Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 16
16 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað „Með gerð tímabundinna nýtingar- samninga er rofið hið meinta eignar- réttarlega samband veiðiheimilda og það er tvímælalaust mikilvægasta at- riðið sem þetta frumvarp felur í sér,“ segir í greinargerð með drögum að frumvarpi um stjórn fiskveiða sem afgreitt var úr ríkisstjórn síðastliðinn þriðjudag og er enn til meðferðar í þingflokkum stjórnarflokkanna. Frumvarp Jóns Bjarnasonar, sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra, sem DV hefur undir höndum, leggst afar illa í útvegsmenn og telja þeir að frumvarpið brjóti gegn yfirlýsing- um og fyrirheitum sem gefin voru af hálfu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamninga. Forystumenn at- vinnurekenda og útvegsmanna féllust á að koma aftur að samningaborði um kaup og kjör í byrjun maí á grundvelli yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar. Kjara- samningar tókust, en fyrirvarar tengj- ast mati Samtaka atvinnulífsins á því hvort ríkisstjórnin efni loforð sem at- vinnurekendum voru gefin um fram- kvæmdir, atvinnuleiðina og fleira í lok apríl síðastliðins. Túlka frumvarpið sem svikið loforð Í bókun ríkisstjórnarinnar frá 5. maí er kveðið á um málsmeðferð frum- varpsins, sem fram er komið, og er nú í höndum þingflokka stjórnarflokk- anna. Bókuninni var ætlað að róa at- vinnurekendur en þó einkum Lands- samband íslenskra útvegsmanna. Þar segir að þegar sjávarútvegsráð- herra hafi gengið frá frumvarpinu og það fengið umfjöllun í ríkisstjórn og í þingflokkum stjórnarflokkanna verði það fyrir endanlega afgreiðslu og framlagningu kynnt helstu hags- munaaðilum sem tengjast sjávarút- vegi á lokuðum trúnaðarfundum. Eft- ir framlagningu frumvarpsins verði stefnt að því að koma því til nefndar og út til umsagnar að lokinni 1. umræðu. „Þegar fyrir liggur sú hagfræðilega greining, sem unnið er að á áhrifum fyrirhugaðra breytinga á rekstrarskil- yrði og starfsumhverfi sjávarútvegs- ins, tilnefni SA og ASÍ einn fulltrúa hvor ásamt fulltrúum stjórnarflokk- anna til að fara yfir niðurstöðu grein- ingarinnar. Þetta verði gert í því skyni að leita leiða til að ná frekari sátt um útfærslur sem tryggi sjávarútveginum góð rekstrarskilyrði...“ Umrædd greining á áhrifum breyt- inganna á að liggja fyrir um næstu mánaðamót en atvinnurekendur áskilja sér allan rétt og hafa þegar lýst því að frumvarpið skerði starfsemi greinarinnar. Nauðsynlegt að hækka veiðigjald Þórólfur Matthíasson hagfæðiprófess- or kveðst ekki hafa séð frumvarpið, en beinir sjónum sínum að raunveru- legri innlausn kvótans, nýtingarsamn- ingum til 15 ára gegn gjaldtöku og þar með áformum um að tvöfalda veiði- gjaldið. „Það er fyrirsjáanlegt að hagn- aður sjávarútvegsins verður mik- ill næstu misserin vegna lágs gengis krónunnar og gjaldeyrishafta. Það er ljóst að aðrar greinar geta ekki keppt við greinina í launum á næstunni, ekki einu sinni aðrar útflutningsgrein- ar eða greinar eins og ferðaþjónustan sem hefur drjúgan hluta tekna sinna í erlendum gjaldeyri. Með þessu get- ur skapast mikið ójafnvægi og aðrar greinar en sjávarútvegur yrðu að velta kostnaði út í verðlag með tilheyrandi verðbólgu rétt eins og á árum áður. Það er því beinlínis nauðsyn að hækka gjaldið fyrir aðganginn að auðlindinni til að auka efnahagslegt jafnvægi,“ seg- ir Þórólfur. Þess má geta að í frumvarpinu er lögð til tvöföldun á veiðigjaldi úr 9,5 prósentum í 19 prósent. Með þessari hækkun er talið að komið sé til móts við þau sjónarmið að þjóðin eigi að njóta meiri hlutdeildar í þeim arði sem auðlindir sjávar gefa. Kvóti engin einkaeign Meginatriði frumvarpsins eru eftir- farandi, eins og þau eru tekin saman í greinargerð með frumvarpinu: 1) Áfram verður lögfest að nytjastofnar á Íslandsmiðum verði þjóðareign eftir því sem nánar er ákveðið í lögunum. Óheimilt verði að selja auðlindina eða láta varanlega af hendi. Með sérstök- um samningi megi veita einstakling- um og lögaðilum tímabundinn rétt til afnota eða hagnýtingar á auðlindinni, gegn gjaldi. 2) Úthlutun veiðiheimilda og gerð samninga um nýtingarleyfi á afla- heimildum mynda ekki eignarrétt eða óafturkallanlegt forræði einstakra að- ila yfir veiðiheimildum. 3) Samningar um nýtingarleyfi á afla- heimildum verða í upphafi að jafnaði til 15 ára og nýtingarleyfishafi á rétt á viðræðum um endurskoðun og hugs- anlega framlengingu samnings. 4) Samningshafar eiga ekki óskoraðan rétt á framlengingu samnings. 5) Komi til framlengingar á nýtingar- samningum skal hún vera átta ár. 6) Með gerð tímabundinna nýtingar- samninga er rofið hið meinta eignar- réttarlega samband veiðiheimilda og er það talið án nokkurra tvímæla mik- ilvægasta atriðið sem frumvarpið fel- ur í sér. 7) Bann verður lagt við veðsetningu á aflahlutdeild og réttindum á grund- velli nýtingarsamninga um aflahlut- deild. Slík réttindi verða ekki aðfarar- hæf og falla því niður við gjaldþrot. Gera þarf breytingar á ýmsum lögum til að tryggja þetta og verður lagt fram sérstakt frumvarp sem að þessu lýtur. Þetta ákvæði merkir að ekki er hægt selja veiðiheimildir nauðungarsölu á uppboði. Ríkið tekur helming aukningar 8) Aflaheimildum verður skipt í tvo flokka; annar þeirra (1) byggist á nýt- ingarsamningum en hinn (2) verð- ur til ráðstöfunar af hálfu ríkisins og skiptist í nokkra hluta. Áætlað er að allt að 15 prósent þorksígilda verði í flokki 2 að loknum 15 ára samnings- tíma en 85 prósent bundin nýtingar- samningum. 9) Sérreglur gilda þó um þorsk, ýsu, ufsa og steinbít og gert ráð fyrir að eingöngu aukning aflamarks (kvóta) verði flutt yfir í flokk 2. Af aukningu aflamarks eiga 60 prósent að falla í hlut flokks 1, en 40 prósent renna til flokks 2. Þessi skipting á að gilda þar til leyfilegur heildarafli þessara fiskteg- unda fer yfir meðalafla undangeng- inna 20 ára. Þegar þeim afla er náð á helmingur aukningar umfram það magn að renna til flokks 1 og helming- ur til flokks 2. Þetta merkir að ef til dæmis þorskveið- ar verða auknar um 40 þúsund tonn, úr 160 þúsund tonnum í 200 þúsund tonn, kæmu 16 þúsund tonn af aukn- ingunni í hlut ríkisins. Þannig yrðu 8 prósent heildarþorskveiðiheimild- anna í höndum ríkisins strax og lögin tækju gildi miðað við að þorskkvótinn verði 200 þúsund tonn. 10 ) Ríkishluti kvótans, flokkur 2, skipt- ist í a. Strandveiðihluta; b. Byggða- hluta; c. Leiguhluta; d. Línuívilnun- arhluta og e. Bótahluta. Gera má ráð fyrir að meirihluti þessa kvóta verði ávallt boðinn til leigu. Framsal takmarkað 11) Veiðigjald verður tvöfaldað frá því sem nú er ef frumvarpið nær fram að ganga. 12) Gert er ráð fyrir að tekjur af veiði- gjaldi skiptist þannig að 50 prósent þess renni í ríkissjóð, 30 prósent til sjávarbyggða og 20 prósent til þróun- ar- og markaðsmála í sjávarútvegi. 13) Varanlegt framsal aflaheimilda verður bannað. Þó er í bráðabirgða- ákvæði til 15 ára heimild til varanlegs framsals, með þeim takmörkunum að sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra á fyrir hönd ríkissjóðs, sem og sveitarfélög, skýran forleigurétt. Framsal innan sömu útgerðar verð- ur þó heimilt, án þess að forleigu- réttur sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra og sveitarfélaga eigi við. Við ákvörðun um hvort forleiguréttur sé nýttur skal gæta að jafnræði, byggða- sjónarmiðum og hagkvæmri nýtingu auðlindarinnar. 14) Framsal á aflamarki verður tak- markað innan fiskveiðiársins við 25 prósent og réttindi til framsals verða áunnin með veiðum. 15) Kvótaþingi verður komið á lagg- irnar á nýjan leik. 16) Þær breytingar eru lagðar til á fyr- irkomulagi byggðakvóta að sveitar- félögum verður gefinn kostur á að út- hluta veiðiheimildum sem þeim falla í hlut. 17) Ráðgert er að gildistími laganna verði 23 ár en það er sá tími sem nýt- ingarsamningar ná til auk einnar 8 ára framlengingar. Samningaleið og pottar Frumvarpið styðst við svokallaða samningaleið. Eins og segir í frum- „Með gerð tíma- bundinna nýting- arsamninga er rofið hið meinta eignarréttarlega samband veiðiheimilda og er það talið án nokk- urra tvímæla mikilvæg- asta atriðið sem frum- varpið felur í sér. n Harðnandi átök um stjórn fiskveiða á næstunni n Tvímæli tekin af um eign þjóðarinnar á auðlindinni n Veiðigjald tvöfaldað verði frumvarpið að lögum n Ríkið tekur allt að helming kvóta- aukningar n DV birtir efni frumvarpsins Uppskurðurinn á kvótakerfinu Jóhann Hauksson blaðamaður skrifar johannh@dv.is Mikil völd Ráðherra sjávarútvegsmála hefur mikil völd samkvæmt frumvarpi Jóns Bjarnasonar, jafnvel meiri en sumir stjórnarliðar kæra sig um. Tuga milljarða króna hagnaður Þórólfur Matthíasson hagfræðiprófessor bendir á að mikill hagnaður sjávarútvegsins skekki stöðu annarra greina og ýti undir verðbólgu. Því sé rétt að hækka veiðigjaldið.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.