Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 53
Fókus | 53Helgarblað 13. maí 2011
H
elga Braga Jónsdóttir er landsmönnum flest-
um kunn enda hefur hún glatt okkur árum
saman, í leikhúsi, kvikmyndum, með uppi-
standi og á sjónvarpsskjánum. Hún segir
grín alltaf tengt þjóðarsálinni enda segi húmor-
inn mikið til um hvernig manneskjur við erum og
hvernig samfélagi við lifum í.
Sjálf hafði hún mest gaman af Ladda og Eddu
Björgvins þegar hún var að alast upp en með árun-
um heillaðist hún af stelpunum í sjónvarpsþáttun-
um Absolutely Fabulous sem slógu í gegn á síðasta
áratug síðustu aldar. Þar héldu þær um taumana
Jennifer Saunders og Dawn French sem eru virtir
grínistar og handritshöfundar í Bretlandi í dag.
„Ég horfi mikið meira á svona stelpugrín enda
höfðar það meira til mín þar sem ég er kvenmaður.
Stundum næ ég engu sambandi við það sem strák-
arnir eru að gera en það á kannski meira við um út-
lendingana? Fóstbræðurnir voru mjög skemmtilegir
og Radíusbræður sem voru þeir fyrstu til að vera
með uppistand á Íslandi,“ segir Helga og bætir við
að sér þyki áberandi hvað karlmenn séu framarlega
í gríninu hér á landi, sem í mörgu öðru.
„Þetta eru allt strákar… Það eru alls staðar strákar
í fronti í sjónvarpi, fyrir utan kannski Dyngjuna á
Skjá einum, en það eru ekki grínþættir. Ég myndi
vilja fleiri konur í þennan bransa og ég tel alveg
vöntun á því og eftirspurn. Hugsanlega hefur menn-
ingin breyst eitthvað að undanförnu? Mér finnst
eins og það sé eitthvert afturhvarf með kröfurnar
sem eru gerðar á konur eða kröfurnar sem þær gera
til sín sjálfar. Þetta mætti alveg breytast eitthvað,“
segir Helga.
Spurð að því hvort íslenskur húmor sé mikið
öðruvísi en grín annarra þjóða segir hún okkur ef-
laust nær Bretum þar sem landið liggur einfaldlega
nær Bretlandseyjum.
„Við erum aðeins kaldhæðnari en Amerí kan ar
og eigum meira skylt með Bretum og Dönum.
Franskt og íslenskt grín fer hins vegar ekki eins vel
saman, Frakkar eru meira í líkamlegu og grótesku
gríni,“ segir Helga og bætir við að grínið okkar sé
orðið grófara. „Það má miklu meira enda er samfé-
lagið allt orðið þannig og það er bara af hinu góða,“
segir Helga Braga glöð í bragði.
Alin upp við 70 mínútur
M
argrét Björnsdóttir heitir 19 ára
grínisti sem stóð uppi sem sigur-
vegari í keppninni Fyndnasti
verslingurinn í Versló. Í kjölfarið
var henni boðið að vera með á grínkvöldi
hjá Mið-Íslandi í Þjóðleikhúskjallaranum
þar sem hún sló í gegn hjá áhorfendum.
Hún tók líka að sér að skemmta á árshá-
tíð Arion banka og segir það hafa gengið
vel: „Fólkið hló allavega mikið.“
Margrét er að klára prófin þessa dag-
ana en vinnur þess utan í tískuvöruversl-
un og á veitingastað meðan hún safnar
sér fyrir langferð til Asíu.
Hún er ánægð með strákana í Mið-Ís-
landi og segir þá ógeðslega skemmtilega.
Þegar hún er spurð að því hvað sé það
fyrsta sem komi upp í hugann þegar hún
heyri orðin íslenskt grín dettur henni
helst í hug að nefna Mið-Ísland, Pétur
Jóhann Sigfússon og Sveppa.
„Ég ólst upp við að horfa á 70 mín-
útur sem barn. Var kannski úti að leika
mér á kvöldin en þegar klukkan var
orðin fimm mínútur í tíu þá flýtti ég mér
alltaf heim að horfa á þáttinn. Það var
svona fastur liður hjá mér. Fyrst voru
það Simmi og Jói en svo bættust Sveppi
og Pétur Jóhann við. Mér finnst Steindi
Jr. líka frábær. Það er til ógeðslega mikið
af fyndnu fólki á Íslandi.“
Spaugstofan meikar ekkert sens
Margrét á sér ótal eftirlætisgrínista, bæði hér á
Íslandi og erlendis, en þeir eru af báðum kynj-
um. Hún nefnir þær Tinu Fey og Söruh Silver-
man sem báðar hafa slegið í gegn í Bandaríkj-
unum en Ricky Gervais og Eddie Izzard eru
meðal hennar eftirlætisuppistandsgrínista.
Margrét segir þó ýmsu ábótavant í íslensku
sjónvarpi en hún telur Spaugstofuna hafa sung-
ið sitt síðasta fyrir löngu.
„Spaugstofan var fyrst hjá RÚV en er núna
komin yfir á Stöð 2. Hvað er það eiginlega?! Það
meikar ekki sens. Ég er almennt ósátt við dag-
skrána í sjónvarpi á Íslandi. Það er hægt að gera
miklu betur. Það þarf að koma nýju fólki að
enda ótrúlega mikið af hæfileikaríku og fyndnu
fólki á Íslandi. Það ætti ekki að vera neitt vesen
að finna eitthvert fyndið lið. Steindi er reynd-
ar frábær. Hann er að gera góða hluti í sjón-
varpinu. Það mætti bara vera meira af þessu
og minna af Spaugstofunni,“ segir Margrét að
lokum.
Allir gleyma séra Flóka
A
ri Eldjárn hefur getið sér gott orð sem
uppistandsgrínari og textahöfundur.
Hann segist lengi hafa haft áhuga á
gömlu gríni og þá sér í lagi því gríni
sem hann skilur ekki enda taki það stakka-
skiptum á milli áratuga og eftir því sem menn-
ingin þróast. „Jú, sjáðu til,“ segir Ari. „Flest
grín á það sameiginlegt að menn eru ekkert
að spandera í það nema þeir reikni algjör-
lega með því að það virki. Svo skoðar maður
gamalt grín og skilur ekkert í því. Allar tilvitn-
arnir hafa misst gildi sitt og fólkið sem verið er
að grínast með er löngu gleymt. Ég hef hugsað
talsvert um það að þetta verða eflaust mín ör-
lög, að eftir fjörutíu ár verði allt sem ég sagði
dottið úr gildi,“ segir Ari en bendir jafnframt á
að grín eldist misjafnlega vel.
„Þú ert drekinn“
„Fóstbræður eldast mikið betur en til dæmis
Spaugstofan af því Spaugstofan er revía sem
fjallar um menn og málefni líðandi stundar.
Með tíð og tíma gleyma allir hver séra Flóki
var en fólk getur árum saman hlegið að „Þú
ert drekinn“-brandaranum.“
Ari segir íslenskan húmor stórmerki-
legan og eflaust miklu þróaðri en fólk telur
almennt. Hann segir okkur hafa svarta og
kaldhæðna kímnigáfu sem eigi margt skylt
með húmor Breta, Dana og Bandaríkja-
manna.
„Fyrsti eftirlætisgrínistinn minn var Eddie
Murphy, hann fór algerlega á kostum í sínu
uppistandi. Svo er auðvitað fullt af skemmti-
legum Bretum,“ segir Ari og nefnir þá helst
Eddie Izzard sem kom hingað til lands í tví-
gang. Þá nefnir hann einnig skemmtilega
Norðmenn sem kalla sig Team Antonsen:
„Team Antonsen er frábærlega
skemmtilegt. Þeir voru það ferskasta í
Noregi fyrir sjö árum. Gerðu einmitt skets
um Dani sem sló í gegn hjá Íslendingum
þar sem danskan hljómar svo furðulega
að hún er gersamlega óskiljanleg. Hvað
Danina varðar þá þarf auðvitað ekki að
nefna strákana í Klovn en svo er annar
Dani, Anders Matthesen kallaður Öndin,
algjörlega frábær. Hann er uppistandari og
grínari sem hefur alveg slegið í gegn, mikill
snillingur.“
Frábært að selja íslenskt grín úr landi
Spurður hvað honum finnist um þann
áfanga að Vaktirnar svokölluðu í leikstjórn
Ragnars Bragasonar með þá Jón Gnarr og
Pétur Jóhann í fararbroddi hafi verið seldar
úr landi segir Ari það algjörlega frábært.
„Það er verið að taka þættina til sýninga
á BBC4 þar sem mikið er lagt upp úr því að
sýna vandað erlent efni. Mér finnst hug-
myndin ein um að þetta sé gerlegt alveg
æðisleg. Okkur finnst alltaf mikil upphefð
í því að útlendingar hafi gaman af því sem
við erum að gera. Sykurmolarnir voru til
dæmis eitthvert jaðarband hér á Íslandi
sem sló í gegn um allan heim. Ég held að
fólk hafi verið svolítið lengi að átta sig á því
en í dag vita allir að íslensk tónlist er góð
útflutningsvara. Af hverju ekki grínið líka?
Vaktirnar eru einfaldlega vandaðir þættir
með góðri persónusköpun. Þarna erum við
með góðar persónur sem eru að fokka hver
í annarri og það geta allir tengt við þær og
hlegið að þessu.“
Hvað er svona fyndið við þetta?
segir Steindi og spyr hikandi: „Er
þetta kannski svolítið asnalegt...?“
Í dag segist hann eiga marga
uppáhaldsgrínista og fylgjast vel
með öllu, meira að segja því sem
krakkarnir í menntaskólunum
séu að gera. Af erlendu gamni er
Lonely Island í eftirlæti en það
eru þrír félagar sem byrjuðu að
senda út sketsa á netinu sem voru
svo uppgötvaðir af Saturday Night
Live.
„Mér hefur aldrei fundist grín
blómstra jafn mikið og núna. Hér
heima eru það Hugleikur, Mið-Ís-
land, Þorsteinn Guðmundsson
og fleiri sem eru skemmtilegir en
að mínu mati bjargaði internetið
gríninu. Ef ekki væri fyrir netið þá
væri þessu öllu hálfstýrt af fjöl-
miðlum og útgefendum og frelsið
ekki jafn mikið.“
Að lokum segir Steindi Fóst-
bræður hafa tekið stórt skref og átt
sinn hlut í að breyta kímnigáfu Ís-
lendinga en nú séu þeir Bengt að
reyna slíkt hið sama með þáttun-
um Steindinn okkar.
„Grínið okkar er samt ekkert
fyrir alla. Þetta er fyrir grínunn-
endur. Ef húmorinn höfðar til allra
þá erum við bara að gera eitthvað
rangt. Og ég endurtek enn og aft-
ur: Ef fólk á Barnalandi fer að tala
vel um mig – þá hætti ég að grín-
ast!“ segir Steindi að lokum.
„Allt strákar í frontinum“
ROSKINN EKKJUMA
ÐUR tók allt í einu upp á þv
í að ganga með grasið
í skónum á
eftir ekkjufrú einni, en
hún var þessu mjög fr
ábitin.
Hann lét sér þó ekki s
egjast heldur færði si
g upp á skaftið með ý
msum eftirgangsmun
um
og gjöfum. Meðal ann
ars gaf hann henni my
ndir af sér í ýmsum st
ellingum.
Mörgum þótti þó kast
a tólfunum þegar han
n gaf henni mynd af s
ér á náttfötunum.
Íslensk fyndni 1948
„Við grínumst allan sólarhringinn“
Hugleikur Dagsson 2008