Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 48
48 | Minning Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson kgk@dv.is 13.–15. maí 2011 Helgarblað
Gísli Benóný Kristjánsson
Fyrrv. skrifstofustjóri Eddu
f. 24.4. 1920, d. 1.5. 2011
Harpa B. Guðbjartsdóttir
Menntaskólanemi og knattspyrnukona
f. 29.4. 1990, d. 30.4. 2011
Þorsteinn Björnsson
Grunnskólanemi
f. 12.4. 2002, d. 2.5. 2011
merkir íslendingar
Grímur Thomsen skáld
fæddist á Bessastöðum
á Álftanesi, sonur Þor-
gríms Thomasson,
gullsmiðs, skóla-
meistara á Bessa-
stöðum og al-
þingismanns, og
k.h., Ingibjargar
Jónsdóttur hús-
móður.
Grímur lærði
hjá Árna Helga-
syni, biskupi í
Görðum, sem þá
var virtasti kenn-
ari ungra manna
hér á landi. Hann hóf
lögfræðinám í Kaup-
mannahöfn 1837 en sneri
sér fljótlega að heimspeki og
bókmenntum, tók magisterspróf í
samtímabókmenntum með lofs-
einkunn 1845 og varði ritgerð sama
ár er síðar var metin doktorsritgerð.
Grímur komst von bráðar í gott
álit sem fagurfræðingur. Verð-
launaritgerð hans um franskar
bókmenntir og doktorsritgerð
um Byron lávarð vöktu umtals-
verða athygli. Hann lagði lag sitt
við helstu skáld og menntamenn
Dana, s.s. H.C. Andersen og
Oehlenschlager og fékk
háan konungsstyrk
sem hann nýtti sér
til ferða suður í Evr-
ópu. Hann starfaði
síðan i utanríkis-
þjónustu Dana,
var skrifstofu-
stjóri þar frá 1856
en fékk lausn á
eftirlaunum frá
1866. Grímur kom
síðan heim, bjó á
Bessastöðum frá
1868 og var alþing-
ismaður með hléum
1869-91.
Grímur er eitt helsta
skáld Íslendinga á 19. öld:
karlmannlegur, þjóðlegur og
rómantískur en hann sótti sér
gjarnan yrkisefni í sögu þjóðarinn-
ar eins og rómantískum skáldum
var þá tamt. Sum kvæða hans þykja
stirðkveðin en það á alls ekki við
um þau öll. Grímur var upphaf-
lega handgenginn Jóni Sigurðssyni
forseta og kom þá m.a. að útgáfu
Nýrra félagsrita, en gerðist síðar
íhaldssamur í þjóðfrelsismálum og
þótti nokkuð forn í hugsun.
Grímur Thomsen
Skáld og alþingismaður
f. 15.5. 1820, d. 27.11. 1896
Merkir Íslendingar
Merkir Íslendingar
Ásgeir Ásgeirsson var fæddur í Kóra-
nesi á Mýrum. Foreldrar hans voru
Ásgeir, kaupmaður í Kóranesi, síðar
bókhaldari í Reykjavík Eyþórsson,
kaupmanns í Reykjavík Felixsonar
og k.h. Jensína Björg Matthíasdóttir,
trésmiðs í Reykjavík Markússonar, af
Eyrarætt.
Ásgeir lauk stúdentsprófi frá
Menntaskólanum í Reykjavík 1912,
lauk guðfræðiprófi frá Háskóla Ís-
lands 1915, var við framhaldsnám
við háskólana í Kaupmannahöfn og
Uppsölum 1916–1918.
Ásgeir kenndi sund í Vestmanna-
eyjum sumurin 1914 og 1915, var
biskupsritari hjá Þórhalli Bjarnar-
syni biskupi 1915–16, sem síðar varð
tengdafaðir hans, var bankaritari við
Landsbankann í Reykjavík 1917-18
og var kennari við Kennaraskólann
1918-27 og fræðslumálastjóri 1926.
Ásgeir var upphaflega fram-
sóknarmaður, samherji mágs síns,
Tryggva Þórhallssonar sem var for-
sætisráðherra 1927–31. Ásgeir var
sjálfur fjármálaráðherra 1931–32 og
var skipaður forsætis- og fjármála-
ráðherra 1932 og gegndi því til 1934.
Ásgeir var bankastjóri Útvegs-
bankans á árunum 1938–52 en bauð
sig þá fram til forseta eftir and-
lát Sveins Björnssonar, og sigraði
Bjarna Jónsson vígslubiskup sem
hafði verið frambjóðandi stjórnar-
flokkanna, Framsóknarflokks og
Sjálfstæðisflokk. Ásgeir var þá orð-
inn Alþýðuflokksmaður en hann
fékk mikinn stuðing frá sjálfstæðis-
manninum og tengdasyni sínum,
Gunnari Thoroddsen, sem þá var
borgarstjóri. Þekktasta slagorð Ás-
geirs í forsetakosningunum var:
Fólkið velur forseta.
Ásgeir gegndi forsetaembættinu
til 1968.
Ásgeir Ásgeirsson
Forseti íslenska lýðveldisins
f. 13.5. 1894, d. 15.9. 1972
Gísli fæddist á Ísafirði og ólst þar upp.
Hann flutti til Reykjavíkur 1943 og í
Kópavoginn 1952 þar sem hann bjó
alla tíð síðan. Hann stundaði nám við
Barna- og gagnfræðaskóla Ísafjarðar
og lauk prófi frá Samvinnuskólanum
1944.
Á skólaárunum kynntist Gísli öllum
almennum störfum til sjávar og sveita.
Hann hóf svo að námi loknu störf hjá
Prentsmiðjunni Eddu þar sem hann
starfaði síðan, fyrst sem bókari, síðan
gjaldkeri en lengst af og um árabil sem
skrifstofustjóri. Þá sá hann um bíó-
stjórn Kópavogsbíós í fjögur og hálft ár
frá stofnun fyrirtækisins.
Gísli tók virkan þátt í fjölda íþrótta-
greina og vann að íþróttamálefnum
á ýmsum vettvangi. Hann lék knatt-
spyrnu með Knattspyrnufélaginu
Herði á Ísafirði og með ÍR í Reykjavík
og keppti í ýmsum greinum skíða-
íþrótta með Skátafélaginu Einherja
á Ísafirði og síðar með ÍR. Þá keppti
hann í handbolta og frjálsum íþrótt-
um hjá ÍR og sýndi fimleika hjá ÍR og
á Ísafirði.
Gísli var flokks- og sveitaforingi
hjá Skátafélaginu Einherjum og stofn-
aði skátafélag á Hólmavík 1938. Hann
var áhugaskíðaþjálfari í Strandasýslu
1938, þjálfari í skíðagöngu hjá KR 1945
og liðsstjóri á þremur vetrarólympíu-
leikum, í Ósló 1952, Cortina 1956 og í
Grenoble 1968, auk þess sem hann fór
sem fararstjóri á heims-
meistaramótið á skíðum í
Falum og Aare 1956.
Gísli sat í stjórn Knatt-
spyrnufélagsins Harðar
1939–43, var um skeið for-
maður skíðadeildar ÍR og
tvívegis í aðalstjórn ÍR um
nokkurra ára skeið í hvort
sinn. Þá sat hann í stjórn
Skíðasambands Íslands
í nær tvo áratugi, í stjórn
HK í Kópavogi í nokkur ár
og var fulltrúi í ólympíunefnd í mörg
ár.
Þá starfaði Gísli lengi í Lionshreyf-
ingunni í Kópavogi. Hann var mik-
ill áhugamaður um skógrækt og sat í
stjórn Skógræktarfélags Kópavogs.
Fyrir störf sín að félagsmálum var
Gísli gerður að heiðursfélaga ÍR, HK
og Skógræktarfélags Kópavogs.
Fjölskylda
Gísli kvæntist 28.7. 1951 Sigurbjörgu
Jóhönnu Þórðardóttur, f. 5.2. 1924,
húsmóður og kennara, dóttur Þórðar
Kristjánssonar, hreppstjóra á Breiða-
bólstað á Fellströnd, og k.h., Steinunn-
ar Þorgilsdóttur, húsfreyju og kennara.
Synir Gísla og Sigurbjargar eru
Unnsteinn Þórður, f. 7.3. 1952, arki-
tekt í Reykjavík, var kvæntur Guðrúnu
Jónsdóttur og eiga þau tvö börn, Söruh
og Davíð sem er kvæntur Elínu Krist-
insdóttur og eiga þau
þrjú börn, Óliver Breka,
Ísak Rökkva og Álfheiði
Myrru; Magnús, f. 11.6.
1957, skrifstofustjóri, bú-
settur í Kópavogi, var
kvæntur Elínu Kristins-
dóttur og eiga þau þrjú
börn, Hrafnhildi Ósk,
Halldór Örn en sambýlis-
kona hans er Sigurbjörg
Helga Gunnbjörnsdóttir
og dóttir þeirra er Freyja
Lind, og Hlyn Má en unnusta hans er
Jóna Sigríður Halldórsdóttir; Kristján,
f. 8.10. 1960, bankastarfsmaður, bú-
settur í Lúxemborg, kvæntur Guðrúnu
Benediktu Elíasdóttur og eiga þrjú
börn, Salóme Mist, Benediktu Gabrí-
elu en sambýlismaður hennar er Jó-
hann Agnar Einarsson, og Gísla Ben-
óný; Gísli Örn, f. 17.4. 1965, rafvirki,
búsettur í Kópavogi en sambýliskona
hans er Birna Bjarnadóttir og eiga þau
þrjú börn, Kjartan Steinar, Kristófer
Hlífar og Sigurbjörgu Jóhönnu.
Foreldrar Gísla: Kristján Hannes
Magnússon, f. í Króksbæ á Ísafirði, 4.4.
1890, d. 13.7. 1961, verkamaður og sjó-
maður á Ísafirði, og k.h., Rannveig Sal-
óme Sveinbjörnsdóttir, f. 9.7. 1895, á
Súgandafirði en alin upp á Kirkjubóli í
Skutulsfirði, húsmóðir á Ísafirði.
Útför Gísla fór fram frá Kópavogs-
kirkju, mánudaginn 9.5. sl.
Harpa Björt fæddist í Reykjavík en ólst
upp og bjó í Kópavoginum alla tíð. Hún
var í Hjallaskóla en síðustu árin stund-
aði hún nám við Menntaskólann í
Kópavogi og hugði á háskólanám í sál-
fræði.
Harpa Björt æfði og keppti í knatt-
spyrnu með Breiðabliki frá barns aldri.
Hún var valin leikmaður ársins af
Kópavogsbæ árið 2006, lék með ungl-
ingalandsliðinu undir 17 ára og hafði
leikið sjö landsleiki með liðinu.
Þá hafði Harpa Björt mikinn áhuga
á ljósmyndun.
Fjölskylda
Systkini Hörpu Bjartar eru Baldur Freyr
Einarsson, f. 16.1. 1979, en sonur hans
er Ísak Nói, f. 15.1. 2010; Sunneva Edith
Ragnarsdóttir, f. 30.7. 1983, en syn-
ir hennar er Baldur Elmar Hauksson,
f. 13.3. 2003, Elvar Máni Hauksson, f.
10.1. 2006, og óskírður, f. 20.12. 2010;
Reynir Ragnarsson, f. 22.12. 1984, en
sambýliskona hans er Erla Signý Krist-
jánsdóttir og eru börn þeirra Ragn-
ar Natan, f. 9.7. 2006, Agnes Edith, f.
19.11. 2007, og Aníta Ósk, f. 28.7. 2009;
Dagur Þór Hjartarson, f. 1.12. 1989.
Foreldrar Hörpu Bjartar eru Guð-
bjartur Guðbjartsson, f. 18.11. 1959,
flugvirki, búsettur í Danmörku, og
Bryndís Björk Sigurjónsdóttir, f. á
Reykjanesvita 7.2. 1960.
Ætt
Guðbjartur á þrjú hálf-
systkini. Guðbjartur er
sonur Guðbjarts, kennara
og myndhönnuðar, nú
búsettur erlendis, bróð-
ur myndlistarmannanna
Benedikts og Veturliða
Gunnarssona, og Gunn-
ars Kristins, fyrrv. forseta
Skáksambands Íslands
og fyrrv. Íslandsmeistara
og Reykjavíkurmeistara í
skák og fyrrv. landsliðsmanns í knatt-
spyrnu.
Guðbjartur var sonur Gunnars,
verkamanns á Suðureyri, hálfbróð-
ur Páls, skólastjóra Stýrimannaskól-
ans í Reykjavík, föður Níelsar Dungal
læknaprófessors. Gunnar var son-
ur Halldórs, útvegsb. að Seljalandi
í Skutulsfirði Halldórssonar, b. að
Meira-Hrauni í Skálavík Guðmunds-
sonar, húsmanns að Seljalandi Jóns-
sonar. Móðir Gunnars var Guðrún
Jónasdóttir. Móðir Guðbjarts kenn-
ara var Sigrún, dóttir Benedikts Gabrí-
els, sjómanns í Bolungarvík Jóns-
sonar, Jónssonar, húsmanns að Ósi
Sumarliðasonar. Systir Jóns yngra var
Margrét, langamma Þorvarðar, fyrrv.
framkvæmdastjóra Krabbameins-
félags Íslands, og Valdimars, fyrrv.
menntaskólakennara Örnólfssona.
Móðir Benedikts var Sigr-
íður Friðriksdóttir, b. á
Látrum Halldórssonar,
Eiríkssonar, Pálssonar.
Móðir Sigrúnar var Val-
gerður Þórarinsdóttir, b. á
Látrum í Mjóafirði Þórar-
inssonar, b. þar Sigurðs-
sonar, b. þar Narfasonar.
Móðir Guðbjarts Guð-
bjartssonar og amma
Hörpu Bjartar er El-
ísa Björk Magnúsdóttir
röntgentæknir.
Bryndís Björk á þrettán systkini.
Byndís Björk er dóttir Sigurjóns, sem
er látinn, lengi vitavörður í Reykjanes-
vita Ólafssonar Hannesar Fjeldsted,
verkamanns í Kópavogi Lárussonar
Fjeldsted, b. í Kolgröfum í Eyrarsveit.
Móðir Ólafs Hannesar var Sigríður
Hannesdóttir. Móðir Sigurjóns vita-
varðar var Kristjana Sigurjónsdóttir,
húsmanns á Hofsstöðum Þorkelsson-
ar. Móðir Kristjönu var Sigríður Jóns-
dóttir.
Móðir Bryndísar Bjarkar var Sig-
ríður Pálína Konráðsdóttir sem er lát-
in, dóttir Jóns Konráðs, sjómanns og
verkamanns á Skagaströnd Klemens-
sonar, og Ólínu Margrétar Sigurðar-
dóttur.
Útför Hörpu Bjartar fór fram frá
Hjallakirkju mánudaginn 9.5. sl.
Þorsteinn fæddist í Reykjavík og ólst
þar upp. Hann var nemandi í Hóla-
brekkuskóla.
Þorsteinn æfði knattspyrnu með
íþróttafélaginu Leikni og karate hjá
karatedeild Fylkis. Þá hafði hann
mikinn áhuga á veiði.
Fjölskylda
Systir Þorsteins er Katrín Ingunn
Björnsdóttir, f. 12.10. 1998, grunn-
skólanemi.
Foreldrar Þorsteins eru Björn
Davíð Þorsteinsson, f. 17.7. 1971,
verkfræðingur í Reykjavík, og Krist-
rún Bragadóttir, f. 11.8. 1976, kenn-
ari.
Ætt
Foreldrar Kristrúnar eru Halla
Bjarnadóttir, f. 1938, húsmóðir og
bóndi á Vatnsleysu í Biskupstungum,
og Bragi Þorsteinsson, f. 1935, bóndi
á Vatnsleysu í Biskupstungum.
Foreldrar Björns Davíðs voru Þor-
steinn Eyjólfsson, f. 1921, d. 2001,
flugstjóri, og Katrín Sveinbjörg Þórð-
ardóttir, f. 1941, d. 1994, húsmóðir.
Útför Þorsteins fór fram frá Graf-
arvogskirkju, mánudaginn 9.5. sl.