Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 28
Föstudagur 25. júlí 200828 Helgarblað DV „Ég komst inn í leikmyndahönn- un í The Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff í Wales,“ segir Guðný Hrund. „Námið er þrjú ár og svo er mælt með því að fara í tveggja ára sérnám. Á fyrstu þremur árunum fáum við að kynnast flest- um hliðum leikhússins. Við búum til búninga, brúðuleikmyndir og brúður.“ Guðný Hrund Sigurðardóttir er fædd árið 1981. Hún útskrifað- ist með stúdentspróf árið 2001 og fór fljótlega að læra ljósmyndun. Að vinna við ljósmyndun var það sem hana langaði að gera á þess- um tíma og fór hún út til Svíþjóð- ar í ljósmyndaskóla. Þegar hún kom heim hóf hún nám í myndlist í Listaháskóla Íslands og útskrifað- ist þaðan árið 2006 með fjögurra mánaða gamlan strák á handleggn- um. „Ég byrjaði að hafa áhuga á myndlistinni þegar ég var úti í Sví- þjóð í ljósmyndaskólanum. Í nám- inu áttu allar ljósmyndirnar að vera uppi á vegg og ég hafði ekki mikinn áhuga á þannig ljósmyndun. Ég var að setja myndir á gorma, í vatn og prófa mig aðeins áfram. En það var þá sem ég komst eiginlega að því að myndlistin væri frekar minn staður,“ segir Guðný Hrund. BA-próf í leikmyndahönnun „Ég er með BA-próf í myndlist frá Listaháskóla Íslands og er á leið í annað BA-próf í leikmyndahönn- un,“ segir Guðný Hrund. „Þeg- ar ég var í LHÍ fengum við að prófa margt sem tengist myndlistinni. Ég gerði leikmynd á einu nám- skeiðinu og það kveikti alveg í mér.“ Guðný Hrund verður fyrsti Ís- lendingurinn sem stundar nám við The Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff í Wales. „Þeir sögðu við mig að ég væri fyrsti Íslendingurinn sem kæmi í þennan skóla. Mekkín Ragnarsdótt- ir sem er í Silfurtunglinu sagði mér frá þessum skóla og mér fannst hann rosalega áhugaverður og ákvað því að prófa að sækja um,“ segir Guðný Hrund. Guðný Hrund er rosalega hóg- vær stúlka þegar blaðamaðurinn spyr hana um inntökuskilyrðin. „Ég fór í við- tal og það voru um hundrað manns sem fóru líka í viðtal. Það voru um tíu til fimmtán manns sem komust inn. Þegar ég fór að í viðtalið skoðaði ég skól- ann og ég kolféll fyrir honum,“ segir Guðný Hrund. „Flest- ir sem komust inn í skólann voru búnir með eitthvað undirbúningsnám en ég ákvað bara að prófa að sækja um og sjá svo hvað myndi gerast. Þegar ég sótti um í myndlistaskólanum vissi ég ekkert út í hvað ég var að fara og það er í raun þannig líka núna. Maður lendir bara á einhverjum stöðum en þetta á pottþétt eftir að verða rosa- lega skemmtilegt.“ Gaman að vinna í höndunum „Ég fann gamla ritvél í geymsl- unni heima hjá frænku minni og ég ætla að taka hana með mér út,“ seg- ir Guðný Hrund. „Það er allt orðið svo tæknivætt og mér finnst miklu meira heillandi að skrifa bréf á ritvél en tölvupóst í tölvu.“ Þegar Guðný Hrund fer út í nám- ið í haust ætlar hún að setjast niður og skrifa bréf á ritvélina sína. Henni finnst miklu skemmtilegra að gera eitthvað í höndunum og senda litlar minningar. „Mér finnst það ótrúlega fallegt að senda bréf. Þegar maður býr erlendis held ég að það sé miklu meira virði að fá bréf en tölvupóst,“ segir hún. „Námið sem ég er að fara í snýst mikið um að vinna í höndun- um, gera allt á milli himins og jarðar. Meðal annars sauma, smíða, mála og taka myndir.“ Framtíðarstarfið Guðný Hrund flytur út í haust ásamt kærastanum og tveggja ára syni sínum „Ég hugsa þetta nám sem leikhúsleikmyndanám. Nám- ið er dýrt en lánshæft en það mun pottþétt borga sig eftir að ég klára námið. Ég veit ekki hvar ég mun vinna í framtíðinni en einhver hlýt- ur að eiga starf fyrir mig, einhvers staðar í heiminum.“ Konan IlmvAtn í FötumIlmvötn mega helst ekki fara í föt því þá geta mynd-ast blettir í þeim. úðaðu beint á húðina, hálsinn eða á úlnliðinn. Ef þú ert með ofnæmi eða vilt ekki úða ilmvatni beint á húðina, settu þá smá ilmvatn í vasa-klút eða servíettu og hafðu í vasanum. umsjón: BErglInd BjarnadóttIr BErglIndB@dV.Is Guðný Hrund Sig- urðardóttir fékk inngöngu í leik- myndahönnun í The Royal Welsh College of Music and Drama í Cardiff í Wales. Hún verður fyrsti Íslendingurinn sem fer í þann skóla. Guðný er búin að læra ljósmyndun og er með BA-próf í myndlist frá Listahá- skóla Íslands. Finnst gaman að vinna í höndunum nám í Englandi guðný Hrund sigurðardóttir er fyrsti íslendingurinn til að komast inn í the royal Welsh College of music and drama. AugnskuggAr og vArAlitir í stíl við hárAlitinn Útskriftarverkefni Þessi mynd sýnir útskriftarverk- efni guðnýjar Hrundar frá 2006. Hún fékk fólk til þess að velja sér stað og tók svo mynd af umhverfinu án fólksins og bjó til veggjapúsl úr ljósmyndunum. n mjög ljóshærðu fólki fer vel að fá sér ljósgráan, silfurlitan, bláan, ljósan og pastelbleikan augnskugga. Varaliturinn á frekar að fara út í vínliti, berjaliti og kaffiliti. ljóshært og ljósskolhært fólk getur farið út í heita liti eins og gulbrúnan, ljóskopar og ferskjuliti í augnskugga. Varaliturinn gæti verið í kórallit, apríkósu og ferskjuliti í varalitum. n Konum með brúnt hár en með fölan andlitslit fer vel að setja grænan, brúnan eða bláan lit í augnskugga. dökkhærðu fólki sem hefur gulan andlitstón fer betur að nota heitari liti eins og brúna, ljósbrúna og ólífuliti. dökkhærðar konur eiga að nota ljósbrúnan lit, kanillit og brúnrauðan lit á varirnar. n rauðhærðar konur þurfa frekar að nota heitari liti, ferskjuliti og gull í augnskuggum og varaliti í kanillitum og ferskjubrúna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.