Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Síða 54
54 | Lífsstíll 13.–15. maí 2011 Helgarblað S ólarhylling, eða Surya Namaskar, eru líkams- töður og æfingar gerðar í einu flæði sem hita upp líkamann, byggja upp styrk, liðleika og auka út- hald. „Sólarhylling getur líka virkað hreinsandi fyrir líkamann og sumt fólk hitnar vel og svitnar þegar það fer í gegnum þessar æfingar,“ út- skýrir Ingibjörg Stefánsdóttir jóga- kennari. „Djúp öndun, stundum köll- uð ujjay-öndun eða haföndun, er tengd við hverja hreyfingu þannig að hreyfing og öndun renna saman í eitt. Eftir að hafa gert nokkrar sólar- hyllingar getur fólk fundið fyrir meiri orku og vellíðan en það er frábært að byrja daginn á þessum æfingum á fastandi maga en auðvitað er hægt að gera þær á hvaða tíma sem er,“ segir Ingibjörg. Til eru mismunandi sólarhyll- ingar. Allir ættu að geta fundið æf- ingar við sitt hæfi. Munið bara að anda, hlusta á líkamann og fylgjast með þeim hugsunum sem koma og fara. NJÓTA Fylgdu æfingunum frá 1 upp í 9 gerðu þetta á hverjum morgni í nokkrar vikur og finndu hvaða breytingar verða. Einnig er hægt að fara á Youtube og slá inn leitarorðin “sun saluta- tion” til að fá betri tilfinningu fyrir æfingunum. margret@dv.is Heilsaðu deginum með því að hylla sólina Jóga er heilsubót sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er: 1 Staðan byrjar með axlir slakar, hendur með síðum og þyngdina á hælunum. Dragðu inn andann, teygðu hend- urnar yfir höfuð og leggðu lófana saman meðan þú horfir á þumalfingurna mætast. Teygðu hálsinn upp og slakaðu svo á en gættu þess að reyna ekki um of á bakið. 2 Horfðu beint fram um leið og þú andar frá þér og dregur enni að hnjám. Hafðu bakið eins beint og þú getur og leggðu lófana á gólfið. 3 Byrjendur geta teygt bakið fram og látið fingurgóma nema við gólfið. Horfið beint fram. 4 Andaðu frá þér, leggðu lófa á gólfið og lyftu mjöðmunum upp áður en þú lendir í „armbeygju“ stellingu. ATH. Byrjendur geta farið varlega niður á hné og slakað þaðan niður. 5 Andaðu að þér, sperrtu bringuna fram og opnaðu hjartað. Byrj- endur fara ekki jafn langt upp. Munið að styðja við bakið með styrk fótleggjanna. 6 Andaðu frá þér, lyftu mjöðmunum hátt upp og þrýstu lófum og hælum í gólfið. Teygðu líkamann og haltu stöðunni meðan þú andar fimm sinnum inn og út. Byrj- endur fara í stöðu barnsins sem sést á mynd. 8 Andaðu að þér, horfðu fram og lyftu þér með beint bak aftur upp en beygðu hné ef með þarf. 7 Andaðu frá þér og leggðu bringuna að hnjánum eins og áður. 9Andaðu að þér og endaðu sólarhyllinguna á með sömu stellingu og hún byrjar. Finndu hvernig líkaminn er bæði vakandi og rólegur í senn. Njóttu dagsins! Maria Lawino johnson Leiðbeinandi hjá Yogashala sýnir hér stöðurnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.