Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 26
26 | Erlent 13.–15. maí 2011 Helgarblað Nú þegar úrslitakvöld Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva, Eurovisi- on, er yfirvofandi er ekki úr vegi að rifja upp tilgang keppninnar þegar hún var sett á laggirnar, en það var einmitt að þjappa saman Evrópu- þjóðum sem voru enn að sleikja sár sín eftir hörmungar heimsstyrjald- arinnar síðari. Söngvakeppninni var ætlað að verða eitt af sameiningar- táknum álfunnar, rétt eins og Evrópu- fánanum og síðar „þjóðsöng“ Evrópu, Óðnum til gleðinnar, lokakafla 9. sin- fóníu Beethovens. Nú berast fregnir frá Brussel þess efnis að Evrópusambandið ætli sér að eyða allt að 400 milljónum evra til þess að styrkja enn frekar samkennd Evrópubúa, hina svokölluðu Evrópu- vitund. Ekki er með öllu ljóst hvernig verður farið að því. Evrópusamband- ið hefur í raun alltaf gert sitt til að styrkja Evrópuvitund og er Eurovision ekki eina dæmið um það. Friðarhugsjónin til grundvallar Sumarið 1941, þegar Ítölunum Al- tiero Spinelli og Ernesto Rossi var haldið föngnum á eyjunni Ventotene, var ómögulegt að spá fyrir um örlög Evrópu, enda stóð síðari heimsstyrj- öldin þá sem hæst. Þeir Spinelli og Rossi voru þó vissir í sinni sök þegar þeir spáðu því að örlög Evrópubúa yrðu samtvinnuð, hvort heldur undir ógnarstjórn Adolfs Hitler, eða, eins og þeir orðuðu það: „Evrópubúar munu ganga í gegnum byltingarkennda kreppu og munu eftir það ekki upp- lifa sig sem aðskilda eða girta af í föstu ríkisfyrirkomulagi.“ Samkvæmt þessu má draga þá ályktun að þeir Spinelli og Rossi hafi talið að það yrðu fyrst og fremst íbú- arnir sem myndu hafna fornföstu fyrirkomulagi þjóðríkisins og kjósa það sjálfir að búa í evrópsku sam- bandsríki. Lýsa þeir í Ventotene-yfir- lýsingunni enn fremur að ómögulegt sé að losna úr kviksyndi hernaðará- taka í hinu þjóðernismiðaða ríkjafyr- irkomulagi sem ríkt hafði. Segja þeir að ef nægilega margir menn í helstu löndum Evrópu skilji þetta, muni sig- ur senn falla í þeirra hendur. Ventotene-yfirlýsingin er óvé- fengjanlega eitt mikilvægasta skref Evrópusinna, en að margra mati lagði hún grunninn að sameiningarhug- sjóninni í Evrópu. Spinelli er enda gert hátt undir höfði í Evrópusam- bandinu, en bygging Evrópuþingsins í Brüssel er einmitt nefnd eftir hon- um. Sameinuð í menningu Það voru þó ekki íbúarnir sem áttu frumkvæði að Evrópusamrunanum, heldur stjórnvöld sex ríkja: Frakk- lands, Þýskalands, Ítalíu, Lúxem- borgar, Belgíu og Hollands. Upp- haflega var stefnt að efnahagslegri samvinnu, sem myndi síðar smitast yfir í aðra kima samfélagsins til að auka samkennd, eða téða Evrópuvit- und. Væru löndin á meginlandi Evr- ópu bundin sterkum efnahagslegum böndum, væri síður líklegt að vopn- uð átök myndu brjótast út á milli þeirra á nýjan leik, því þá myndu allir tapa. Jean Monnet, sem er í sama flokki og Spinelli sem einn af feðrum Evr- ópusamrunans, lét þó hafa eftir sér í hárri elli, að ef hann mætti byrja upp á nýtt þá myndi hann byrja á menn- ingunni. Monnet átti við Evrópu- vitundina, en grunnurinn að henni var ekki nógu sterkur að hans mati, en hann lét þessi orð falla á áttunda áratug síðustu aldar. Mikið vatn hef- ur runnið til sjávar síðan þá en dæmi um vel heppnað verkefni sem ætl- að var að styrkja Evrópuvitund er til dæmis ERASMUS, skiptinemaverk- efni á háskólastigi sem fjölmargir Ís- lendingar hafa nýtt sér. En af hverju er þessi aukna áhersla núna á að styrkja Evrópuvitundina enn frekar? Hriktir í stoðum sambandsins „Það er augljóst að það hefur hrikt í stoðum evrunnar í efnahagskrepp- unni, og einnig hefur hrikt í stoðum Schengen-samstarfsins. Einnig varð mikil breyting á ESB með stækkun- inni til austurs, þegar tíu lönd gengu í sambandið árið 2004. Áhrif þeirr- ar stækkunar hafa ekki enn kom- ið í ljós að fullu,“ segir Eiríkur Berg- mann Einarsson, forstöðumaður Evrópufræðaseturs við Háskólann á Bifröst. „Það hefur alltaf verið stefna ESB að til að halda Evrópu saman þurfi að efla Evrópuvitund. Það má til að mynda halda því fram, að öll menntaáætlun sambandsins hafi það að markmiði að efla þessa vit- und, að hvetja til samstarfs út fyr- ir landamæri. Annað sem vert er að nefna er auðvitað Eurovision-keppn- in, en hana stofnaði einn nánasti vin- ur Jeans Monnets, í þeim tilgangi að efla þessa evrópsku samkennd. Svo er líka uppgangur öfgahægriflokka á meginlandinu um þessar mundir og líklega er einnig verið að vinna gegn þeirri þróun.“ Göfug hugsjón en ekki fyrir Ísland Styrmir Gunnarsson, fyrrverandi ritstjóri Morgunblaðsins, er mikill áhugamaður um alþjóðamál. Hann lítur svo á að aukin samvinna Evrópu- þjóða sé eðlileg þróun, en tekur það skýrt fram að Ísland eigi þar þó ekk- ert erindi. „Nánara samstarf þjóða á meginlandi Evrópu er ekki neikvætt frá mínum sjónarhóli. Þetta eru þjóð- ir, sem hafa farið með stríð hver á hendur annarri öldum saman. Evr- ópusambandið er fyrst og fremst að- ferð þeirra til þess að tengjast slík- um hagsmunaböndum innbyrðis, að frekari stríðsrekstur sé út í hött. Fyrir tveimur áratugum sat ég á spjalli við skólasystur annarrar dótt- ur minnar, sem átti sér rætur í nokkr- um ólíkum löndum. Ég spurði hana hverrar þjóðar hún teldi sig vera. Hún horfði á mig og sagði: „Ég er Evrópu- búi.“ Það er ekkert neikvætt við það að fólk í Evrópu líti á sig sem Evrópu- búa eða að Evrópusambandið reyni að ýta undir þá sjálfsmynd. Hið eina sem er neikvætt er, ef það er gert á kostnað einhvers eða einhverra. Ef sagt væri við Íra: „Þið eigið ekki að líta á ykkur sem Íra heldur sem Evr- ópubúa.“ Þá væri slík nálgun röng að mínu mati. Evrópusambandið byggir á göfugri hugsjón og það er mikilvægt fyrir þjóðirnar á meginlandinu. En það þýðir ekki að Ísland eigi nokkurt erindi inn í það. Við höfum ekki farið með stríð á hendur nokkurri þjóð.“ Sjálfstæðisbylgja um allan heim Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, tekur enn dýpra í árinni og er þess full- viss að Evrópusambandið sé í n Evrópusambandið ætlar að eyða allt að 400 milljónum evra í að styrkja Evrópuvitund á næstu árum n Margt hefur verið notað til þess hingað til, meðal annars Eurovision n Vinna gegn efasemdum um evr- una og uppgangi hægriflokka Vilja styrkja EVrópuVitund „ ...hugsa frekar um hvað sameini Evrópuþjóðir, frekar en að hugsa um hvað sundri þeim. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Geirsgötu 7b | Verbúð 2, 101 Reykjavík | S. 551 8484 Föstudagskvöld kl. 21.oo Tónleikar Humania Nota - fjölþjóðleg tónlist Sunnudagskvöld kl. 21.oo Bossa Nova kvöld - Brasilíska söngkonan Jussanam og Árni Heiðar Karlsson djasspíanisti Aðgangur 1000 kr. Brennum dökkt gæðakaffi hvern dag Hnappur Geitir

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.