Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 20

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 20
Daníel Þorsteinsson og Hallgrímur Bogason, sem DV greindi frá á mið­ vikudaginn að hefðu verið kærðir til embættis ríkislögreglustjóra vegna gruns um að þeir hafi framið margs konar lögbrot, eru í kærunni sagðir hafa haft fé af fjölda manns. Í kær­ unni segir að Hallgrímur og Daní­ el hafi tekið við fjármunum frá Ís­ lendingunum á þeim forsendum að nota hefði átt þetta fé í fjárfestingar í Serbíu . Um þetta segir orðrétt í kærunni þar sem rætt er um tiltekin kæru­ atriði: „Hallgrímur Bogason og Daní­ el Þorsteinsson: Að hafa á tímabilinu júní 2007 til ágúst 2008 tekið við fjár­ munum í nafni SCS Holding ehf. frá nokkrum aðilum, skuldbundið fé­ lagið til endurgreiðslu, en lagt fjár­ munina inn á eigin reikninga og ráðstafað þeim í eigin þágu eða til annarra þarfa, SCS Holding óvið­ komandi. Fjármunir þessir voru því ekki notaðir til þeirra þarfa/verkefna sem þeir voru ætlaðir og skiluðu sér aldrei til félagsins.“ Þeir sem kæra þá Daníel og Hall­ grím heita Guðjón Jónsson, Hall­ ur Jónas Gunnarsson og Friðrik Atli Sigfússon. Kæran er nú á borði efna­ hagsbrotadeildar ríkislögreglustjóra sem væntanlega mun taka hana fyrir á næstunni. Lagði tíu milljónir í verkefnið Eiríkur Stefánsson er einn þeirra sem lögðu peninga í fasteignaverk­ efnið í Serbíu. Eiríkur segist hafa lagt tíu milljónir króna í verkefnið árið 2007 og að hann hafi ekki feng­ ið þessa peninga til baka. „Þú verður að athuga það, vinur minn, að þessir menn, Daníel Þorsteinsson og Hall­ grímur Bogason, eru búnir að hafa fé af fullt af fólki... Þú munt ekki ná að tala við nema brot af þeim sem þeir hafa vélað. Fólk skammast sín svo mikið fyrir þetta,“ segir Eiríkur. Hann segir að fjárfestingarverk­ efnið í Serbíu hafi verið kynnt fyr­ ir sér árið 2007 með þeim hætti að hann ætti að fá 20 milljónir króna til baka tveimur mánuðum síðar – 100 prósenta ávöxtun á stuttum tíma. „Ég lét inn í þetta tíu milljónir í nóvem­ ber 2007 á þeim forsendum að þeir myndu borga mér 20 milljónir til baka í febrúar 2008. Víxillinn var svo bara framlengdur aftur og aftur og stendur núna í 39 milljónum.“ Eiríkur segir að frá því að hann lagði peningana í verkefnið hafi þeir Daníel og Hallgrímur lofað að greiða honum víxilinn til baka en hafi ekki staðið við það. „Þetta eru ekkert ann­ að en fjársvik,“ segir Eiríkur. Tannlæknir tapaði miklu DV hefur sömuleiðis heimildir fyrir því að margir aðrir einstaklingar hafi tapað miklu á þessum fjárfestingum. Einn þeirra sem tapaði fjármunum á Daníel og Hallgrími og fasteigna­ verkefninu í Serbíu er tannlæknir sem búsettur er í Mosfellsbæ og heit­ ir Guðjón S. Valgeirsson. Heimildir DV herma að Guðjón hafi tapað fleiri milljónum króna á viðskiptum sín­ um við Daníel og Hallgrím. DV hefur fyrir þessu öruggar heimildir en náði ekki í Guðjón til að ræða við hann um málið fyrir helgi. DV hefur sömuleiðis rætt við fleiri aðila sem hafa tapað fjármunum á viðskiptum sínum við Hallgrím og Daníel. Þeir vilja hins vegar ekki koma fram undir nafni í umfjöllun­ inni um Serbíuviðskiptin. 20 | Fréttir 13.–15. maí 2011 Helgarblað Ármúla 40 • Sími 553 9800 • www.golfoutlet.is Opnunartilboð á ýmsum vörum! Erum flutt á jarðhæðina í Ármúla 40 Ryder-lið Evrópu og USA völdu Pro Quip regnfatnað Jakkar frá aðeins 17.900 Buxur frá aðeins 13.900 Vindjakkar og vesti frá 10.800 Opnunartími: virka daga 11 til 18 regnfatnaður Buxur og jakki 19.900 Nýkomin golfsett, driverar, rescue-kylfur, pokar og fleira frá þessum þekktu framleiðendum. Fastfold kerra Eitt handtak, gullverðlaun í Todays Golfer. 37.900 Stakar kylfur frá 4.800 Driverar frá 9.900 Pútterar frá 3.990 Golfbolir frá 3.990 Vatnaboltar stk. frá 80 Nýir boltar (15 stk.) frá 1.990 Golfskór verð frá 8.720 ALLT Á GÓÐU VERÐI ERUM AÐEINS MEÐ NÝJAR VÖRUR! Golfkerrur frá 5.990 Þriggja hjóla kerra á stórum dekkjum 19.900 Rafmagnskerrur frá 69.900 Barna- og unglingagolfsett Barnagolfsett frá 19.990 Stakar kylfur frá 4.300 Einnig driverar, kerrur, pokar, og hanskar. Golfsett í poka Heilt golfsett án poka, grafítsköft, dömu og herra 34.900 ½ sett í poka 26.500 Ingi Freyr Vilhjálmsson fréttastjóri skrifar ingi@dv.is Keyptu hús í Belgrad Kærendurnir telja að Hallgrímur og Daníel hafi gerst sekir um meint brot í viðskiptunum með fasteignina í Belgrad, meðal annars fjárdrátt, umboðssvik, skjalafals og fjársvik, auk meintra brota á lögum um einkahlutafélög, lögum um bókhald og lögum um árs- reikninga. Kærendurnir og Hallgrímur og Daníel áttu saman íslenskt eignarhaldsfélag, umrætt SCS Holding, sem hélt utan um eignarhlut þeirra í hlutafélagi í Serbíu sem stofnað var utan um fasteignakaup í Belgrad árið 2007. Fasteignin sem félagið keypti er 2.300 fermetrar og er í miðborg Belgrad. Auk þess að kæra þá Hallgrím og Daníel til lögreglunnar hér á landi hafa þeir leitað réttar síns fyrir serbneskum dómstólum. Málið er því til meðferðar í tveimur löndum. „Þetta eru ekkert annað en fjársvik“ n Fjöldi manna situr eftir með sárt ennið vegna viðskipta við Daníel Þorsteinsson og Hallgrím Bogason n Lögðu fjármuni í fasteignaverkefni í Serbíu n Eiríkur Stefánsson lagði tíu milljónir í verkefnið sem hann fékk ekki til baka Í Svartfjallalandi Daníel Þorsteinsson sést hér á hótelherbergi í Svartfjallalandi árið 2007. SCS Holding ætlaði sér að stunda fjárfestingar í landinu en það datt upp fyrir. Fjöldi manna tapaði miklu á fjárfestingum með Daníel og Hallgrími. „ Þú munt ekki ná að tala við nema brot af þeim sem þeir hafa vélað.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.