Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 34
34 Eurovísir13.–15. maí 2011
OP T I C
R E Y K J AV Í K
S J Ó N TÆ K J AV E R S L U N
Gleraugu
MAÍ 2011
25% afsláttur
TAX
FREE*
& gott betur!
*Gildir þegar keypt eru bæði umgjörð & sjóngler
Hamrahlíð 17
Blindrahúsinu 552 2002
Opið alla virka daga milli 9 - 18 Ve
rð
læ
kk
un
e
r
á
ko
st
na
ð
O
P
TI
C
R
E
Y
K
JA
V
ÍK
„Það verður mikið stuð, glens og grín
ef ég þekki þessa fjölskyldu rétt, það
verður tekið upp á léttum leikjum og
skemmtiatriðum. Við verðum ekki
í vandræðum með það,“ segir Nína
Dögg Filippusdóttir, leikkona og
hálfsystir Sjonna Brink, um risastórt
Eurovision-partí sem haldið verð-
ur honum til heiðurs í Tjarnarbíói á
laugardaginn.
„Við ætlum að koma öll saman,
fjölskylda og æskuvinir, og halda rosa
Eurovision-partí. Bara krossa fingur
og fagna og fylgja laginu hans áfram.
Við verðum alveg yfir 100 manns.
Sjonni á svo stóra fjölskyldu og enn
fleiri vini.“
Nína segir Kristínu Maríu, dóttur
Sigurjóns, sjá um að halda uppi stuð-
inu. „Hún er bara 11 ára en algjör
stjarna, hún er rosalega flink í því að
halda uppi stuðinu, búa til leiki og fá
alla með. Það er líka gott vegna þess
að það verða mörg börn í boðinu,
þetta verður auðvitað svona barn-
vænt fyrst og fremst þannig að allir
geta verið með. Alveg eins og Sjonni
sjálfur myndi vilja hafa það.“
Eitthvað sprakk innra með
henni
Vinir og vandamenn Sjonna fóru
til Düsseldorf til þess að styðja Vini
Sjonna og Þórunni Ernu á sviðinu í
undanúrslitunum. Nína Dögg segist
aldrei hafa upplifað aðra eins tilfinn-
ingasprengju.
„Við vorum öll úti á þriðjudag-
inn, bæði móður- og föðurfjöl-
skylda Sjonna, börnin hans og
nánir vinir. Ég hef aldrei upplifað
tilfinningar sem þessar,“ segir Nína.
„Við vorum orðin frekar dofin,
maður trúði því ekki að þau kæm-
ust ekki áfram. Svo sáum við fán-
ann og við trylltumst af gleði. Þetta
var tilfinningasprengja, ég hefði
viljað að einhver hefði tekið þetta
upp á myndband því eiginlega man
ég ekki hvað gerðist fyrr en fimm
mínútum seinna þegar við vorum
öskrandi, hoppandi og kyssandi og
knúsandi hvert annað. Það gerðist
eitthvað innra með mér sem hefur
aldrei gerst áður. Það sprakk eitt-
hvað,“ segir Nína og hlær.
Hún segir Þórunni og Vini Sjonna
hafa fundið fyrir stuðningi fjölskyld-
unnar því þau hafi fengið að sitja al-
veg fremst við sviðið. „Við létum sko
vel í okkur heyra, sennilega hefur
enginn misst sig eins mikið og við
gerðum við úrslitin. Þegar Þórunn
og strákarnir komu á sviðið í lokin þá
stóðum við þarna á kantinum, tár-
vot, alsæl og enn að öskra okkur hás
af trylltri gleði.“
Dóttir Sjonna sér
um skemmtiatriðin
Vinir og ættingjar Sjonna halda risastórt Eurovision-partí í Tjarnarbíói:
Fjölskyldan Foreldrar Sjonna, systkini og
tvö barna hans, Aron og Kristín María.
Systkinin Kristín María og Aron.
Kristín María er mikill stuðbolti og
ætlar að sjá um ýmis skemmtiatriði
í Eurovision-boðinu í Tjarnarbíói á
laugardaginn.
Eitthvað sprakk innra með henni
Nína Dögg segist aldrei hafa fundið álíka
tilfinningar og þegar úrslitin voru kynnt í
Düsseldorf.