Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 57

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Page 57
Lífsstíll | 57Helgarblað 13.–15. maí 2011 Njótum lífsins Metsölubækur Þorbjargar fjalla um hollan og lífrænan lífsstíl og hvernig við getum viðhaldið hreysti og æskuljóma á náttúrulegan hátt. Hafsjór af fróðleik um næringargildi, rétt samsetta fæðu, vítamín, bætiefni, húðumhirðu og andlega vellíðan. berum ábyrgð á líkamlegri og andlegri heilsu okkar Þorbjörg segir: • Góð melting er gulli betri • Borðum réttu fituna • Sleppum öllum viðbættum sykri • Sleppum ofunnum mat • Hættum öllum skyndilausnum og öfgum Þorbjörg mun halda 3 námskeið þann 6., 7. og 8. júní. Nánar auglýst síðar. og Salka / M EL salka.is • Skipholti 50c • 105 Reykjavík Upplag á þrotum hjá útgefanda, væntanlegar aftur 25. maí Mesta geislunin milli 11 og 15 Ef farið er út í sólina er besta vörnin föt og hattur, en sólaráburð má bera á þau svæði sem eru ber. Veljið áburð með sólvarnar- stuðli yfir 15 og berið nægjanlegt magn á. Það þarf að bera áburðinn á hálftíma áður en farið er út og endurtaka á tveggja tíma fresti. Vatnsþolinn áburður máist af með svita. Forðist sólina um miðjan daginn eins og Suður-Evrópubúar gera. Einhvern veginn höfum við ekki lært þetta þrátt fyrir að geislunin sé jafnmikil. Frá klukkan 11 til 15 eru geislar sólarinnar sterkastir og um 60% af heildargeislun dagsins verður á þessu tímabili. Svalandi og sætur kaffisopi Það er gaman að prófa sig áfram með klass- íska kaffidrykki og bæta einhverju spennandi út í kaffið. Sér í lagi þegar það er farið að hitna og heitur kaffisopinn dugar ekki til hressingar. Svokallað ískaffi er vinsæll kostur fyrir kaffi- áhugafólk og einfalt mál að laga heima við. Ískaffi – frappucino 6 klakar tvöfaldur espressó 1 bolli mjólk 2 slettur karamellusíróp 2 msk. þeyttur rjómi smá súkkulaðispænir Setjið ísmola í stórt glas. Hellið kaffinu og mjólkinni út í og hrærið sírópinu vel saman við. Vel má nota púðursykur í staðinn. Skreytið með þeyttum rjóma ef þið viljið og stráið súkkulaðispæni yfir. Litríkt hlaup fyrir börnin Það er gaman að útbúa fallegt hlaup fyrir börnin. Það dúar svo skemmtilega og getur verið sniðugur eftirréttur með rjóma og ferskum berjum. Vel má búa til hollara hlaup en það sem keypt er í pökkum í verslunum. Þessi hlaupmót má fá í verslunum Habitat og eru í fjörugum formum sem eflaust gleðja litla sælkera. Brennir meiru með froskalöppum Að synda með froskalappir er bæði skemmtilegt og árangursríkt. Þeir sem synda með þær brenna fleiri hitaeiningum en þeir sem synda án þeirra. Ástæðan er sú að með froskalöppunum eykst álag á fæturna og vöðvahópana miðað við ef bara er synt venju- lega. Sundmaðurinn nær með þessu betri tækni en annars og verður straumlínulagaðri í vatninu. Einnig fer hann hraðar yfir og getur synt lengur. Heyrst hefur af aukningu í notkun froskalappa á Íslandi, einkum í Sundlaug Seltjarnarness. Besta leiðin að vera bara á tásunum: Náttúrulega leiðin í líkamsrækt Nú færist í aukana að hlauparar velji að fara berfættir í hlaupa túra. Það að hlaupa berfættur á að draga úr meiðslum og finnst mörgum hlaup- urum þetta vera náttúrulega leiðin til þess að hlaupa. Þeir telja að hefð- bundnir hlaupaskór séu hamlandi á hlaupunum. Hefðbundnir hlaupa- skór valda því að lent er á hælunum en þegar hlaupið er berfætt breytist það og þá er lent á táberginu. Sam- kvæmt rannsóknum við Harvard-há- skóla er það líkamanum eðlislægt að lenda á táberginu, þar sem tærnar hjálpi til við spyrnuna og það dragi úr meiðslum hjá hlaupurum. Högg- ið sem verður þegar hlaupið er í hlaupa skóm getur til langs tíma vald- ið meiðslum. Líkaminn er í raun ekki hannaður fyrir þægilega hlaupa skó. Skóframleiðendur hafa því brugðist við þessari breytingu og hanna nú skó sem eru eins og sokkar eða sól- ar sem hægt er að hlaupa í en breyta ekki þessu eðlislæga hlaupalagi. Hreyfigeta í ökklum, iljum og tám og hreyfingar þeirra verða náttúru- legri. Líkamsþunginn verður jafnari yfir fótinn og því verður líkamsstað- an betri. Sólrún Anna Jónsdóttir hjá Íslensku ölpunum notar slíka skó og segir að þetta verði til þess að fæturnir verði mun sveigj- anlegri og þægindin aukist til muna. Hún notar þá aðallega í líkamsrækt en hefur prófað að hlaupa á þeim utandyra. „Þetta er eiginlega alveg ótrúlegt, ég get ekki hugsað mér að fara á venjulega skó aftur. Jafnvægið og sveigj- anleikinn verður miklu betri og þú nýtir fótinn betur.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.