Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 17

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 17
Fréttir | 17Helgarblað 13.–15. maí 2011 Bók fyrir dýravini jafnt sem mannvini Kötturinn sem gerði smábæ í Bandaríkjunum heimsfrægan salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Sannkölluð sumarkilja „Sagan af bókasafnskettinum Dewey er falleg og fyndin og færir manni aftur trú á hið góða í manneskjunni. Þetta er bók sem enginn kisuvinur má láta framhjá sér fara – bókin um litla kisu sem óvart setti Bandaríkin á annan endann!” Anne Kristine Magnúsdóttir Uppskurðurinn á kvótakerfinu varpinu er með nýtingarsamningum við núverandi kvótahafa rofinn mögu- legur séreignarréttur á óveiddum fiski í sjó. Að hinu leytinu er mælt með því að aflaheimildum á snærum ríkisins verði skipt í „potta“ þar sem annars vegar eru aflahlutdeildir og hins vegar bætur og ívilnanir. „Tilgangur þeirrar leiðar, en pottar eru í þessu frumvarpi nefndir hlutar, er fyrst og fremst að tryggja réttlátari skiptingu og dreifingu aflaheimildanna,“ eins og segir orðrétt í greinargerð með frumvarpinu. Strandveiðar festar í sessi Strandveiðimenn á sumum svæðum bera sig illa og telja að aflaheimildir og aðrar reglur sem þeim er gert að hlíta geri að verkum að varla sé unnt að lifa af veiðunum. Menn geti hvorki lifað né dáið eins og einn þeirra orðaði það við blaðamann. Í sérstöku frumvarpi er gert ráð fyrir að auka veiðiheimildir í strand- veiðum nú þegar. Að öðru leyti er víða fjallað um strandveiðar í frumvarp- inu. Í greinargerð um strandveiðihluta þeirra aflaheimilda sem koma í hlut ríkisins segir: „Til þessa hluta renna í upphafi 6.000 lestir af óslægðum botn- fiski... Þar að auki rennur til þessa hluta það magn af þorski og ufsa sem bætist við flokk 2 á hverju fiskveiðiári og tiltekið er hér á undan, þar til 2.400 lestir af þorski og 600 lestir af ufsa hafa bæst við strandveiðihlutann. Sjáv- arútvegs- og landbúnaðarráðherra er heimilt að ákveða í reglugerð að aukning aflamagns í strandveiðihluta geti runnið til flokks minni skipa með strandveiðileyfi. Landaður afli annarra fisktegunda en þorsks og ufsa í strand- veiðum skal dreginn af hluta c. í flokki 2, leiguhluta.“ Þetta merkir að til dæmis ýsuafli í strandveiðum kemur til frádráttar þess ýsukvóta sem boðinn verður til leigu á frjálsum markaði. En að öllu saman- lögðu eru í frumvarpinu fyrirheit um að veiðiheimildir í strandveiðum auk- ist á næstu misserum. Lækkar kvótinn í verði? Ljóst er að frumvarpið felur í sér um- talsverðar breytingar á stjórn fiskveið- anna verði það óbreytt að lögum. Ein- ar K. Guðfinnsson, Sjálfstæðisflokki, fullyrti á Alþingi fyrir helgina að breyt- ingarnar myndu lækka kvótaverð og hafa afar neikvæð áhrif á fjárhag bank- anna af þeim sökum. „Við höfum keypt nánast all- an okkar kvóta á frjálsum markaði með tilheyrandi lántökum. Fyrir um þremur árum keyptum við til dæm- is 220 tonna kvóta og höfum í raun- inni aldrei fengið að veiða  hann, þar sem veiðiheimildir fyrirtækisins voru skertar skömmu síðar um nánast sömu tölu,“ segir Garðar Ólason í sam- tali við vef LÍÚ fyrir helgina, en hann stýrir fiskverkun Sigurbjarnar í Gríms- ey. „Fyrirtæki eins og okkar, sem hefur keypt nánast allar sínar veiðiheimildir á frjálsum markaði, getur varla átt fyr- ir sér bjarta framtíð verði þessar hug- myndir að veruleika. Það er bara svo einfalt.“ Grímsey Útgerð í Grímsey hefur keypt allan sinn kvóta og ekki fengið að njóta hans vegna skerðinga. Engin framtíð verði frumvarpið að lögum, segir Garðar Ólason. Undirstöðurnar Útvegs- menn telja frumvarpið svik af hálfu stjórnvalda enda túlka þeir frumvarpið svo að það skerði rekstrargrundvöll greinarinnar. Á þetta kann að reyna eftir miðjan júní.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.