Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Side 70

Dagblaðið Vísir - DV - 13.05.2011, Side 70
70 | Fólk 13.–15. maí 2011 Helgarblað Alltaf handtek- inn í Rússlandi Vesturport-leikarinn Björn Hlynur Haraldsson er í viðtali í nýjasta hefti tímaritsins Monitor þar sem hann segir meðal annars frá við- skiptum sínum við rússnesku lögregluna. Segir Björn hana hafa óeðlilegan áhuga á því sem hann er með í vösunum og aðeins í fyrsta skipti um daginn hafi hann ekki verið handtekinn á ferðum sínum um Rússland. „Ég get varla verið í Rússlandi því þar er ég alltaf bara handtekinn af löggunni. Það er alltaf verið að reyna að pretta mig í Rússlandi og ég hef ekki skap í það. Þar sem lögreglan reynir að ræna mig líður mér ekkert rosalega vel,“ segir Björn Hlynur sem þessa dagana leikur eitt af aðalhlutverkunum í Húsmóður- inni, nýjasta verki Vesturports. Ómar náði bílnúmerinu Útvarpsmaðurinn Ómar Eyþórsson, sem stýrir morgunþættinum Ómar á X-inu, varð á fimmtudaginn vitni að því þegar ökumaður keyrði utan í annan bíl fyrir utan eina af verslunum Lyfju. Ómar var snar í snúningum og hripaði niður bílnúmerið. Hann sendi svo ökufantinum kveðju á Facebook-síðu sinni: „[Bílnúmerið]. Þú hefðir ekki átt að stinga af eftir að þú keyrðir utan í Landcruiserinn fyrir utan Lyfju áðan. Ég náði númerinu og lét eiganda hins bílsins fá það.“ Eigandi skemmda bílsins hefur væntanlega verið Ómari mjög þakklátur enda fátt leiðinlegra að koma að skemmdum bíl og vita ekki hver sökudólgurinn er. „Jú, ég hef verið alveg töluvert fá- klæddari í þessari seríu en í þeirri fyrstu,“ segir söng- og leikkonan Þór- unn Antonía Magnúsdóttir og hlær dátt, aðspurð um þær fjölmörgu sen- ur sem hún hefur sést á brjóstahald- aranum einum klæða í annarri ser- íu af gamanþættinum Steindanum okkar. „Þetta er mjög fyndið því Ágúst Bent, kærastinn minn, er leik- stjórinn og við vinnum því að þessu saman. Það hafa því alveg komið upp mjög fyndnar aðstæður við tökur,“ segir hún. Ein slík var fyrir þarsíðasta þátt þar sem Þórunn svaf hjá tinmann- inum úr Galdrakallinum í Oz í sketsi sem kallast Flagarinn. „Í Flagaranum þurfti ég að þykjast sofa hjá Steinda á meðan kærastinn minn tók það upp. Svo er Steindi besti vinur Bents. Ég held að það lendi ekkert mörg pör í þessu. Ég málaði Steinda silfurlitað- an og svaf svo hjá honum fyrir fram- an kærastann minn,“ segir Þórunn og hlær. „Ég var alveg klár í þetta frá fyrsta degi,“ segir Þórunn en hún var hvergi bangin við þessar léttklæddu senur og tók vel í þær allt frá byrjun. „Það er engin feimni við Bent eða Steinda. Þetta er nú allt fyrir grínið. Þetta er líka ákveðin yfirlýsing hjá mér að gera þetta. Það er ekki eins og ég sé einhver sílikonbomba. Mér finnst bara kúl að sýna hvernig alvöru kon- ur líta út,“ segir Þórunn. „Það hef- ur samt alveg komið upp að ég hef verið að borða pítsu eða eitthvað og strákarnir hafa þá látið mig vita að ég eigi að vera á bikiníi daginn eftir. Þá er maður alveg bara: „Takk fyrir að gefa mér svona mikinn fyrirvara.“ En maður hlær bara að þessu.“ Þótt Þórunn hafi farið á kostum í tveimur leiknum sjónvarpsseríum nú á skömmum tíma er hún fyrst og fremst söngkona og hefur góð gen til þess en hún er dóttir Magnúsar Sig- mundssonar. Þórunn var með vin- sælt lag á síðasta ári sem hún tók upp ásamt Berndsen og þau tvö unnu einnig saman að nýja laginu sem kemur í spilun í dag, föstudag. „Lag- ið heitir Out of touch og er af vænt- anlegri sólóplötu minni. Ég er aðeins að breyta um stíl í tónlistinni og gera þetta meira poppað. Ég er í upptök- um núna og vonandi kemur platan bara seinna í sumar,“ segir söng- og leikkonan Þórunn Antonía Magnús- dóttir. tomas@dv.is Þórunn Antonía hvergi bangin við fáklæddar senur í Steindanum: „Er engin sílikonbomba“ Svaf hjá tinmanninum Í eitt af þeim skiptum sem Þórunn var fáklædd í Steindanum svaf hún hjá hinum hjartalausa tinmanni, leiknum af besta vini kærasta síns sem tók upp atriðið. Ekkert feimin Þórunn er hvergi bangin við að koma léttklædd fram og sýna hvernig alvöru konur líta út. Á níu vikum missti ég átj- án kíló,“ ljóstraði Matthías Matthíasson kátur upp í sam- tali við DV. Matti hefur vakið verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína í Eurovision og er flestum ljóst að hann er í mun betra formi í dag en þegar undankeppnin fór fram hér heima. Enda segist Matti vera mjög ánægður með árangurinn hingað til. Aðalkeppnin í fyrsta skipti Matti er að taka þátt í aðalkeppni Eurovision í fyrsta skipti en hefur nokkrum sinnum áður tekið þátt í undankeppninni hér heima. Í ár mætti hann til leiks með tvö lög í úr- slitunum, annars vegar Eldgos eft- ir nafna sinn Matthías Stefánsson og hins vegar lagið Aftur heim eft- ir Sigurjón Brink. Matti flytur lagið eins og flestir vita með fimm öðrum vinum Sigurjóns eða Vinum Sjonna eins og hópurinn er kallaður. Sigur- jón sjálfur ætlaði upprunalega að flytja lagið en varð bráðkvaddur á heimili sínu stuttu áður en undan- úrslitin fóru fram. Matti sem tók að sér flutninginn ásamt vinum Sigur- jóns hefur lengi verið þekktur inn- an íslenska tónlistarbransans enda var hann söngvari hljómsveitarinnar Papa áður en hún lagði upp laupana í febrúar 2008. Fékk sjokk þegar hann sá sig Þegar ljóst var að Vinir Sjonna voru á leiðinni í úrslitin í Düsseldorf sagði Matti frá því að nú þyrfti hann að fara í megrun. Hann stóð greinilega við stóru orðin og tók af sér tvö kíló að meðaltali á viku. Matti segist hafa fengið hálfgert sjokk þegar hann sá sig í sjónvarpinu í fyrstu undan- keppninni og ákvað að taka sig á: „Ég hætti að borða brauð, viðbættan sykur og mjólkurvörur.“ Galdurinn á bak við þetta er ekki flókinn ef marka má Matta: „Ég bara skipti um mataræði.“ Samkvæmt Matta hefur þetta breytta mataræði auk minni áfengisdrykkju haft tilætluð áhrif. Honum líður mikið betur og segir að allt sé að gerast varðandi út- litið. Matti fór ekki á fullt í ræktinni heldur var það eingöngu mataræðið sem var tekið í gegn. Heldur áfram á sömu braut Matti ætlar að halda áfram á sömu braut með breyttu mataræði og taka af fimmtán kíló til viðbótar en seg- ir að hann stefni þó ekki á einhvern ákveðinn kílóafjölda á endanum: „Hjá mér er þetta bara breyttur lífs- stíll.“ Matti er augljóslega á réttri leið enda skýrir hann frá því að að ís- lenski Eurovision-hópurinn sitji við Rínarfljótið og borði salat. Ljóst er að Matti verður í fínu formi þegar hann syngur fyrir milljónir manna í úrslit- um Eurovision í Düsseldorf í Þýska- landi á laugardagskvöld. gudni@dv.is n Matthías Matthíasson Eurovision- fari breytti um mataræði n Kominn í mun betra form n Hætti að borða brauð og viðbættan sykur „Á níu vikum missti ég átján kíló“ „Samkvæmt Matta hefur þetta breytta mataræði auk minni áfengisdrykkju haft tilætluð áhrif. Honum líður mikið betur og segir að allt sé að gerast varðandi útlitið. Matti fór ekki á fullt í ræktinni heldur var það eingöngu mataræðið sem var tekið í gegn. Matti Matt í undan- keppninni á Íslandi Áður en hann breytti um mataræði. Matti í Düsseldorf Eftir að hann missti átján kíló.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.