Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 12
Föstudagur 25. júlí 200812 Helgarblað DV „Ég held að þetta sé einhver mesta lygi sem hægt er að halda fram,“ seg- ir Björgvin Björgvinsson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunn- ar á höfuðborgarsvæðinu, spurð- ur um hvort hamingjusama hóran sé til. „Mér finnst reynt að réttlæta vændi á alla mögulega vegu. Það er mjög alvarlegt að halda þessu fram. Af því sem sýnt hefur verið fram á er þetta bara mýta. Konur fara út í vændi af mikilli þvingun. Að baki þessara vændiskvenna standa alltaf einhverjir sem verða þess valdandi að þær fara út í þetta,“ segir Björg- vin. Á síðasta ári voru gerðar þær breytingar á lögum að vændi er nú refsilaust. Björgvin segir vændi hafa aukist í kjölfarið. „Við höfum feng- ið fleiri ábendingar um stundar- vændi, það er um erlendar konur sem koma hingað og dvelja í stutt- an tíma. Þetta hefur alltaf komið upp af og til en við merkjum aukn- ingu. Það hefur komið fram hjá þeim sem við höfum haft afskipti af í svona málum að það er vitað að vændi er refsilaust hér á landi.“ Ef þriðji aðili hagnast á vændi annarra er hann hins vegar brotleg- ur við lög. Skipuleggja vændisferðir til Íslands Þær erlendu konur sem hingað koma til að stunda vændi skipuleggja gjarnan Ís- lands- ferðir sínar fyrirfram með aðstoð netsins. Þær skrá sig þá inn á einka- málavefi á borð við einkamal.is og private.is og koma sér í samband við væntanlega viðskiptavini. DV hefur heimildir fyrir því að kona frá Riga komi hingað á um tveggja mánaða fresti og dveljist hér í viku í senn. Hún leigir sér þá herbergi í grennd við Hlemm og tekur þar á móti þeim sem kaupa vilja af henni kynlíf. Konan rukkar fimmtán þúsund krónur fyrir hálf- tímann. Eftir því sem blaðamað- ur kemst næst þénar hún minnst hundrað þúsund á hverjum degi, og því minnst sex menn sem koma til hennar daglega. Tekjur hennar af því að selja líkama sinn hér á landi í eina viku geta því numið milljón, meira ef aðsóknin er mikil. Taldi blaðamann vera vændiskonu Blaðamaður DV setti auglýsingu á ensku inn á einkamal.is þar sem hann sagðist vera myndarleg kona sem dveldist hér á landi um viku- tíma, og tiltók dagsetningar. Í aug- lýsingunni sagðist hún vilja kom- ast í kynni við karlmenn. Innan við fimm mínútur liðu þar til fyrsta svarið barst: „k whats u offreing the price list and photos?“ sem á íslensku útleggst nokkurn veginn sem: „Hvað býður þú upp á? Ertu með verðlista og myndir?“ Tugir viðlíka skilaboða bárust innan sól- arhrings. DV setti einnig inn auglýsingu og sagðist vera erlendur karlmaður á leið til Íslands í viðskiptaerindum um vikutíma. Hann sagðist vera fjárhagslega vel stæður og mynd- arlegur og vildi komast í kynni við indæla konu. Einnig fann blaðamaður fjölda auglýsinga þar sem gefið var í skyn að kynlíf væri til sölu. Hann hringdi í eitt símanúmer sem gefið var upp og skildi eftir skilaboð. Engin svör höfðu borist þegar DV fór í prentun. Femínistar fordómafullir Heiðrún Lind Marteins- dóttir lögmaður segist ekki geta útilokað að hamingju- sama hóran sé til: „Ég held að hún geti allt eins verið til og hamingjusami lögfræð- ingurinn. Að mínu mati eru ákveðnir fordómar í gangi hjá femínistum sem þær virðast ekki sjá sjálfar. Þær eru í raun að tala niður til vændiskvenna og þröngva eigin siðferðissjónarmiðum upp á annað fólk og segja því hvernig það eigi að lifa líf- inu.“ Heiðrún segir það hafa verið skref í rétta átt að lögleiða vændi á Íslandi: „Ég hef lengi haldið því fram, og það er sjónar- mið frjáls- hyggjunnar, að það sé óþarfi að segja frjálsum einstaklingum fyrir verkum. Þeir sem ákveða að fara út í vændi gera það út frá eigin siðferð- issjónarmiðum. Ég held að það sé orðið mjög vafasamt ef löggjafinn er farinn að setja of mikið af siðferð- islegum skilaboðum í lögin.“ Vændiskonur verjast Atli Gíslason, lögmaður og þing- maður vinstri grænna, gagnrýnir að vændi hafi verið gert refsilaust en hann lagði á sínum tíma fram frum- varp um að kaup á vændi yrðu gerð refsiverð. „Eftir að vændi var lög- leitt í fyrra hefur það stóraukist og mansal sömuleiðis. Það þarf ekk- ert að fara í grafgötur með það,“ segir Atli. Honum finnst rangri mynd af raunveruleika vænd- iskvenna oft haldið á lofti. „Hamingjusama hóran er mýta.“ Í gegnum tíðina hafa komið fram í viðtölum vænd- iskonur sem lýsa yfir ánægju sinni með starfið og segjast hafa val- ið það af fús- um og frjálsum vilja. Spurð- ur um þessa staðreynd segir Atli: „Þær eru að verja sjálfa sig. Mér finnst í raun eðlilegt að þær bregðist við á þennan hátt. Hver myndi stíga fram og segja starfið sitt ömurlegt?“ Hann bendir einnig á að þeg- ar tekin eru viðtöl við fyrrverandi vændiskonur sé raunin önnur og þær lýsi þá þeirri eymd og niður- lægingu sem þær þurftu að þola í starfi sem þær völdu sér af neyð. Björgvin Björgvinsson tekur undir með Atla og telur vændiskon- ur réttlæta vændi fyrir sjálfum sér. „Ég held að þær eigi enga aðra úr- kosti. Þeirra aðstæður eru þannig. Ég hef afskaplega litla trú á því að það sé einhvers staðar til hamingju- söm hóra.“ Áfengi og fíkniefni algengir fylgifiskar Í starfi sínu í kynferðisbrotadeild hefur Björgvin sjaldan afskipti af íslenskum vændiskonum. „Þau afskipti sem við höfum haft af ís- lenskum konum sem selja sig eru í tengslum við áfengi og fíkniefni.“ Þær erlendu konur sem hingað koma til að stunda vændi eru að sögn Björgvins aðallega frá Aust- ur-Evrópu og Suður-Ameríku. „Ég held að það segi sig sjálft við hvern- ig aðstæður þessar konur hafa þurft að búa við,“ segir hann og kannast ekki við að hér á landi séu svokall- aðar háklassavændiskonur eins og gjarnan eru birtar í sjónvarpsþátt- um þar sem fögur mynd er dregin upp af starfi vændiskvenna. Hann segist hafa heyrt af því að konur auglýsi blíðu sína á vefsíðum en segist ekkert hafa rannsakað það enda erfitt að henda reiður á vef- samfélaginu. Leita kynlífs hjá ferðaskrifstofum DV hefur heimildir fyrir því að erlendar ferðaskrifstofur láti ferða- menn fá vefföng á einkamálasíðum þegar þeir spyrjast fyrir um kynlífs- iðnaðinn á Íslandi. Þannig komu „Hvað býður þú upp á? Ertu með verðlista og myndir?“ „HAMINGJUSAMA HÓRAN ER MÝTA“ ErLa HLynSdóTTir blaðamaður skrifar: erla@dv.is Eðlileg viðbrögð atlí gíslason segir eðlilegt að vændiskonur verji starf sitt í viðtölum og lýsi yfir ánægju með það. Þannig séu þær að verja sjálfsmynd sína. Hlynnt lögleiðingu vændis Heiðrún lind Marteinsdóttir segir lögleiðingu vændis lið í því að sporna gegn mansali. Hún telur rangt að segja frjálsum einstaklingum hvernig þeir eigi að haga lífi sínu. Hins vegar þurfi að veita þeim félagslega aðstoð sem leiðast út í vændi af neyð. Talin vera vændiskona Blaðamaður dV setti auglýsingu á ensku inn á einkamal.is þar sem hann sagðist vera myndarleg kona sem dveldist hér á landi um vikutíma. örfáum mínútum síðar barst svar þar sem óskað var eftir verðlista og myndum. í auglýsingunni var þó hvergi talað um vændi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.