Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 26
Helgarblað DVFöstudagur 25. júlí 200826 HIN HLIÐIN Hógværð er ofmat Nafn og aldur? „Ágúst Bent Sigbertsson einnig þekktur sem Skríbent, Brenni, Gústi Aska og Sérvitri-sjoppu- hangarinn. Ég er 25 ára.“ Atvinna? „Auglýsinga-, fjölmiðla- og skemmtanabransinn.“ Hjúskaparstaða? „Einhleypur.“ Fjöldi barna? „Engin skilgetin börn.“ Átt þú gæludýr? „Engin dýr.“ Hvaða tónleika fórst þú á síðast? „Unity-tónleikar á 22 með mc Gauta og 7berg. Það var ynd- islegt.“ Hefur þú komist í kast við lögin? „Semi. Stop snitchin.“ Hver er uppáhaldsflíkin þín og af hverju? „Þegar ég var 8 ára fengu allir í 6. flokki Fylkiseyrnaband með nafninu sínu. Ég notaði það í nokkur misseri, týndi því. Fann það 14 ára, notaði í einhvern tíma og týndi því svo. Fann það svo núna um daginn, rokkaði það og lúkkaði eins og milljón- kall, en týndi því. Plís einhver að finna Bent-eyrnabandið mitt.“ Hefur þú farið í megrun? „Nei, auðvitað ekki.“ Hefur þú tekið þátt í skipulögð- um mótmælum? „Já, nokkrum sinnum.“ Trúir þú á framhaldslíf? „Nei, það er dauði eftir lífið, ekki öfugt.“ Hvaða lag skammast þú þín mest fyrir að hafa haldið upp á? „Radio Ga Ga var anthemið mitt þegar ég var 10 ára.“ Til hvers hlakkar þú núna? „Ég hlakka til heimsyfirráða Rottweilerhunda sem hefjast með tónleikaferð til Skandin- avíu í september.“ Afrek vikunnar? „Það að halda hjartanu sláandi. Það slær laust og sjaldan, en það slær.“ Hefur þú látið spá fyrir þér? „Miðlar eru stórskrítnir svika- hrappar. Svo skrítnir að sumir trúa vitleysunni í sjálfum sér! En nei, ekki ég.“ Spilar þú á hljóðfæri? „Ég bara sveifla mér í radd- böndum og slæ á létta strengi...“ Styður þú ríkisstjórnina? „Nei, það geri ég nú ekki.“ Hvað er mikilvægast í lífinu? „Ekkert sko. Bara að tóra og tjilla.“ Hvaða fræga einstakling myndir þú helst vilja hitta og af hverju? „Dave Chapelle, Joe Rogan, Tinu Fey og Derren Brown.“ Ert þú með tattú? „Eru húðflúr ekki bara fyrir þá sem geta ekki reddað sér örum á eðlilegan hátt?“ Hefur þú ort ljóð? „Já, og tek ekki mark á þeim sem hafa ekki gert það.“ Hverjum líkist þú mest? „Það er hún litla systir mín, hún Helluð Selma.“ Ertu með einhverja leynda hæfileika? „Hógværð er ofmat, þannig að ég held engu jákvæðu leyndu.“ Af hverju stafar mannkyninu mest hætta? „Af Oddzasleggjum.“ Á að leyfa önnur vímuefni en áfengi? „Auðvitað. Það er ekki hægt að stöðva fíkniefnaneyslu, þannig að það á að einbeita sér að því að minnka skaðsemi notenda á samfélagið. Hverjum gagnast það að sóa tíma lögreglunnar í að finna einn og einn hala úti í bæ, hirða af honum draslið og skella á hann sekt? Ef þetta væri allt löglegt stjórnaði yf- irvaldið bæði sölu og neyslu, gætu minnkað neyslu meðal unglinga, eflt forvarnir og með- ferðir og eytt öllu því ofbeldi sem þessu fylgir.“ Hver er uppáhaldsstaðurinn þinn? „Prikið!“ Ágúst Bent hefur verið í fremstu röð meðal rappara Á íslandi um ÁraBil. XXX rottweilerhundar voru að senda frÁ sér nýtt lag sem heitir gemmér og mynd- Band með því. þeir eru að plana skandinavíutúr og eru hvergi nærri hættir. Bent hefur litla trú Á miðlum og segir mikilvægast að tóra og tjilla. DV24166240708 Útfararþjónustan ehf. Stofnað 1990 Símar: 567 9110 & 893 8638 www.utfarir.is • runar@utfarir.is Alhliða útfararþjónusta Rúnar Geirmundsson Sigurður Rúnarsson Elís Rúnarsson Þorbergur Þórðarson Reiskólinn Faxaból bíður uppá skemmtileg reiðnámskeið fyrir börn og unglinga. Eigum nokkur laus pláss á reiðnámskeiðið 5.ágúst - 15.ágúst Sjá nánar á www.faxabol.is dv mynd Ásgeir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.