Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 55

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 55
Lífsstíll | 55Helgarblað 13.–15. maí 2011 Aukahlutir fyrir jóga Hægt er að stunda jóga án allra aukahluta eða fylgihluta. Samt sem áður er yfirleitt best að notast við jógadýnur og hafa handklæði við höndina. Sumir notast við blokkir sem settar eru t.d. undir hendur eða fætur til þess að ná betur niður á dýnuna og þar með ná betri teygju. Til þess er einnig hægt að nota jógabönd sem þjóna svipuðum tilgangi. Eftir jógatímann er oft hvíld í nokkrar mínútur og því er gott að hafa teppi við höndina til þess að vöðvar kólni ekki um of. Hvað þýðir jóga Jóga á rætur sínar að rekja til Indlands og felur í sér andlegan og líkamlegan aga til þess að ná fram jafnvægi. Markmið þess er fullkomið andlegt insæi og ró. Jóga þýðir sameining á sanskrít og má tengja það við þetta jafnvægi milli hins andlega og hins líkamlega. Með þessu jafnvægi á einstaklingurinn að geta náð hámarksárangri í lífi sínu og aukið lífs- gæði sín þannig. Hvar er hægt að stunda jóga Hægt er að stunda jóga nánast hvar sem er og margar líkamsræktarstöðvar bjóða upp á ólíka tíma. Einnig er hægt að stunda það utandyra eða jafnvel í stofunni heima. Mikið magn er til af DVD-diskum sem hægt er að fylgja eftir og hafa meðal annars Jillian Michaels og Bob Harper úr The Biggest Loser gefið út slíka diska. Einnig má fara á netið og finna þar myndbönd og heimasíður til að styðjast við. Á Youtube er til dæmis hægt að finna mörg myndbönd af mismunandi gerðum jóga sem hægt er að fara eftir. Fatnaður í jóga Margir fatahönnuðir hafa hannað sér- stök jógaföt en auðvitað fer klæðnaður hvers og eins eftir því hvernig þeim finnst þægilegast að vera. Það er enginn einkennisklæðnaður sem þarf að klæðast þegar farið er í jóga. Heppilegur klæðnaður er þó t.d. gerður úr bómull sem dregur í sig svita og vökva, en fatnaður gerður úr gerviefnum gerir það síður. Stella McCartney er með sérstaka jógalínu hjá Adidas sem er sniðin fyrir konur og erlendis er ekki óalgengt að verslanir sérhæfi sig í jógaklæðnaði. Kostir við iðkun jóga Jóga er gott fyrir bæði líkama og sál. Þeir sem stunda jóga reglulega geta fundið fyrir auknu jafnvægi og meiri liðleika í vöðvum og liðamótum. Jóga styrkir vöðva og mótar þá. Þeir sem stunda það að staðaldri segjast sofa betur og finna að það hefur góð áhrif á andlega líðan þeirra. Það dragi meðal annars úr streitu og auki einbeitningu. Hvernig á að haga sér í jóga Hér eru nokkar gullnar reglur um það hvernig hegða skal sér í jóga. 1. Farðu úr skónum. Það eru allir yfirleitt berfættir í jóga 2. Slökktu á símanum. Það er ekkert verra en ef sími byrjar að hringja í miðri teygju og truflar allan hópinn. Njóttu tímans þar sem þú þarft ekki að svara í símann. 3. Ekki rápa inn og út úr tímanum. Það truflar alla. Notfærðu þér ef það er hlé í tímanum til þess að bregða þér fram ef þú þarft þess nauðsynlega. 4. Ekki fara fyrr en eftir hvíldina (Savasana). Það er bæði gott og nauðsynlegt að taka síðustu mínútur tímans til þess að hvíla bæði líkama og sál.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.