Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Qupperneq 58
58 | Lífsstíll 13.–15. maí 2011 Helgarblað
n Nokkrar ráðleggingar um
fatnað í fjallgöngum og útivist
F
jallgöngur og útivera almennt njóta
nú meiri vinsælda meðal almennings
en nokkru sinni áður. Sífellt fleirum
verður ljóst að sú nánd við náttúruna
sem aðeins gönguferðir geta skapað
gefur manninum einhverja óútskýr
anlega orku og veitir honum meiri sálarró en
nokkurt lyf sem fundið hefur verið upp.
Ekki þarf að segja neinum sem á annað
borð hefur komið út fyrir hússins dyr hve
hvikul og óstöðug íslensk veðrátta er. Oft er
sagt í gamni við ferðamenn að ef þeir eru ekki
ánægðir með veðrið þá þurfi þeir ekki að bíða
nema í fimm mínútur. Öllu gamni fylgir nokk
ur alvara og þetta grín er sannara en margt
annað.
Ein af forsendum þess að njóta útivistar
er að vera í fatnaði sem heldur göngumanni
hlýjum og þurrum. Og hvernig skyldi nú vera
farið að því?
Lífið er Lagskipt
Þessu markmiði er yfirleitt náð með því að
klæða sig í lagskiptan fatnað. Vel búinn úti
vistarmaður er í þunnum nærfötum innst.
Þau eru til úr ýmsum efnum en best eru þau
sem eru í sem mestri ull.
Margir framleiðendur
blanda ullina með ein
hverjum gerviefnum en
ekkert efni stenst saman
burð við ull.
Yfir innsta lagið kem
ur svo millilag sem er
oftast þunn eða milli
þykk flíspeysa, ullarpeysa
eða eitthvað sambæri
legt. Göngubuxur úr flís
blöndum og gerviefnum
sem þó stöðva vindinn
eru til frá mörgum fram
leiðendum og eru mis
jafnlega góðar og mis
jafnlega dýrar. Fyrir
auralitla byrjendur geta
íþróttabuxur eða hlaupa
buxur verið ágætur val
kostur.
Þessum tveimur
lögum er ætlað að halda
á okkur hita við flestar
venjulegar aðstæður.
Þriðja lagið á að bæta
við einangrun og halda okkur
þurrum. Það er því að jafn
aði buxur og jakki eða úlpa
sem heldur vatni en andar
samt svo ekki safnist raki
og sviti upp innan frá og
bleyti göngumann. Mjög
mörg vörumerki eru í boði
á markaðnum og margt af
þessum fatnaði er frekar dýrt
og því brýnt að vanda valið. Að
jafnaði er samhengi milli verðs og
gæða og fatnaður sem er ódýr endist
illa og heldur ekki eins vel vatni og það
sem kostar meira.
Margir halda því reyndar fram að enginn
öndunarfatnaður standist íslenskt slagveður
þegar rigningin er lárétt og vindurinn lemur
göngumann af offorsi. Við þær aðstæður
þrýstist vatn inn með saumum, rennilásum
og hettum og jafnvel beinlínis inn um ódýr
öndunarefni. Til eru mælikvarðar til að skil
greina vatnsheldni og rétt að spyrja afgreiðslu
fólk út í það.
að vera sveigjanLegur
Við venjulegar sumaraðstæður myndu flestir
ganga í tveimur lögum en vera með hlífðar
fatnað í bakpokanum til öryggis. Það þýðir
samt ekki að göngumaður sé alltaf í nær
bol og flísjakka með reimað upp í háls. Þegar
gengið er upp brattar brekkur er gott að vera
léttklæddur.
Þegar göngu
maður blotn
ar af svita
missir hann
hluta af þeirri
einangrun
sem fatnað
urinn veitti
áður. Þess
vegna er góð
regla að reyna
eftir megni að
klæða sig ekki
of mikið. Ágæt
viðmiðun er
sú að göngu
manni sé hálf
kalt þegar
hann leggur af
stað. Þá mun
komast þægi
legt jafnvægi
á eftir stutta
göngu og
göngumanni
verður þægilega hlýtt án
þess að svitna. Þannig er
göngumaður sífellt að leita eft
ir réttu jafnvægi eftir því sem veðrið
breytist, hitinn lækkar þegar kemur ofar í
fjallið og gengið er úr skjóli út í beljandann
á berangri.
Hvar er Húfan mín?
Hitatapi og þægindastigi er í rauninni auð
veldara að stýra með húfu og vettlingum en
aukajaakka. Ef göngumanni er kalt á göngunni
getur verið betra að setja á sig hlýrri húfu og
fara í vettlinga. Þessir hlutir eru því afar mikil
vægir og aldrei skyldi neinn fara í gönguferð
án þess að hafa meðferðis góða húfu og vett
linga. Gott er að hafa annað sett til vara í bak
pokanum ef veður breytist og þarf að skipta.
Mörgum finnst gott að hafa vatnsþéttar lúffur
meðferðis en þær stöðva vindinn alveg og
getur því verið nóg að vera með þunna ullar
vettlinga innan undir þótt vonskuveður sé. Al
mennt eru belgvettlingar hlýrri en fingravett
lingar.
Legghlífar eru nauðsynlegur hluti af búnaði
göngumanns. Þær eru bestar úr öndunarefni
því ef þær eru of þéttar þá svitna menn undir
þeim. Legghlífar koma einkum að góðum not
um í lausamjöll, aurvaðli og þegar gengið er í
blautu grasi.
góðir skór eru undirstaðan
Skórnir eru mikilvægasti hluti búnaðar göngu
manns. Hægt er að klæða af sér kulda með
fatnaði sem er orðinn slitinn og farinn úr
tísku en það er engum hollt að skælast á fjöll
á íþróttaskóm eða slitnum skóm. Bestir eru
leðurskór sem styðja vel við ökklann og eru
með eins fáum saumum og kostur er. Vanda
skal valið á skóm og máta í síbylju þangað til
þægilegustu skórnir finnast. Gott er að vera
í þykkum sokkum við þá iðju og hlusta vel á
ráðgjöf afgreiðslufólks í útivistarbúðum. Betra
er að gönguskór séu rúmir en þröngir. Góðir
gönguskór eru dýrir og því nauðsynlegt að
vanda valið og hirða þá vel með því að bera
á þá leðurfeiti eða áburð milli ferða og halda
þeim hreinum.
annar búnaður
Annar búnaður sem þarf til útivistar þegar
fatnaði og skóm sleppir er ekki ýkja flókinn.
Flestir vilja hafa göngustafi sér til stuðnings
og þeir auka brennslu, veita stuðning og styrk
og er auðvelt að verða afar háður þeim. Sumir
vilja einn staf, aðrir tvo og sumir engan.
Nauðsynlegt er að eiga 30–35 lítra bakpoka
til að geyma aukafatnað, nesti, hlífðarfatn
að og annað það sem maður gæti viljað hafa
með sér. Hitabrúsi og nestisbox er ómissandi
en í bakpokanum getur einnig verið sjónauki,
myndavél, bækur, plástur, setmotta og vatns
brúsi svo fátt eitt sé nefnt.
nokkrar góðar útivistarbúðir
Útilíf er stærst á markaðnum og eru verslanir
þeirra á nokkrum stöðum, til dæmis í Glæsi
bæ, Holtagörðum, Kringlunni og Smáralind.
Fjallakofinn er við Reykjavíkurveg í Hafnar
firði og á Laugavegi.
Íslensku alparnir eru í Skeifunni og þar er
einnig verslunin Everest.
Íslensku framleiðendurnir 66 North og
Cinta mani eru báðir með verslanir í Hafnar
firði. 66 North er svo með verslun í Banka
stræti, Kringlunni og Faxafeni, og þar er einnig
útsölumarkaður þeirra. Cintamani er í Kringl
unni og Bankastræti.
ZoOn er með verslun í Kringlunni og í
Kópavogi.
Intersport á Bíldshöfða er allstór versl
un og einnig mætti nefna Útivist og sport í
Faxafeni. Af þessu má ráða að sá sem þarf að
kaupa sér útivistarfatnað eða búnað á talsvert
starf fyrir höndum og þarf að gefa sér góðan
tíma.
páll Ásgeir Ásgeirsson
Útivist
Í hverju ætlarðu
að vera?
Þegar rignir Þegar
rignir er afar mikilvægt að
vera í þéttum og góðum
hlífðarfatnaði sem þó
andar vel. Myndin er tekin
í leiðangri Ferðafélags
Íslands um Jökulgil.
eitt lag á sumardögum Á blíðum sumardögum
eru fjallgöngumenn jafnan aðeins í einu lagi fatnaðar
og jafnvel léttklæddari en það eins og þessir garpar
með Ferðafélagi Íslands á Vörðufelli.
Þrenn lög Þessar fjallakonur kunna vel að klæða
sig í þremur lögum af fatnaði á köldum vetrardegi,
með vandaðar húfur, trefla og vettlinga. Myndin er
tekin í næstsíðustu göngu Ferðafélags Íslands: 52
fjöll á ári 2010.
sóldýrkendur á stuttbuxum
Stuttbuxur eru algeng sjón í gönguhóp-
um í sumarferðum. Þessir sóldýrkendur
eru með Ferðafélagi Íslands á Djúpárdal.
Hlífðarfatnaður Góð húfa,
klútur eða buff sem hlífir andliti
og úlpa með góðri hettu koma
að góðum notum í vondu veðri.