Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Side 60
60 | Tækni Umsjón: Páll Svansson palli@dv.is 13.–15. maí 2011 Helgarblað
M
icrosoft gerði söguleg kaup
í vikunni þegar það yfirtók
Skype. Þetta vinsæla sam
skiptaforrit er í raun runnið
undan rifjum manna frá þremur nor
rænum þjóðum en fyrirtækið Skype
var stofnað af frumkvöðlunum Nikl
as Zennström frá Svíþjóð og Dan
anum Janus Friis árið 2003 en þeir
höfðu áður gert garðinn frægan með
skráardeilingarforritinu Kazaa. Líkt
og með Kazaa voru það Eistarnir Ahti
Heinla, Priit Kasesalu og Jaan Tallinn
sem skrifuðu allan kóða hugbúnað
arins og eiga kannski frekar skilið
að heita frumkvöðlar en þeir Zenn
ström og Friis.
Stærstu kaup Microsoft
Ekki er liðin nema vika síðan fréttir
bárust af því að Google og Facebook
stæðu í viðræðum við Skype, varð
andi hugsanleg kaup á fyrirtækinu
eða einhvers konar samstarf. Öllum
að óvörum varð það gamla brýnið
Microsoft sem hreppti hnossið og
stal senunni. Virði Skype var talið
vera rúmlega þrír milljarðar Banda
ríkjadala og samkvæmt bandarísk
um fréttamiðlum höfðu Google og
Facebook boðið um þrjá og hálf
an milljarð þegar síðast var vitað.
Microsoft keypti fyrirtækið hins veg
ar á átta og hálfan milljarð Banda
ríkjadala sem gerir þetta stærstu
kaup Microsoft frá upphafi.
Ástæða kaupanna
Hugbúnaðarrisinn Microsoft hefur
ekki gengið gæfunnar braut undan
farinn áratug og hefur átt erfitt með
að halda forskoti sínu. Það er eins og
fyrirtækið hafi horft á af hliðarlín
unni síðustu ár, á meðan Google og
Apple stýrðu leiknum með hönnun,
hugviti og nýjungum. Hverju sem
um er að kenna hefur ákveðin hnign
un átt sér stað innan fyrirtækisins,
stærðin ein og sér er ekki nóg, ef hug
vit, dirfsku og framtíðarsýn skortir.
Kaupin á Skype eru því eins og klór
í bakkann að sumra mati, ákvörðun
sem tekin hafi verið til að friðþægja
alla þá hluthafa þessa stórfyrirtæk
is sem óttast að Microsoft hafi misst
af snjallsíma og spjaldtölvubylting
unni. Og til að tryggja að Google
áskotnist ekki gríðarstór auglýsinga
markaður til viðbótar við það sem
fyrir er.
Rökrétt útspil
En yfirtakan á Skype er sennilega
eina rökrétta útspil fyrirtækisins
og hluti af vel útfærðri „strategíu“
til að tryggja Windows Phone
stýrikerfinu brautargengi á næstu
mánuðum. Samstarf Microsoft
við Nokia mun leiða af sér að inn
an árs fara Nokia Windows símar
að streyma í hillur verslana og þá
með Skypeútfærslu fyrir Windows
Phone stýrikerfið sem slær keppi
nautunum við. Microsoft mun þá
reyna að höfða til nýrra kynslóða
snjallsímakaupenda og með þol
inmæði tryggja sér öruggt sæti á
snjallsímamarkaðnum. Ein leiðin
væri að nýta Skype í samkeppni við
stóru fjarskiptafyrirtækin og bjóða
upp á ódýrari talsímaþjónustu.
Stórkostleg þjónusta
Skype mun hér eftir heita Micro
soft Skype og verða sér deild inn
an Microsoft. Steve Ballmer, aðal
framkvæmdastjóri Microsoft, var
kokhraustur við kaupin; „Skype er
stórkostleg þjónusta sem elskuð er
af milljónum manna víðsvegar um
heiminn. Í sameiningu munum
við stuðla að framtíð rauntíma
samskipta og tryggja tengsl milli
fjölskyldna, vina, viðskiptamanna
og samstarfsfólks, hvar sem er í
veröldinni.“
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
· Stórviðburður ·
Síðasta uppboð vetrarins
Listmunauppboð
Gallerí Fold · þekkt fyrir trausta þjónustu
fer fram mánudaginn og þriðjudaginn
16. og 17. maí, kl. 18 báða dagana
í Galleríi Fold, á Rauðarárstíg
Valtýr Pétursson
Á uppboðinu verður gott úrval verka samtímalistamanna svo og
fjöldi frábærra verka gömlu meistaranna.
í dag föstud. 10–18, laugard. 11–17, sunnud. 12–17, mánud. 10–17 (öll verk)
þriðjud. kl. 10–17 (verkin sem ekki eru boðin upp á mánudag)
Hægt er að skoða uppboðsskrána á myndlist.is
Stærstu fréttir vikunnar í tækniheiminum eru söguleg kaup Microsoft á Skype.
Margir markaðsgreinendur telja þessa gríðarmiklu fjárfestingu ekki getað borgað
sig upp en aðrir segja þetta vera snilldarútspil hugbúnaðarrisans.
Skype frá upphafi
n 2003 Skype stofnað af frumkvöðl-
unum Niklas Zennström frá Svíþjóð og
Dananum Janus Friis. Eistarnir Ahti Heinla,
Priit Kasesalu og Jaan Tallinn sáu um þróun
hugbúnaðarins.
n 2003 Fyrsta tilraunaútgáfa forritsins.
n 2005 eBay kaupir Skype fyrir 2,75 milljarða Bandaríkjadali. Skype kynnir myndspjall í
desember. Skráðir notendur komnir í 75 milljónir.
n 2006 Skráðir notendur komnir í 100 milljónir.
n 2007 Skráðir notendur komnir í 277 milljónir.
n 2008 Skráðir notendur komnir í 405 milljónir.
n 2009 Skype fyrir iPhone- og Blackberry-snjallsíma. eBay selur stóran hluta Skype til
fjárfestingarfyrirtækisins Silver Lake, eBay heldur eftir 30 prósenta hlut og stofnend-
urnir Zennström og Friis eru í félagi með 14 prósenta hlut.
n 2010 Skype fyrir Android-stýrikerfi. Skráðir notendur komnir í 560 milljónir. 120 millj-
ónir manna sér þjónustuna í hverjum mánuði, þar af rúmlega 8 milljónir sem greiða fyrir
þann möguleika að geta hringt beint í símanúmer. Um 40 prósent notenda Skype nýta
sér myndspjallsmöguleika forritsins að jafnaði.
n 2010 Skype innleiðir myndspjall fyrir iPhone 4 og 3GS-snjallsíma. Skype innleiðir
stöðuuppfærslur og samhæfingu við Facebook. Samstarf hefst við Panasonic og Sam-
sung um sérstaka útgáfu af Skype fyrir svokölluð netsjónvörp.
n 2011 Microsoft kaupir Skype fyrir 8,5 milljarða Bandaríkjadala. Stofnendurnir
Zennström og Friis fá 1,2 milljarða Bandaríkjadala í sinn hlut við kaupin. Skráðir notendur
komnir í 663 milljónir. Talið að um 600 þúsund nýir notendur skrái sig daglega.
Zennström og Friis
n Athafnamennirnir Janus Friis og Niklas Zennström hittust fyrst í Kaupmannahöfn
árið 1996. Zennström var þá yfirmaður Tele2 í Danmörku en Tele2 er evrópskt fjarskipta-
fyrirtæki sem býður upp á net- og símaþjónustu auk kapalkerfa fyrir sjónvarp. Friis var
ráðinn þetta ár til að stýra þjónustudeild fyrirtækisins og í framhaldinu unnu þeir saman
að ýmsum verkefnum.
n Þeir skildu síðan við Tele2 árið 2000 og hófu undirbúning að skráardeiliforritinu Kazaa
sem leit síðan dagsins ljós árið eftir og varð gríðarvinsælt. Ásamt Skype og Kazaa hafa
þeir félagar komið öðrum áhugaverðum og árangursríkum verkefnum á koppinn, þar á
meðal Joost, sem er vefþjónusta sem býður upp á sjónvarp í gegnum netið (joost.com).
Örvænting eða snilld
hjá Microsoft?
Ballmer kokhraustur
við kaupin Steve Ballmer
og Tony Bates, aðal-
framkvæmdastjóri Skype,
takast í hendur á sameigin-
legum blaðamannafundi í San
Francisco í vikunni. MyNd ReuteRS
Með digurt veski
eftir vikuna
Zennström og Friis
eru orðnir vellauð-
ugir menn eftir sölu
á 14 prósenta hlut
sínum.