Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 13
Fréttir | 13Helgarblað 13.–15. maí 2011
Nýr kjarasamningur á
almennum vinnumarkaði
— Póstatkvæðagreiðsla er hafin
Hafin er sameiginleg póstatkvæðagreiðsla um nýjan kjarasamning
Eflingar-stéttarfélags, Verkalýðsfélagsins Hlífar og Verkalýðs- og sjó-
mannafélags Keflavíkur og nágrennis við Samtök atvinnulífsins fyrir störf á
almennum vinnumarkaði.
Atkvæðisrétt eiga allir félagsmenn í ofangreindum félögum sem vinna
eftir þessum samningi og greiddu félagsgjöld til einhvers þessara félaga í
mars/apríl 2011.
Kjörgögn og kynningarefni hefur verið sent út samkvæmt kjörskrá.
Fái einnhver sem telur sig eiga atkvæðisrétt ekki send kjörgögn, getur
viðkomandi snúið sér til skrifstofu síns stéttarfélags, og fengið sig færðan
á kjörskrá og greitt atkvæði, enda leggi viðkomandi fram launaseðil
sem sanni afdregin félagsgjöld í mars/apríl 2011.
Tekið er við kjörskrárkærum samkvæmt framansögðu til kl. 15.00 þriðju-
daginn 24. maí en þá lýkur atkvæðagreiðslu um samninginn.
Athugið. Til þess að tryggt sé að atkvæðið berist kjörstjórn fyrir lok tíma-
frests þá er nauðsynlegt að póstleggja svarumslagið í síðasta lagi
föstudaginn 20. maí. En þeir sem það vilja geta skilað svarumslaginu á
skrifstofu félaganna til kl. 15.00 þriðjudaginn 24. maí.
Reykjavík, 10. maí 2011.
Kjörstjórn
Flóabandalagsins
Efling-stéttarfélag
Verkalýðsfélagið Hlíf
Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis
Stjórnarmaður játar
markaðsmisnotkun
kröfur frá Glitni. Hann segir að kröf
urnar séu að mestu í erlendum mynt
um og því liggi ekki fyrir hvernig eigi að
uppreikna kröfurnar yfir í krónur vegna
dóma sem hafa fallið vegna ólögmætis
lána í erlendum myntum. „Það er stóra
spurningin, hvernig maður á að reikna
þetta,“ segir hann.
Skiptafundur er í þrotabúi Ice pro
perties á miðvikudaginn í næstu viku.
Magnús segir að þá muni meðal annars
verða rætt um viðskiptagjörninga sem
hann telur riftanlega. „Það eru til skoð
unar ráðstafanir sem gerðar voru innan
riftunartíma sem ekki hafa beint ver
ið til þess fallnar að auka endurheimt
ur kröfuhafa... Stundum gengur sjálfs
bjargarviðleitnin aðeins of langt.“
Magnús segist hins vegar ekki hafa
fundið vísbendingar um nein möguleg
lögbrot sem framið hafi verið í Ice pro
perties og því hafi hann ekki sent mál
félagsins til eftirlitsaðila eða ákæru
valdsins.
n „Sund tók gjarnan virkan þátt í fjárfestingum með öðrum eins og meðfylgjandi dæmi
úr fundargerð áhættunefndar Glitnis frá 30. janúar 2008 sýnir. Svo virðist sem Sund
hafi tekið á sig tímabundið og áhættulaust hlut í Northern Travel Holding fyrir Fons:
„Sund keypti á árinu 2007 um 22% hlut í NTH (Northern Travel Holding) móðurfélagi
Sterling, Iceland Express, Astreus o.fl. félaga í ferðaþjónustu. Glitnir fjármagnaði kaupin
með 2,8 milljarða láni með gjalddaga í desember. Engar tryggingar voru fyrir láninu
aðrar en hinn keypti hlutur. Áhættunefnd var hins vegar kunnugt um sölurétt Sunds og
kaupskyldu Baugs á eignarhlutnum. Í lok desember gerist það hins vegar að Fons lýsir því
yfir að hann muni kaupa eignarhlut Sunds í NTH í janúar og óskar eftir að fá að yfirtaka
ofangreint lán Sunds og leggja eignarhlutinn að veði fyrir láninu. Áður en það gerist (og
fyrir áramót) að Fons kaupir bréfin þurfti NTH að leysa til sín hlutinn ásamt láni Sunds
hjá bankanum. Það var gert með því að NTH keypti eigin bréf af Sund og haldi áfram í
lok janúar þegar Fons kaupir bréfin sbr. hér að ofan. NTH má halda á svona stórum hlut
í sjálfum sér ef það liggur fyrir að Fons muni kaupa þau í janúar. Fyrir á Fons 44% í fé-
laginu og FL Group með 34%. Í janúar hafa komið fram nýir kaupendur að eignarhlutnum
í félaginu. Um er að ræða nýstofnað eignarhaldsfélag í eigu Þorsteins Arnar Guðmunds-
sonar forstjóra NTH (50%) og Einars Þórs Sverrissonar (50%). Félagið verður stofnað
með lágmarkshlutafé. Óskað hefur verið eftir því að fá 100% fjármögnun á kaupin á
eignarhlutnum í NTH. Til tryggingar verði hinn keypti hlutur auk söluréttar á Fons hf.“
Um SUnd úr SkýrSlU rannSóknarnefndar alþingiS
Hljóp undir bagga með Fons
Össur Skarphéðinsson utanríkis
ráðherra skorar á ísraelsk yfirvöld
að leysa þegar í stað skattfé Palest
ínumanna til palestínskra stjórn
valda svo þau geti veitt borgur
um þjónustu og greitt opinberum
starfsmönnum laun.
Í kjölfar samnings Hamas og
Fatahhreyfinganna um sameigin
lega bráðabirgðastjórn stöðvuðu
Ísraelsmenn í byrjun maí greiðslur
á sköttum og tollum sem þeir safna
fyrir hönd Palestínumanna. Um er
að ræða frystingu á sem nemur
um 10 milljörðum íslenskra króna
en skattféð er um 70 prósent af
tekjum palestínsku heimastjórn
arinnar.
Utanríkisráðherra segir það
með öllu ótækt að Ísraelar setjist
með þessum hætti á fé sem með
réttu tilheyri Palestínumönnum.
Þeim beri að greiða það án taf
ar. Utanríkisráðherra hvetur Ísra
ela til að feta í fótspor Fatah og
Hamashreyfinganna sem nú hafi
grafið stríðsöxina og vinni að því
að mynda sameiginlega stjórn.
Össur fagnar samkomulagi þeirra
og vonast til þess að það verði Pal
estínumönnum happadrjúgt. Ein
hliða og ólögleg viðbrögð ísra
elskra stjórnvalda séu ekkert
annað en tilraun til að grafa und
an samkomulaginu og auka enn á
þjáningar óbreytts palestínsks al
mennings, sem treysti á opinbera
og erlenda aðstoð til að eiga fyrir
nauðþurftum. mikael@dv.is
Össur Skarphéðinsson stendur með Palestínumönnum:
Ísraelsmenn hirða skattféð
Össur Skarphéðinsson
Vill að Ísraelar feti í fótspor
Hamas og Fatah sem hafa
grafið stríðsöxina.