Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 36
að skjólstæðingur neitar sök þó að ég viti hann sekan. Og jafnvel játar hann sektina fyrir mér. En mitt er að verja hann. Og ef hann er sýknaður veit ég að ég hef staðið mig. Grunn- ur okkar réttarkerfis er nefnilega sá að það er betra að 10 sekir séu dæmdir saklausir en að einn sak- laus sé dæmdur sekur. Í góðu réttar- kerfi er lögð meiri áhersla á það að saklaus maður sé ekki dæmdur til refsingar heldur en að sekur maður fái dóm.“ Gagnrýni á dómara „Því miður höndla margir dóm- arar ekki þá grundvallarreglu rétt- arfarsins að allur vafi skuli túlkaður sakborningi í hag. Það er nefnilega hætta á að dómari myndi sér skoð- un á viðkomandi einstaklingi. Dóm- arastarfið er gríðarlega erfitt. Hann þarf að hífa sig upp fyrir tilfinning- ar og skoðanir og horfa bara á sann- anir. En ég tel að það sé meira og meira um það að dómarar dæmi út frá tilfinningu eða „gut feeling“. Þá verður aðalmálið hver er trúverðug- ur og hver ekki. Það er varhugavert hvernig búið er að slaka á sönnun- arkröfunum. Ég hef áhyggjur af því að margir dómarar höndli ekki sam- félagslegan þrýsting. Þeir þurfa að getað einangrað sig frá fjölmiðlum og samfélagsumræðu.“ Áttu ekki einhverja óvini eftir málaferli? „Ég hef reynt að búa mér ekki til óvini. Það eru engir „krimmar“ úti í bæ sem hugsa mér þegjandi þörf- ina. Aðstandendur brotaþola geta verið eitthvað ósáttir á stundum en oftast átta þeir sig á því að ég var að vinna vinnuna mína. En ég verð alveg var við að þetta er harður heimur. Ég veit að þeir sem koma upp um dópmál geta verið í hættu. Ég man eftir Litháa sem kjaftaði frá í dópmáli og ég get Föstudagur 25. júlí 200836 Helgarblað DV Helgarviðtalið SiGríður ArnArdóttir sirryarnar@gmail.com „Flestir mínir kúnnar eru ósköp venjulegt fólk sem kannski hefur verið tekið fyrir hversdagsleg brot eins og ölvunarakst- ur. En svo kynnist maður líka fólki sem er á jaðri samfélags- ins. Og þá er gefandi að fylgjast með fólki sem fyrst var í al- gjöru rugli og vímu en nær sér á strik og fer að vinna og eignast fjölskyldu. Maður sér líka vissulega tilvik þar sem menn halda áfram ruglinu og verða einhverjum að bana. Það er sorglegt. En það eru góðir þræðir í öllum.“ „Ég tek allt alla leið,“ segir Sveinn Andri Sveinsson lögmaður þar sem hann situr í sólinni við Kaffi Par- ís á Austurvelli og vekur aðdáun og athygli fyrir breytt útlit, orðinn tággrannur og stæltur. „Hjá mér dug- ar ekkert hálfkák. Fituprósenta mín var 30% fyrir ekki margt löngu og það þykir mjög slæmt. En það þykir frá- bært á mínum aldri að ná sér niður í 18%. Ég fór í einkaþjálfun hjá Svavari Má Einarssyni, þjálfara í World Class, sem fór líka „í hausinn á mér“ og ég breytti lífsstíl mínum og mataræði og er kominn niður í 12% fituhlutfall.“ nýtt líf og meiri starfsorka „Ég var orðinn 105 kíló og leitaði til Stefáns Eggertssonar læknis út af ýmsum kvillum sem háðu mér, svo sem svefntruflunum og brjóstsviða. Hann sagði að eina leiðin væri að sigrast á aukakílóunum. Þetta var mér spark í rassinn auk þess sem frá- fall bróður míns, Lúðvígs Árna, sem dó fyrir aldur fram minnir mig reglu- lega á að góð heilsa er ómetanleg. Í dag líður mér miklu betur. Ég hef meiri starfsorku. Það er ekkert mál að vakna og mæta í ræktina rúmlega 6 á morgnana. Þar æfi ég í tvo tíma á dag en breytt mataræði er 70% af þessu. Ég hætti alveg í namminu, kexinu og bjórnum. Og borða nú litla matar- skammta á þriggja tíma fresti. Þá er blóðsykurinn alltaf í jafnvægi og ég er borða mikið ávexti og skyr. Einn- ig er ég alveg orðinn háður matnum á „Maður lifandi“ þar sem ég borða í hádeginu. Ég á Svavari þjálfara og sálfræðingi mikið að þakka. Hann lemur mann áfram og veit að þau skipta sköpum þessi tvö skipti sem hann fær mann til að lyfta aukalega, þegar maður heldur að maður geti ekki meir.“ Einkalífið og slúðrið „Formið sem maður er í hefur ekkert með aldur að gera. „Six pack- inn“ sem var til staðar í menntaskóla er kominn aftur,“ segir Sveinn Andri ánægður. Um leið svífur á hann fög- ur kona og kyssir hann og umfjöllun um einkalíf lögmannsins kemur upp í hugann. „Sveinn einn“ var fyrir- sögn í Séð og heyrt. „Það hafa ótrú- legar sögur farið á kreik um mig og sumar kostulegar. En þetta er ein- faldur pakki hjá mér: Ég skildi eftir 14 ára hjónaband og 17 ára sambúð og er einhleypur í dag. Ég á 4 ynd- isleg börn. En þetta þurfti að gerast og gerðist. Skilnaður gerist í annarri hverri fjölskyldu. Ég er sjálfur skiln- aðarbarn. Hlutirnir ganga bara ekki alltaf upp og þetta var auðvitað erfitt skref en var óhjákvæmilegt og ég er sáttur við guð og menn í dag.“ En hvað varð um hundinn sem Sveinn Andri gekk með um borgina löngum stundum? „Hundurinn varð eftir hjá frúnni fyrrverandi. Í staðinn tek ég á því í Laugum. Ég fylgi alltaf markmiðum mínum og þrjóskast áfram. Ég er fanatískur í því sem ég geri, í vinnu kemst ekkert annað að en málin en ef ég færi í golf til dæmis myndi ég rústa vinnunni. Ég þori ekki að byrja, það yrði svo mikið tekjutap. Ef ég byrjaði í jóga væri ég kominn í kufl og með svartan blett á ennið daginn eftir.“ Lögmaður í sviðsljósinu Ef það ætti að búa til íslenskt lög- fræðidrama í anda banda- rískra spennu- þátta er lík- legt að Sveinn Andri yrði ein helsta fyrir- myndin. Hann hefur oft verið í sviðs- ljósinu og varið umdeilda menn. Af hverju er hann svona áberandi lög- fræðingur? „Ég vann sem blaðamaður á Morgunblaðinu hér áður fyrr og fátt fór meira í taugarnar á mér en þeir sem voru passívir og höfðu fátt að segja. Þegar ég fór út í lögmennsku var ég nýkominn úr blaðamennsk- unni og vandi mig á að hafa vin- samleg samskipti við fjölmiðla. Ég tjáði mig um ýmsa hluti og gerði mér grein fyrir því að það var gagnkvæm- ur hagur af þessum samskiptum. Ég get nýtt mér fjölmiðla í sakamál- um sem eðli máls samkvæmt vekja áhuga fjölmiðla. Skjólstæðingurinn getur verið til baka og verjandinn getur líka þurft að verja hann fyrir dómstóli götunnar. Ég nýti mér göm- ul tengsl og þægileg samskipti við fjölmiðla til að koma sjónarmiðum að ef á skjólstæðing minn er hallað. Þetta hefur svo bara þróast þannig að þeir sem eru í áberandi eða „high profile“-málum leita oft til mín. Ég reyni alltaf að gera mitt besta þótt það kosti mikla viðveru. Þetta er ein- göngu hægt vegna þess að mér finnst gaman að starfinu. Verkefnin eru krefjandi og maður kynnist mörgu áhugaverðu fólki.“ En kynnistu ekki líka fólki sem þig langar ekkert að kynnast og þú átt enga samleið með? Það eru ekki allir sakamenn áhugaverðir? „Flestir mínir kúnnar eru ósköp venjulegt fólk sem kannski hefur verið tekið fyrir hversdagsleg brot eins og ölvunarakstur. En svo kynnist maður líka fólki sem er á jaðri sam- félagsins. Og þá er gefandi að fylgj- ast með fólki sem fyrst var í algjöru rugli og vímu en nær sér á strik og fer að vinna og eignast fjölskyldu. Mað- ur sér líka vissulega tilvik þar sem menn halda áfram ruglinu og verða einhverjum að bana. Það er sorglegt. En það eru góðir þræðir í öllum.“ Frægir „krimmar“ Þú hefur varið marga fræga saka- menn eins og til dæmis Jón Trausta Lúthersson. Hvaða mál eru eftir- minnilegust? „Jón Trausti er vissulega fræg- ur og hefur ímynd hörku en í mín- um augum er hann ósköp venjuleg- ur náungi en með slæmt orðspor. Reyndar er hans sakaskrá nokk- uð hrein. Fyrsta málið sem hann var dæmdur fyrir var að taka Reyni Traustason hálstaki vegna umfjöll- unar DV um hann. Í næsta máli var hann áhorfandi að barsmíðum án þess að aðhafast nokkuð og fékk dóm fyrir hlutdeild. Hans sakaferill hefur verið blásinn upp í fjölmiðl- um. Margir af þessum „sakamönn- um“ eru mjög góðir vinir mínir sem ég hitti reglulega. Lykilatriðið er að verjandi líti ekki á sig eins og hann sé hafinn yfir sakborninginn. Ég kem fram við fólk af virðingu og það kann að meta það. Ég les ekki yfir mönnum. Flestir sem byrja hjá mér halda sig því við mig sem verjanda en ég segi auðvitað við þá að ég vilji „ekki sjá þá aftur“. En ég get alveg messað yfir unglingum sem lenda í rugli. Gerum okkur grein fyrir því að maðurinn á næsta borði við okk- ur gæti verið „díler“. En það er gott að þekkja einkennin því þá er hægt að forða sér og börnum sínum frá hættunni. Maður þarf að halda vöku sinni og verja æskuna.“ Hvaða mál er eftirminnilegast á þínum ferli? „Það var svokallað „shaken baby-mál“ frá árinu 2002. Dagpabbi var dæmdur fyrir að verða barni að bana með því að hrista það. Ég setti mig vel inn í þetta heilkenni „shak- en baby syndrome“. En það var bara ein hliðin á þessu heilkenni kynnt fyrir dómstólum og mjög sorglegt hve Hæstiréttur afgreiddi þetta mál ódýrt. Toppsérfræðingar í réttar- lækningum sem ég hafði samstarf við í Bandaríkjunum drógu niður- stöður réttarkrufningar í efa. Það fer þungt í mann þegar niðurstaðan er þessi og maður veit að skjólstæð- ingurinn er saklaus.“ En hvað ef skjól- stæðingurinn sem þú ert að verja er sekur? „Það kemur fyrir „Ég skildi eftir 14 ára hjónaband og 17 ára sam- búð og er ein- hleypur í dag. Ég á 4 yndisleg börn. En þetta þurfti að gerast og gerðist. Skilnaður gerist í annarri hverri fjöl- skyldu. Ég er sjálf- ur skilnaðarbarn. Hlutirnir ganga bara ekki alltaf upp og þetta var auðvit- að erfitt skref en var óhjákvæmilegt og ég er sáttur við guð og menn í dag.“ Fyrir utAn víGvöLLinn í FLottu Formi „Formið sem maður er í hefur ekkert með aldur að gera. „six packinn“ sem var til staðar í menntaskóla er kominn aftur.“ Fyrir oG EFtir sveinn andri fór úr 30 í fituprósentu niður í 12 prósent.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.