Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 42

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 42
42 | Viðtal 13.–15. maí 2011 Helgarblað Græðandi tími Síðustu dagar hafa verið annasam­ ir. Hópurinn hefur unnið mjög mik­ ið en hefur reynt að njóta hverrar stundar. „Það er mjög gott fyrir okkur að fá að vera hér saman. Við erum mjög einbeitt í því sem við erum að gera en það er allt gert í gleði. Allir í hópnum eru vinir Sjonna. Meira að segja fjölmiðlafulltrú­ inn okkar, Felix Bergs­ son, var vinur hans. Og búningahönnuðurinn er vinkona mín. Við höfum mjög gott fólk í kringum okkur. Það skiptir máli,“ segir hún lágróma. Það var ekki orðum ofaukið að hún væri nánast radd­ laus eftir undanúrslitin. „Við höfum það mjög gott saman. Stemningin hér er eins og á heimavist. Það er mjög græðandi fyrir okkur að vera hér saman og sú heilun mun halda áfram.“ Draumurinn rættist Draumurinn um að komast í úrslita­ keppnina hefur ræst. „Ef við gerum það þá vinnum við ...“ fullyrti Þór­ unn í viðtalinu við Nýtt Líf og hló. Nú er hún ekki eins brött og vill alls ekki að fólk beri of miklar vænting­ ar til þeirra. „Mig dreymir bara um að við förum á svið, gerum okkar besta og njótum þess að taka þátt. Þetta var okkar draumur, að komast í lokakeppnina og láta lagið hljóma. Allt eftir þetta er bónus. Okkur er al­ veg sama þótt við lendum í 25. sæti. Við verðum alveg jafn glöð með það,“ sagði hún í samtali við DV. Frá upphafi og fram til þessa hafa þau einsett sér að undirbúa atriðið sem allra best í stað þess að gera sér einhverjar væntingar eða fyrirfram­ ákveðnar hugmyndir. „Við ákváðum strax að halda fókusnum aðeins á at­ riðinu og höfum gert það allan tím­ ann. Við hugsum ekki um það hvar við munum enda eða hvernig þetta fer. Hin atriðin skipta okkur heldur engu máli. Við eigum bara að ein­ beita okkur að okkar atriði. En við finnum öll fyrir Sjonna og það mjög oft. Strákarnir finna vel fyr­ ir honum, sérstaklega á sviðinu. Það er bara svo hræðilegt að hann skuli ekki vera með okkur.“ Sigurjón Brink var fæddur í Reykjavík 29. ágúst 1974. Hann ólst upp í Breiðholtinu og stundaði nám á listnámsbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti og Margmiðlunarskólanum. Áður en Sigurjón sneri sér alfarið að tónlist­ inni starfaði hann meðal annars við snittugerð og veisluþjónustu hjá föður sínum í Stúdíóbrauði og hjá stjúpföður sínum í Verkveri. Hann var mik­ ill áhugamaður um hestamennsku og var félagi í hestamannafélaginu Gusti. Auk þess lék hann og keppti í golfi. Tónlistin átti þó hug hans allan og hann var ungur að árum þegar hann smitaðist af ástríðunni. Á unglingsár­ unum stofnaði hann hljómsveitina In Bloom sem naut mikilla vinsælda. Sigurjón sat við trommurnar, söng bak­ raddir og var þar að auki einn helsti lagahöfundur sveitarinnar. Árið 1994 gaf hljómsveitin út plötu, fór til Bandaríkj­ anna og átti meðal annars titillag sjón­ varpsmyndarinnar Missing Brendan. Love is you Seinna var hann aðalsöngvarinn í hljómsveitinni Flavors þar sem hann spilaði einnig á gítar. Hljómsveitin gaf út plötuna Go your own way árið 2004 og samdi Sigurjón öll lögin og flesta textana. Fyrir jólin 2009 gaf hann svo út sólóplötuna Sjonni Brink. Á henni eru lög eftir hann og Guðmund Jónsson í Sálinni, þar á meðal Brosið þitt lýsir mér leið, Flökkuhjartað og Skuggaspil. Undanfarin misseri var hann í hljómsveitinni Rokk ásamt Pálma Sigurhjartar­ syni, Benedikt Brynleifssyni, Róberti Þórhallssyni og Vigni Snæ Vigfússyni. Með hljóm­ sveitinni Rokk flutti Sigurjón lagið Love is you eftir Pálma Sigurhjartarson sem gefið var út í tilefni 70 ára afmælis John Lennon. Bítlarnir fylgdu honum lengi. Árið 2005 setti Sigurjón upp tónleikinn Bítl í Loftkastalanum ásamt Jóhann­ esi Ásbjörnssyni, Hilmi Snæ Guðnasyni og Pálma Sigurhjartarsyni. Síðar tók hann þátt í afmælistón­ leikum Sgt. Peppers Bítlaplötunnar í Háskólabíói, John Lennon tribute tónleikum, Eagles tribute tón­ leikum og minningartónleikum um Vilhjálm Vil­ hjálmsson. Lék Buddy Holly Sigurjón tók einnig þátt í uppsetningu fjölmargra leikverka og tónleika. Af leiksýningum sem Sig­ urjón tók þátt í má nefna Le Sing á Broadway, Cuckoos Cabaret, Footloose og Woychek í Borgar­ leikhúsinu. Sigurjón var einn af stofnendum Vest­ urports og samdi meðal annars tónlistina við leik­ ritið Brim sem Vesturport setti upp. Að undanförnu lék Sigurjón hlutverk Richie Valens í söngleiknum Buddy Holly, tónlistarmanns sem dó einnig langt fyrir aldur fram þegar hann var nýuppgötvaður listamaður. Eftir fráfall Sigurjóns sögðu margir að ferill hans hefði rétt verið að hefj­ ast þar sem fólk væri smám saman að gera sér grein fyrir því hversu hæfileikaríkur hann væri í raun og veru. Í sýningunni söng Sigurjón hið ógleymanlega La Bamba en sýningum var hætt eftir fráfall hans. Þá hefur lagið Okkar ástarvor, sem Sigurjón flutti ásamt Björgvin Halldórssyni á nýútkominni dúetta­ plötu Björgvins, notið mikilla vinsælda á öldum ljósvakans. Enn fremur hafði Sigurjón starfað sem dagskrárgerðarmaður á Bylgjunni ásamt því að semja lög fyrir aðra tónlistarmenn. Hugljúfur og elskaður Sigurjón tók þrívegis þátt í úrslitum Söngvakeppni Sjónvarpsins, fyrst árið 2005 með lagið Hjartaþrá eftir Bryndísi Sunnu Valdimarsdóttur og árið eftir með lagið Áfram sem hann samdi ásamt Bryndísi Sunnu. Þá tók hann þátt í fyrra með lagið Water­ slide sem hann samdi sjálfur. Lag hans Aftur heim er framlag Íslendinga til keppninnar í ár. Ekkja Sigurjóns, Þórunn Erna Clausen, samdi textann og fékk vini Sigurjóns til liðs við sig, en þeir Pálmi Sigurhjartarson, Matth­ ías Matthíasson, Hreimur Örn Heimisson, Gunnar Ólason, Vignir Snær Vigfússon og Benedikt Bryn­ leifsson flytja lagið þar sem Sigurjón varð bráð­ kvaddur að heimili sínu 36 ára gamall, tveimur dögum áður en hann átti að flytja lagið í forkeppn­ inni hér heima. Sigurjón var afskaplega vinamargur og mættu um 1.500 manns þegar hann var jarðsunginn. Hann var hvers manns hugljúfi og elskaður, sagður mikill húmoristi, hlýr og góður vinur. Ekkja Sigurjóns er leikkonan Þórunn Erna Clau­ sen en þau gengu í hjónaband árið 2008 eftir sex ára sambúð. Hann eignaðist fjögur börn, Aron Brink, 15 ára, Kristínu Maríu Brink, 10 ára, Hauk Örn Brink, 6 ára, og Róbert Hrafn Brink, 3 ára. Eftir fráfall hans var hvatningarsjóðurinn Áfram stofnaður fyrir börn hans. Sjóðurinn hefur það að markmiði að hvetja og styðja börn hans í framtíð­ inni. Fyrir þá sem vilja leggja sjóðnum lið er reikn­ ingsnúmer sjóðsins 0546­14­401730 og kennitala 251278­4909. Til minningar um Sigurjón Brink „Það er svo gott að taka þátt í svona verkefni sem snýst ekki um keppnina heldur kær- leikann. Sönn vinátta Sigurjón tók þátt í undankeppni Eurovision í fyrra þar sem hann söng lagið Waterslide með vinum sínum. Love is you Er slagorð ferðar- innar, enda var ástin það sem einna helst einkenndi Sjonna að mati Þórunnar. MYND JÓNATAN GArðArSSoN M Y N D JÓ N A TA N G A r ð A r SS o N M Y N D JÓ N A TA N G A r ð A r SS o N M Y N D JÓ N A TA N G A r ð A r SS o N

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.