Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Side 32
32 | Viðtal 13.–15. maí 2011 Helgarblað
É
g hef beðið svo lengi, litið eft-
ir þér en þú ert ekki hér. Ég
hef vakað lengi, teygt mig eft-
ir þér en þú ert hvergi nærri.
Hvað munar um annað ár fyrir þann
sem hefur misst allt? Hvað mun-
ar um annað ár fyrir þann sem er
að venjast því að vera einn?“ söng
Johnny Logan þegar hann sigraði
í Eurovision árið 1980. Þegar full-
trúar Íslands í Söngvakeppni evr-
ópskra sjónvarpsstöðva, vinir Sigur-
jóns Brink, fluttu lagið frammi fyrir
ekkju hans, Þórunn Erna Clausen,
á dögunum gat hún ekki annað en
brostið í grát.
Grét stanslaust
Þau eru stödd úti í Düsseldorf þar
sem vinir Sjonna halda draumi hans
á lofti með því flytja lagið hans á
lokakvöldinu á laugardaginn. Með
í för eru fleiri vinir Sjonna því allir
sem tengjast hópnum tengjast hon-
um með einum eða öðrum hætti.
Þeirra á meðal er frændi hans, Arnór
Pálmi Arnarson, sá sem gerði mynd-
bandið við lagið Aftur heim og vinn-
ur nú að heimildarmynd um þetta
ferðalag þeirra.
Ferðalag sem hefur mun dýpri
merkingu fyrir ferðalangana en hef-
ur áður þekkst á meðal íslenskra
keppenda. „Þetta er mjög heil-
andi. Við tökum stundir að minnsta
kosti einu sinni á dag þar sem all-
ir eru grátandi. Sérstaklega þegar
strákarnir voru að taka upp What‘s
Anoth er Year með Johnny Logan. Þá
áttum við ótrúlegar stundir. Ég sat
með þeim og grét stanslaust á með-
an þeir voru að taka þetta upp. Allir
eru með hjartað á réttum stað. Það er
svo gott að taka þátt í svona verkefni
sem snýst ekki um keppnina heldur
kærleikann,“ segir Þórunn hás.
Gleði og ást í öllum
„Ég stend hér úti á götu með vinkon-
um mínum, raddlaus eftir gærkvöld-
ið,“ segir hún hlæjandi í viðtali við
DV. Eftir gleðitíðindin á þriðjudag-
inn var ekki annað hægt en að heyra
í Þórunni en hún hefur heldur vilj-
að halda sig til hlés frá því að Sjonni
féll frá. Þegar blaðamaður náði tali
af henni var hún að leita sér að ein-
hverju að borða með vinkonum sín-
um. Eftir allt sem á undan er geng-
ið er gleðin nú við völd. „Okkur líður
ótrúlega vel. Það er mikil gleði hér í
Düsseldorf og gott veður. Við erum
öll svo ánægð með að fá að flytja lag-
ið hans Sjonna á laugardaginn því
það var alltaf draumurinn að fá að
láta það hljóma fyrir sem flesta.“
Allt frá byrjun hafði hún trú á
laginu og því að það kæmist upp úr
undanúrslitunum. En þegar fyrstu
fjögur löndin sem komust áfram
höfðu verið tilkynnt fór hún að efast.
„Þetta voru lönd sem við bjuggumst
ekki við að kæmust áfram þannig að
ég hugsaði bara með mér að þetta
hefði nú verið gaman og það skipti
ekki öllu máli hvernig færi. Ég hafði
enga trú á að við færum áfram. En
við tókum því mjög vel. Það var eng-
inn á bömmer. Það er svo mikil gleði
og ást í okkur öllum að við myndum
aldrei vera þannig. Þannig að við
skáluðum fyrir því hvað það hefði
verið gaman að vera hér.“
Kærleikurinn sigraði
Rússíbanareiðinni var þó hvergi
nærri lokið. Spennan magnað-
ist með hverju umslaginu en þegar
búið var að telja upp níu lönd af tíu
sem komust áfram misstu þau alla
von. „Enn áttu lönd eins og Tyrk-
land, Noregur og Armenía eftir að
komast áfram. Þannig að ég taldi að
það væru engar líkur á því að við fær-
um áfram,“ segir hún og hlær. „Þetta
var mjög dramatískt. Ég hefði aldrei
trúað því að maður gæti farið svona
hratt upp gleðistigann á ævinni.
Þetta var alveg ótrúlegt,“ segir hún
og er í skýjunum yfir viðtökunum, en
þýska blaðið Der Spiegel sagði með-
al annars að strákarnir hefðu ver-
ið skærustu stjörnur kvöldsins. „Við
gleðjumst yfir því að í þetta sinn hafi
kærleikurinn komist áfram en ekki
dansatriðin. Það er svo mikill kær-
leikur alls staðar. Fólk í Evrópu hef-
ur fundið það, enda er kærleikurinn
alþjóðlegt tungumál,“ segir Þórunn
Erna í samtali við DV.
Fékk sjálf heilablóðfall
Sögu lagsins þekkja allir sem eru úti.
Söguna af þessum unga manni sem
féll frá í blóma lífsins, tveimur dög-
um áður en hann átti að frumflytja
lagið í Söngvakeppni Sjónvarpsins.
Færri vita þó að Þórunn Erna fékk
sjálf heilablóðfall árið 2009. Ein-
kennin voru meðal annars svimi og
grátkast. Þórunn Erna lýsti þessu at-
viki í Nýju Lífi fyrr á árinu og sagði
að hún hefði legið með fulla með-
vitund uppi í rúmi en líkaminn hefði
ekki látið að stjórn. „Kokið og tung-
an voru lömuð og tilfinningin var
því svona eins og ég væri að kafna.
Þar sem líkaminn var lamaður líka
reyndist erfitt að draga andann. Ég
reyndi og reyndi að mynda orð og
biðja um hjálp en ég komi ekki upp
orði.“
Móðir hennar var að ræða við
Þórunni í símann þegar þetta gerð-
ist. Ekki fór á milli mála að eitthvað
mikið væri að þannig að hún ákvað
að huga að dóttur sinni. Þau Sigur-
jón komu svo að Þórunni í þessu
ástandi og systir hennar kallaði á
sjúkrabíl. Þórunn efaðist þó um að
geta haldið svo lengi niðri í sér and-
anum og var því farin að velta því
fyrir sér hvernig Sjonni kæmist af
einn með strákana. Hún var viss um
að hún væri að deyja.
Ólýsanlegt áfall
Í sjúkrabílnum fékk hún súrefni og
þá gengu einkennin til baka. Ekkert
sást á myndum þar sem blóðtappinn
hafði losnað í millitíðinni. Seinna
óskaði hún eftir frekari rannsókn-
um og þá kom í ljós að hún var með
fæðingargalla, annars vegar galla
sem olli aukinni blóðtappamynd-
un og hins vegar op í hjartanu sem
veitti blóðtöppunum greiða leið upp
í heila. Þórunn fór því í hjartaþræð-
ingu í fyrra þar sem opinu var lokað.
Eins og gefur að skilja óttaðist
Þórunn Erna um líf sitt um tíma en
aldrei hvarflaði að henni að eitthvað
gæti komið fyrir Sjonna sem var
ástin í lífi hennar, traustur vinur og
barnsfaðir.
Það var því mikið áfall að koma
heim átján mánuðum síðar og mæta
einkennisklæddum lögreglumönn-
um. Lítil fimm ára hetja hafði hringt
í Neyðarlínuna og kallað eftir að-
stoð. Faðir hans hafði fengið heila-
blóðfall og var látinn langt um aldur
fram.
Hefur tilgang
Eftir fráfall Sjonna sagði Þórunn
Erna að hún lægi stundum á gólfinu
og gréti svo mikið að hún kastaði
upp. En það hjálpaði að hafa eitt-
hvað fyrir stafni svo sorgin myndi
ekki buga hana. „Málið er að ég hef
tilgang, meðal annars tilganginn að
fylgja tónlistinni hans Sjonna eftir,
tilganginn að sýna börnunum mín-
um að ég geti haldið áfram svo að
þau geti haldið áfram.“
Það var því engin spurning í huga
hennar að halda áfram og taka þátt
í Eurovision, ekki aðeins fyrir sig
heldur einnig fyrir Sjonna, svo sem
flestir fengju að njóta lagsins sem
hann hafði svo mikla trú á.
Lagið samdi hann en textann
skrifaði hún áður en áfallið reið yfir.
Það fór þó ekki hjá því að lands-
mönnum hefði vöknað um augu
þegar þeir heyrðu textann: „Sagt er
að ég sé dáldið flón. Ég flýti mér til
þín og þrái að heyra. Hlátrasköllin
þín á ný er ég aftur til þín sný. Þú ert
mér allt.
Ó, ó, í, þá finn ég ró, nú kem ég
heim. Því að lífið, mín bíður. Komdu
með í ferðalag, við saman sjá mun-
um bjartan dag. Því tíminn líður
hratt. Ég vil bara komast aftur heim.
Já, enginn veit hvað koma skal
Þegar Þórunn Erna Clausen ákvað að fylgja eftir
draumi látins eiginmanns, Sigurjóns Brink, og leyfa
laginu hans að vera áfram í Eurovision þrátt fyrir
skyndilegt fráfall hans gerði hún það með kærleika
og gleði að vopni. Hún fékk vini hans til liðs við sig
og þegar Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir náði
af henni tali sagði hún að stemningin væri eins og
á heimavist. Þau eru í heilunarferli og að minnsta
kosti einu sinni á dag gráta þau saman. Um leið og
draumurinn er að rætast takast þau á við sorgina.
„Þetta var okkar draumur“
„Ég veit að sex ára
gamall sonur minn
sem varð eftir heima bað
til Guðs að við kæmumst
áfram. Þegar sjö lönd
voru komin áfram lagðist
hann á bæn.
M
Y
N
D
JÓ
N
A
TA
N
G
A
r
ð
A
r
ss
o
N
xxx
xxx
xxx
xxx