Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 41
Viðtal | 41Helgarblað 13.–15. maí 2011
en tíminn stendur ekki í stað. Og við
getum enduruppgötvað þá gömlu
þrá. Lífið bíður. Komdu með í ferða-
lag. Við saman sjá munum bjart-
an dag. Því tíminn líður hratt. Ég vil
bara komast aftur heim.“
„Ég vil bara sjá andlit þitt á ný“
Enska textann vann Þórunn Erna
annars vegar upp úr þeim íslenska
og hins vegar demó-tökum frá
Sjonna þar sem hún reyndi að halda
inni setningum frá honum og bæta
við persónulegum tengingum með
frösum á borð við „Brosið þitt lýsir
mér leið“ og „Love is you“, sem eru
heiti á lögum sem Sjonni söng.
Sú útgáfa er ekki síður hjartnæm
en í textanum segir meðal annars að
það sé kominn tími til að fara en ég
sjái þig brátt. Ég geti ekki beðið eft-
ir morgundeginum til að segja það
sem ég vil segja. Brosið þitt lýsi mér
leið. Ég vilji bara sjá andlit þitt á ný.
Sumir segi að ég sé svolítill kjáni. Ég
stoppa á leið minni niður veginn. Ég
heyri hlátur þinn milli trjánna, hvísl
þitt í golunni: „Ást mín ert þú.“ Eng-
inn veit sína stund né stað. Þegar
minn tími er kominn mun ég finna
þig. Ég veit að þú verður ást mín á ný.
Óður til lífsins
Textinn er óður til lífsins, því eins
og Þórunn segir er lífið stutt og því
mikilvægt að njóta þess. „Við eigum
að vera með þeim sem við elskum
og njóta þessa lífs. Við höfum ekkert
endalausan tíma og eigum ekki að
eyða honum í einhverja vitleysu. Það
er það sem við erum að gera hérna
úti. Við erum bara að njóta þess. Það
er talað um það hvað íslenska liðið
er afslappað. Við erum bara að reyna
að njóta þess að vera hér og hafa
gaman af lífinu, syngja alls konar
Eurovision-lög úti um allt og vera í
góðum fíling. Við erum öll að reyna
að lifa eftir þessu eftir að Sjonni dó.
Eins og ég hef sagt áður getum
við ekki stjórnað því sem kemur fyrir
okkur í lífinu en við getum reynt að
stjórna því hvernig við bregðumst
við og höldum áfram. Ég held áfram
fyrir börnin og mig sjálfa. Þegar lífið
tekur u-beygju þá verður maður að
finna einhvern flöt á því.“
Sonurinn lagðist á bæn
Börnin hafa fengið að taka fullan
þátt í þessu ferli. Í jarðarför föður
þeirra vakti kistan sérstaka athygli
viðstaddra því börnin höfðu skreytt
hana, meðal annars með þessari
kveðju: „LOVE IS YOU, kæri eng-
ill og Pabbi, ég elska þig.“ Sjonni
söng nefnilega lagið Love is you eft-
ir Pálma Sigurhjartarson í tilefni af
70 ára afmæli John Lennon. Glöggir
áhorfendur hafa kannski áttað sig á
því að sama kveðja er rituð á tromm-
una sem notuð er í Eurovision-lag-
inu okkar. Sú kveðja fylgir þeim úti
og þau bera hana meðal annars á
barmmerkjum. Þórunn tengir þenn-
an frasa sterkt við Sjonna: „Það var
svo mikil ást í kringum Sjonna og
hann gaf alltaf mikið af sér. Í mínum
huga var þetta hann: Love is you.“
Tvö barnanna fóru út til Düssel-
dorf með Þórunni. „Litlu strákarnir
mínir eru heima því það er aldurs-
takmark á keppnina. En þau fara
reyndar heim í dag,“ sagði hún þegar
blaðamaður ræddi við hana á mið-
vikudag. „Þau voru svo glöð í gær.
Ég veit að sex ára gamall sonur
minn sem varð eftir heima bað til
Guðs að við kæmumst áfram. Þegar
sjö lönd voru komin áfram lagðist
hann á bæn. Þegar aðeins átti eftir að
draga um síðasta sætið sagði amma
hans að nú kæmist Noregur senni-
lega áfram og það væri bara allt í
lagi. Hann sagði bara: Nei, strákarnir
komast áfram. Hann hafði fulla trú á
þessu,“ segir Þórunn og hlær. „Hann
missti aldrei trúna. Hann er örugg-
lega sá eini sem missti aldrei trúna.“
Allir svo yndislegir
Þórunn viðurkennir þó að blaða-
mennirnir úti hafi veitt íslenska
hópnum mikla athygli, bæði
vegna sögunnar á bak við lagið og
eins út af atriðinu sem þykir flott.
„Fólki þykir lagið gott og atriðið
flott. Söngvararnir eru bæði sæt-
ir og góðir þannig að þetta spilar
allt saman.“
Meira að segja aðrir þátttak-
endur sýna þeim ekkert nema
kærleika og góðvild. „Það eru all-
ir svo yndislegir. Mér finnst bara
svo yndislegt að kynnast hinum
þátttakendunum.
Fulltrúar allra þessara þjóða
sem dvelja á sama hóteli og við,
Noregs, Danmerkur, San Marínó
og Makedóníu, eru allir saman
í liði. Það er mikill samhugur í
þessum hópi. Við sjáum á eftir
Norðmönnunum og eigum eftir
að sakna þeirra í úrslitunum.“
Það sama á kannski ekki við
um alveg alla keppendurna í
Eurovision en Þórunn gerir nú
samt lítið úr því. „Flestir eru vinaleg-
ir. Kannski er ekki annað hægt þeg-
ar við komum bara með kærleika til
allra. Kannski fer það eftir því hver á
í hlut.“
„Þetta var okkar draumur“„Við eigum að vera
með þeim sem við
elskum og njóta þessa
lífs. Við höfum ekkert
endalausan tíma og eig-
um ekki að eyða honum í
einhverja vitleysu.
„Það er mjög græð-
andi fyrir okkur
að vera hér saman og sú
heilun mun halda áfram.
Sigurjón Brink Draumurinn var að leyfa lagi h
ans að hljóma sem víðast.