnig sést að Björgólfur Thor hefur lítil áhrif þar sem hann hef- ur einungis tvo stjórnarmenn. 1 Hver réð þá Claudio Albrecht og Peter Prock til Actavis og var þeim aðilum kunnugt um að Claudio Albrecht og Peter Prock var vikið frá Ratiopharm í lok árs 2005 vegna mútumála? 2 Ef svo er kom til tals að ráða þá ekki til Actavis vegna þessa máls? 3 Hverjir sitja í núverandi sjö manna stjórn Actavis? Fyrirspurn til Actavis Sally Ingleson, stjórnarformaður, fyrir hönd Landsbankans Dr. Claudio Albrecht, forstjóri Actavis Björgólfur Thor Björgólfsson, fulltrúi Novator Andri Sveinsson, fulltrúi Novator Biense Visser, fulltrúi Deutsche Bank Henri Vanni, fulltrúi Deutsche Bank Steve Pitts, fulltrúi Deutsche Bank Stjórn Actavis Group Yfirlýsing Actavis Vegna fréttar DV föstudaginn 6. maí: „Eftir samtöl við fréttamann og frétta- stjóra DV er ekki hægt að álykta annað en að blaðið ætli vísvitandi að birta ranga frétt. Actavis hefur boðið fréttamann- inum aðgang að gögnum sem sýna fram á þetta. Fyrirtækið og þeir einstaklingar sem fréttin fjallar um áskilja sér rétt til að grípa til viðeigandi lagalegra aðgerða.“ Vildi verða forstjóri Albrecht langaði að verða forstjóri í stóru lyfjafyrirtæki. Tækifærið kom þegar hann var ráðinn til Actavis. „Hann hafi hins vegar langað að verða forstjóri í stóru lyfjafyrirtæki og tæki- færið kom loks þegar hann var ráðinn til Acta vis síðasta sumar að frum- kvæði Deutsche Bank. Annas Sigmundsson blaðamaður skrifar as@dv.is Engin Björgólfsstofa en mætir samt: „Gleðiefni að sjá þetta hús rísa“ Björgólfur Guðmundsson, fyrr- verandi aðaleigandi Landsbank- ans, ætlar að mæta á opnunarhátíð Hörpu sem fram fer á föstudags- kvöld. Þóra Hall- grímsson eigin- kona Björgólfs staðfesti þetta við Pressuna: „Jú, auðvitað mætum við. Það er gleði- efni að sjá þetta hús rísa og þótt það sé fallegt núna verður það enn fallegra í haust þegar allt er tilbúið,“ sagði hún.  Björgólfur ætlaði á sínum tíma að vera stærsti fjárfestirinn í Hörpu í gegnum eignarhaldsfélagið Portus en eftir hrunið 2008 urðu nánast öll félög í hans eigu gjaldþrota og hann líka. Þegar góðærið stóð sem hæst voru meira að segja uppi hugmyndir um að sérstök Björgólfsstofa yrði í Hörpu til heiðurs fjárfestinum. Eftir að Björgólfur varð gjaldþrota fengu íslenskir skattgreiðendur byggingu Hörpu í fangið. Kostnaður við fram- kvæmd hennar hefur farið langt fram úr fyrstu áætlunum. Boðið verði upp á óverðtryggð lán Nefnd um verðtryggingu skilaði áliti sínu til Árna Páls Árnasonar, efna- hags- og viðskiptaráðherra, á fimmtu- dagsmorgun. Meðal þess sem nefndin leggur til er að framboð óverðtryggðra fasteignalána á lánamarkaði verði aukið. Í því skyni eigi Íbúðalánasjóður meðal annars að bjóða upp á slík lán. Einnig telur nefndin nauðsynlegt að hvatt verði til sparnaðar vegna kaupa á fasteign og búseturétti. Eygló Harð- ardóttir, þingmaður Framsóknar- flokksins, var formaður nefndarinnar. Það vekur athygli að nefndar- menn skiluðu þremur sérálitum. Í séráliti frá Eygló Harðardóttur, Arin- birni Sigurgeirssyni, Hrólfi Ölvissyni og Lilju Mósesdóttur kemur meðal annars fram að þau telji að innganga í Evrópu sambandið og upptaka evru sé hvorki forsenda þess að afnema verðtryggingu á Íslandi né að koma á stöðugleika í efnahagsmálum. Ekki gott ástand Ragnhildur Guðmunds- dóttir, formaður Mæðrastyrksnefndar, segir mikilvægt að lágmarkstekjur og örorkubætur hækki.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.