Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 54

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Blaðsíða 54
54 | Lífsstíll 13.–15. maí 2011 Helgarblað S ólarhylling, eða Surya Namaskar, eru líkams- töður og æfingar gerðar í einu flæði sem hita upp líkamann, byggja upp styrk, liðleika og auka út- hald. „Sólarhylling getur líka virkað hreinsandi fyrir líkamann og sumt fólk hitnar vel og svitnar þegar það fer í gegnum þessar æfingar,“ út- skýrir Ingibjörg Stefánsdóttir jóga- kennari. „Djúp öndun, stundum köll- uð ujjay-öndun eða haföndun, er tengd við hverja hreyfingu þannig að hreyfing og öndun renna saman í eitt. Eftir að hafa gert nokkrar sólar- hyllingar getur fólk fundið fyrir meiri orku og vellíðan en það er frábært að byrja daginn á þessum æfingum á fastandi maga en auðvitað er hægt að gera þær á hvaða tíma sem er,“ segir Ingibjörg. Til eru mismunandi sólarhyll- ingar. Allir ættu að geta fundið æf- ingar við sitt hæfi. Munið bara að anda, hlusta á líkamann og fylgjast með þeim hugsunum sem koma og fara. NJÓTA Fylgdu æfingunum frá 1 upp í 9 gerðu þetta á hverjum morgni í nokkrar vikur og finndu hvaða breytingar verða. Einnig er hægt að fara á Youtube og slá inn leitarorðin “sun saluta- tion” til að fá betri tilfinningu fyrir æfingunum. margret@dv.is Heilsaðu deginum með því að hylla sólina Jóga er heilsubót sem hægt er að stunda hvar og hvenær sem er: 1 Staðan byrjar með axlir slakar, hendur með síðum og þyngdina á hælunum. Dragðu inn andann, teygðu hend- urnar yfir höfuð og leggðu lófana saman meðan þú horfir á þumalfingurna mætast. Teygðu hálsinn upp og slakaðu svo á en gættu þess að reyna ekki um of á bakið. 2 Horfðu beint fram um leið og þú andar frá þér og dregur enni að hnjám. Hafðu bakið eins beint og þú getur og leggðu lófana á gólfið. 3 Byrjendur geta teygt bakið fram og látið fingurgóma nema við gólfið. Horfið beint fram. 4 Andaðu frá þér, leggðu lófa á gólfið og lyftu mjöðmunum upp áður en þú lendir í „armbeygju“ stellingu. ATH. Byrjendur geta farið varlega niður á hné og slakað þaðan niður. 5 Andaðu að þér, sperrtu bringuna fram og opnaðu hjartað. Byrj- endur fara ekki jafn langt upp. Munið að styðja við bakið með styrk fótleggjanna. 6 Andaðu frá þér, lyftu mjöðmunum hátt upp og þrýstu lófum og hælum í gólfið. Teygðu líkamann og haltu stöðunni meðan þú andar fimm sinnum inn og út. Byrj- endur fara í stöðu barnsins sem sést á mynd. 8 Andaðu að þér, horfðu fram og lyftu þér með beint bak aftur upp en beygðu hné ef með þarf. 7 Andaðu frá þér og leggðu bringuna að hnjánum eins og áður. 9Andaðu að þér og endaðu sólarhyllinguna á með sömu stellingu og hún byrjar. Finndu hvernig líkaminn er bæði vakandi og rólegur í senn. Njóttu dagsins! Maria Lawino johnson Leiðbeinandi hjá Yogashala sýnir hér stöðurnar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.