Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 27
Erlent | 27Helgarblað 13.–15. maí 2011 Það eru sennilega ekki margir sem myndu trúa því að ís væri gulls ígildi, og það bókstaflega. Þýsk hjón, þau Sara og Hans Peter Ehrlich, fengu þó að kynnast því þegar þau voru í helg- arferð í Flórens og ákváðu að fá sér hvort sína kúluna af ítölskum ís, eina í vöffluformi en hina í boxi. Ehrlich- hjónin borguðu 27 evrur fyrir kúl- urnar tvær, eða það sem samsvarar rúmlega 4.400 krónum. Þess má geta að gramm af gulli kostar í dag rétt rúmlega 5.500 krónur og því ljóst að ekki munar miklu á verðinu á ísnum og gullinu. Ítalska dagblaðið Corri- ere della Sera greindi frá þessu. Trúði ekki sínum eigin eyrum Ehrlich-hjónin eru frá Freiburg í suðvesturhluta Þýskalands og er þar að finna flesta ítalska íssala á hverja 1.000 íbúa í gjörvöllu Þýskalandi. Þau kunna því augljóslega að meta góðan ís, en þrátt fyrir þetta him- inháa verð voru þau Sara og Hans Peter sammála um að ísinn hefði ekki einu sinni verið góður. Þegar þau komu aftur á gisti- heimili sitt í Flórens röktu þau raun- ir sínar fyrir gestgjafanum. Caroline Wasserfuhr, sem rekur gistiheimilið, trúði ekki sínum eigin eyrum. „Þegar þau sögðu mér frá þessu var ég viss um að þetta hefði verið tungumála- örðugleikum að kenna, en þá sýndu þau mér kvittunina fyrir viðskiptun- um. Þá vissi ég að þau væru að segja satt.“ Ekki kaupa „túristaísinn“ Þó að vissulega megi kenna í brjósti um Ehrlich-hjónin, gátu þau sjálfum sér um kennt. Ítalski íssalinn Bern- ardo Minnitti rekur einnig ísbúð í Flórens, aðeins steinsnar frá Ponte Vecchio, því sígilda og gullfallega brúarmannvirki í miðborg Flórens, en þar keyptu Ehrlich-hjónin ein- mitt ísinn sinn. „Þessir þýsku túrist- ar þurftu að borga fyrir það að kaupa sér ís á Ponte Vecchio, en það þýð- ir ekki að þau hafi fengið gæði sem samsvara verðinu. Ís sem er seldur á fjölförnum ferðamannastöðum er oft blandaður með litarefnum og sleginn svo loft komist í hann. Góður ítalskur ís á hvorki að innihalda litar- efni né vera sleginn.“ Vaxandi iðnaður Ljóst er að ísiðnaðurinn á Ítalíu er ört vaxandi. Síðan Ítalir tóku upp á því að ísgerðarmenn að vernduðu starfsheiti (svipað hefur verið gert með „ekta ítalska pítsu“) hefur iðn- aðurinn vaxið ört. Í dag eru um 37 þúsund löggiltir ísgerðarmenn á Ít- alíu sem selja um 360 þúsund tonn af ítölskum ís á hverju ári. Þetta sam- svarar því að hver einasti Ítali borði um sex kíló af ís á ári hverju. Í dag veltir ísiðnaðurinn um 2,5 milljörð- um evra á ári, sem samsvarar rúm- lega 410 milljörðum íslenskra króna. Þess má geta að ítalskur ís var reyndar fundinn upp í Flórens, af matreiðslumeistaranum Bernardo Buontalenti. Fylgdi hann fyrirmæl- um meistara síns, sem var enginn annar en auðmaðurinn Cosimo de Medici, sem bað hann um að bjóða upp á kaldan rjóma, sem þeyta átti með eggjarauðum, hunangi og „dass“ af víni. n Þýsk hjón borguðu 4.400 krónur fyrir tvær kúlur af ítölskum ís, sem slagar upp í gang- verðið á hreinu gulli n Miklu skiptir að eiga ekki viðskipti við „túristastaði“ „ Ís sem er seldur á fjölförnum ferða- mannastöðum er oft blandaður með litarefnum. Björn Teitsson blaðamaður skrifar bjorn@dv.is Ítalskur ís: gulls ígildi Nammi-namm Ítalskur ís er sérstaklega gómsætur þegar heitt er í veðri. Vilja styrkja EVrópuVitund tilvistarkreppu. „Evrópusambandið er á fullri ferð að bæta ímynd sína við litlar undirtektir íbúa aðildarríkj- anna. Mikil sjálfstæðisbylgja þjóða gengur nú yfir heiminn og þá vel- ur Evrópusambandið hina leiðina. Auðvitað sprettur upp ótti í Brussel við sjálfstæðisvakningu þjóða í Evr- ópu, því ef þessi vakning fær að vaxa óhindrað þá ríður það Evrópusam- bandinu að fullu. Schengen-samn- ingurinn gæti flýtt því ferli og fleiri og fleiri þjóðir ætla ekki að lúta al- ræðisvaldinu um frjálsa för fólks án landamæra innan Evrópu. Hnignun Evrópusambandsins er löngu ljós og kratisminn sem sambandið er byggt á er málefnalega gjaldþrota, því þegar að kreppir í þjóðríkjum sam- bandsins sætta skattgreiðendur sig ekki við að halda uppi bákni Evrópu- elítunnar, óháð menningu.“ Það sem sameinar, ekki það sem sundrar Baldur Þórhallsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands, segir að Evrópuvitund á Ísland sé í raun ekki viðurkennd. „Fólk á til að hugsa sem svo að margt í okk- ar menningu sé „sér-íslenskt.“ Mér finnst það skrýtin nálgun. Allt frá miðöldum höfum við Íslendingar í raun notið góðs af menningu Evr- ópu. Það er ekki fyrr en með seinna stríði að einhver menningaráhrif berast hingað annars staðar frá, þá frá Bandaríkjunum. Eftir hörmung- ar seinna stríðs var reynt að koma þeirri hugsun að meðal Evrópu- búa, að hugsa frekar um hvað sam- eini Evrópuþjóðir, frekar en að hugsa um hvað sundri þeim. Íslendingar mættu hugsa meira á þeim nótum.“ Eitt af sameiningar- táknunum Lena frá Þýskalandi ætlar að freista þess að sigra í annað skipti í Eurovision. Aldraður nasisti dæmdur í fangelsi: Dæmdur fyrir stríðsglæpi Dómstóll í München í Þýskalandi hefur dæmt John Demanjuk, sem vann eitt sinn í útrýmingarbúðum nasista, í fimm ára fangelsi. Dem- anjuk, sem er 91 árs að aldri, þurfti að vera í hjólastól eða í sjúkrarúmi á meðan réttarhöldin fóru fram. Börn hans og nokkur barnabörn voru einnig viðstödd réttarhöldin en þau mótmæltu öll meðferðinni á Deman juk og sögðu hann of veik- burða til að þola að standa fyrir rétti. „Þrátt fyrir að það sé staðreynd, að einhverjir muni fá uppfyllta ósk sína með sakfellingunni, er ekkert sem dómstóllinn í München getur gert til að bæta fyrir þær þjáningar sem Þýskaland hefur valdið föður mín- um,“ sagði John Demanjuk yngri, er hann reyndi að fá dómstólinn til að sýna föður sínum vægð. Demanjuk fæddist í Úkraínu og var tekinn höndum sem stríðsfangi af Þjóðverjum árið 1941. Hann fékk síðar að vinna fyrir þýska herinn í út- rýmingarbúðunum við Sobibor í Pól- landi, en lögfræðingur Demanjuks sagði að hann hefði verið neyddur til þess – ella hefði hann verið skotinn eða látinn svelta til bana. Í Sobibor voru um 250 þúsund gyðingar leidd- ir í gasklefana, þar á meðal voru um 27.900 frá þeirri stundu er talið er að Demanjuk hafi byrjað að vinna þar. Sönnunargögn gegn Demanjuk voru af skornum skammti, en ekkert eftirlifandi vitni gat staðfest að hann hefði tekið þátt í að útrýma gyðing- um. Málið var í raun byggt á einu sönnunargagni, en það var nafn- skírteini sem gefið var út af Nasista- flokknum. Lögfræðingur Deman- juks sagði að nafnskírteinið hefði verið falsað af Sovétmönnum, því Demanjuk hafði verið ætlað að villa á sér heimildir þegar hann var enn í sovéska hernum. Demanjuk hafði búið í Bandaríkj- unum síðan snemma á 6. áratug síð- ustu aldar, en þar bjó hann sér gott heimili með fjölskyldu sinni og starf- aði um áratugaskeið sem bifvéla- virki. Hann hefur áður þurft að svara til saka fyrir dómi, en hann var sýkn- aður af ísraelskum dómstólum árið 1988. Hermaður og óbreyttur borgari Seinni myndin var tekin fyrir 15 árum.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.