Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Side 56
56 | Lífsstíll 13.–15. maí 2011 Helgarblað
www.skra.is
ÞÍ
2
01
10
50
9
RR
S
Nú geturðu tilkynnt
flutning á netinu
Strandvarðagellur kenndar við Baywatch eiga ekki sjens í
brettagellur. Snyrtivöruframleiðandinn sænski MAC
á heiður skilinn fyrir að höfða til sterkra og harð-
kjarna kvenna við markaðssetningu á vörum
sínum. Fyrri lína þeirra skartaði ofurhetjunni
Superwoman og nú kynnir framleiðand-
inn línu fyrir jaðarsportgellur sem stunda
brimbrettareið. Nýja línan kallast Baby
Surf og er skemmtilega sumarleg og litrík.
Kinnaliturinn kemur sérstaklega á óvart með
gylltri skreytingu sem blandast litnum og
gefur skemmtilegt glit á örlítið sólbrúnar
kinnar. Varir eiga það til að verða þurrar
og skorpnar í sólinni, þá er gott að eiga
góðan varasalva eða varalit með sólar-
vörn og miklum raka. Hann fæst í nokkr-
um litum, rauðum, rauðbrúnum og þá
hlutlausum lit sem fer vel við freknóttar
eða sólbrúnar strandpíur. Bronspúður,
kórallitir, bláir litir með grænu skini og
vatnsheldur maskari og margt annað er að
finna í þessari nýju línu.
MAC leggur áherslu á harðkjarna konur sem lifa lífinu á ystu nöf:
Brimbrettagellur
Þ
að er hægt að stunda brim-
bretti á Íslandi,“ segir Ingólf-
ur Olsen, brimbrettakappi
með meiru. „Það eru þó
nokkrir sem stunda sportið og það
er eiginlega alveg einstakt sörf hér
á landi. Við verðum aldrei fyrir von-
brigðum og eigum okkur frábæra
leynistaði hér og þar við Íslands-
strendur þar sem eru góðar öldur.“
Ingólfur bendir byrjendum á að
þeir geti prófað að byrja að fara á
brimbretti við Reykjanesið, jafnvel
í Reykjavík og Hafnarfirði. Þeir
fara að öllu með gát. Það er ekk-
ert mál að fara á brimbretti ef þú
ert í rétta gallanum. „Fólk verð-
ur verulega hissa þegar það sér
okkur festa brimbrettin á bílana
og heldur að það sé einfaldlega
of kalt til þess að fara á brim-
bretti í sjóinn. Það er ekki of kalt
því það eru til svo góðir bún-
ingar sem verja vel gegn kuld-
anum. Þegar það fer að hitna
og nær dregur hausti getum við
verið í þynnri galla og sleppt
hönskum og hettum.“
Heillast af sportinu
Ingólfur segir að þegar fyrstu al-
mennilegu öldunni sé náð sé ekki
aftur snúið. „Fólk heillast algjörlega
af þessu sporti og þeirri náttúru-
fegurð sem það er stundað í. Þeir
eru líka ófáir brimbrettakapparnir
sem ferðast hingað til lands til þess
að prófa að fara á brimbretti við ís-
lenskar svartar strendur.
Það er erfitt er að læra á brim-
bretti einsamall og það flýtir töluvert
fyrir og eykur ánægju að
læra þau grunnatriði sem til þarf til
þess að geta sörfað sína fyrstu öldu.
Þegar þessari fyrstu almennilegu
öldu er náð er svo ekki aftur snúið.“
Ingólfur segir það besta við að
fara á brimbretti við Ísland vera
hversu fáir séu í sjónum hverju
sinni. „Úti eru um 100 manns í sjón-
um en hér eru það í mesta lagi 15
manns og það er frábært því þetta er
heimsklassasörf og eitt best geymda
leyndarmál hér á landi.“
Mikið stelpusport
Fjölmargar stelpur stunda
brimbretti hér á landi.
Linda Sumarliðadóttir er
ein þeirra. „Ég er enn að
læra að sörfa en mér finnst
best að fara á brimbretti
við Þorlákshöfn. Það eru
skemmtilegir möguleikar
þar. „Það er jafnt á strákum
og stelpum í þessu sporti
held ég. Ég veit alla vega um
fjölmargar sem fara á brim-
bretti.“
Hún segir best fyrir byrjendur
að læra af þeim sem stunda sport-
ið. „Það er rekinn brimbrettaskóli
hér á landi, strákarnir á Surfing.is
reka hann og það má heimsækja þá
á Arctic Adventures sem þeir eru í
samstarfi við á Laugavegi 11. Annars
má læra á bretti gegnum vini, sumir
læra úti þar sem er auðvelt að nálg-
ast búnað og kennslu og þarf ekki að
vera í heilbúningi. Þetta er rosalega
gaman og ég mæli með þessu,“ segir
Linda. kristjana@dv.is
Hægt að fara á
brimbretti við Ísland
Útivist í fallegri náttúru Íslenskar
strendur eru hreinar og fagrar og ekkert kalt að
stunda sportið ef fólk er í rétta klæðnaðinum.
Sörf við Íslandsstrendur Vel
geymt leyndarmál, segir Ingólfur Olsen
brimbrettakappi. Mynd Pete StevenSon
Kinnalitur Með gylltri
skreytingu sem gefur
fallegt glit á kinnarnar.
Litrík lína fyrir brimbrettagellur Nýja
línan frá MAC er fyrir strandlífið í sumar.
Opið mán. fim. 12–18 • fös. 12–16 • lau. lokað
Eikjuvogur 29 • 104 Reykjavík • Sími 694 7911
Mikið úrval
af leggings
n Kuldi er engin fyrirstaða n Algengt að fara á brim-
bretti við Reykjanes, Þorlákshöfn og í Hafnarfirði
n Best fyrir byrjendur að læra af þeim lengra komnu
WWW.bioparadis.is
hverfisgötu 54 / 101 reykjavík