Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 62

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 62
Föstudagur 25. júlí 200862 Helgarblað DV Tónlist Lágstemmd Karen O Forsprakki Yea Yeah Yeahs, söngkonan Karen O, hefur nú undanfarið verið að túra með hliðarverkefni sínu, Native Korean rock. tónlistin er aðeins lágstemmdari en pönk-rokkið frá Yeah Yeah Yeahs, í þetta skiptið er Karen hreinlega að syngja gamaldags ástarsöngva. tónlistarunnendur ættu svo sannarlega að kynna sér Native Korean rock á Myspace-síðu sveitarinnar, myspace.com/nativekoreanrock. uMsjóN: Krista Hall krista@dv.is Endurkoma Davíðs Smára Idolstjarnan Davíð Smári og hljómsveitin hans hafa spil- að úti um allt land í sumar og næsti viðkomustaður verður á 800 bar á Selfossi. Strákarn- ir eru nýkomnir úr stúdíói þar sem þeir tóku upp nýtt lag eftir meðlimi sveitarinnar en það fer í spilun á útvarpsstöðvun- um í haust. Davíð sagðist lofa geðveiku lagi og er greinilega ánægður með árangurinn en það hefur ekki farið mikið fyrir honum síðan hann sló í gegn í Idolinu árið 2003. Rokkað gegn nauðgunum „Við erum með starfsemi allt árið en við höfum verið að detta í gang með þetta átak fyrir verslun- armannahelgina frá árinu 2003. Í fyrra héldum við í fyrsta skipti tón- leika til að vekja athygli á málstaðn- um og það lukkaðist svo rosalega vel að við ákváðum að gera það aft- ur í ár,“ segir Hjálmar Gunnar Sig- marsson „ráðskona“ karlahópsins. Þær hljómsveitir sem fram koma á tónleikunum eru: Æla, Ark- ir, Kettir, Jan Mayen, Morðingjarnir, My Summer As A Salavation Sold- ier, Naflakusk, Poetrix, Tríó Magn- úsar Tryggvasonar og Vicky Poll- ard. „Það er frítt inn á tónleikana en fólk getur hins vegar stutt okk- ur með frjálsum framlögum eða kaupum á Nei-bolunum sem við erum að selja. Við erum einmitt búin að bæta vel í litaflóruna þar svo þeir sem eiga bol nú þegar geta fengið sér nýjan í öðrum lit.“ ekki nóg að vera bara ósáttur Að sögn Hjálmars er takmark karlahópsins og Jafningjafræðsl- unnar að leggja áherslu á mikil- vægi þess að fólk taki virkan þátt í baráttunni gegn kynjabundnu of- beldi. „Við viljum sérstaklega vekja at- hygli karlmanna á málinu en auð- vitað líka vekja athygli á því að þetta kemur öllum við og það er ekki nóg að vera ósáttur við þetta ofbeldi heldur verður að gera eitt- hvað í málinu. Þegar karlahópur- inn fór af stað árið 2003 kom upp sú hugmynd að gera eitthvað tengt verslunarmannahelginni. Við fór- um þá að velta því fyrir okkur að það væri einn vinkill sem vantaði í baráttunni gegn kynjabundnu of- beldi. Umræðan hafði alltaf beinst að kvenmönnunum, um að þær yrðu að passa sig að verða ekki of fullar og alltaf að halda hópinn, en það vantaði að beina umræðunni að karlmönnunum sem eru yfir- þyrmandi meirihluti gerenda.“ stuðningur almennings aukist Hjálmar segist finna fyrir gríð- armikilli aukningu á stuðningi við hópinn undanfarin ári. „Fyrst þeg- ar við vorum að fara í gang með átakið Nei við nauðgunum skildi fólk ekki alveg hvað við áttum við og margir spurðu hvort við værum að ráðast á karlmenn með átak- inu. Við erum að sjálfsögðu ekki að því heldur erum við einfaldlega að hvetja þá til að taka afstöðu og sýna ábyrgð. Við vorum á eins konar byrjunarreit að kynna átakið fyrstu tvö árin en upp úr 2005 fórum við að finna fyrir miklum breytingum. Í stað þess að við værum að troða barmmerkjunum upp á fólk byrj- aði það að koma til okkar og óska eftir fleiri barmmerkjum og lím- miðum.“ Tónleikarnir á Organ í kvöld hefjast upp úr níu og standa yfir til klukkan þrjú eftir miðnætti. Í kjöl- farið tekur við plötusnúðasett sem skemmtir gestum til klukkan fimm um morguninn. „Við hvetjum að sjálfsögðu alla til að mæta og sér- staklega þá sem vilja sýna þessum málstað stuðning og kíkja í leiðinni á flottar hljómsveitir. Með átak- inu viljum við leggja áherslu á að tryggja það að verslunarmanna- helgin sé það sem hún á að vera, góð skemmtun,“ segir Hjálmar að lokum. krista@dv.is Karlahópur Femínistafélagsins í samstarfi við Jafningjafræðsl- una stendur í kvöld fyrir tón- leikum á Organ sem bera yfir- skriftina Nei við nauðgunum. Þar kemur fram fjöldi íslenskra hljómsveita og er frítt inn á tónleikana. Halda tónleika fyrir Helga Hóseasson Rokkararnir í Atómstöðinni standa í stórræðum um helgina og fara heldur ótroðnar slóðir í tón- leikahaldi. Í kvöld, föstudag, blæs sveitin til mótmælendatónleika til að sýna samstöðu með Helga Hóseassyni milli klukkan sjö og átta en annað kvöld verða útgáfu- tónleikar Atómstöðvarinnar á Org- an. „Málið er að hann Helgi, sem er orðinn níræður, treystir sér ekki til að fara langt frá heimili sínu. Hann hefur því ekki getað þegið það að koma á tónleika sem við höfum verið að bjóða honum á og því sáum við ekkert annað í stöðunni en að fara til hans og halda tónleika á horninu hans á Langholtsvegin- um. Með því langaði okkur að votta þessum magnaða manni virðingu okkar og standa með honum vakt- ina í smástund og vekja með hon- um athygli á hans málstað,“ seg- ir Guðmundur Ingi Þorvaldsson, söngvari Atómstöðvarinnar. „Við lítum mikið upp til Helga og sú tenging sem við höfum við hann er að okkur hefur alltaf fund- ist við svolítið utan við í íslensku tónlistarsenunni en okkur er al- veg sama og höldum bara áfram að rokka fyrir okkur.“ Annað kvöld verða svo tónleikar á Organ til að fagna nýjustu plötu Atómstöðvarinnar, Exile Republic. „Við vorum orðnir svo þreyttir á þessu hefðbundna tónleikaformi þar sem allir taka sig svo alvarlega að það má ekki brosa svo okkur langaði að bjóða gestum okkar upp á óhefðbundna skemmtun,“ segir Guðmundur. Tónleikarnir á Organ hefjast klukkan tíu með Jojo, hálftíma seinna mætir harmonikkuleikari á svæðið, því næst Vicky Pollard, svo leynigestur og á miðnætti stíg- ur Atómstöðin á svið. Sjálfur Stjáni stuð sér um að loka kvöldinu með stæl en miðasala á tónleikana fer fram við innganginn og kostar ein- ungis fimm hundruð krónur inn. krista@dv.is Atómstöðin heldur tvenna heldur óvenjulega tónleika um helgina: Nýtt Rott- wEilERlag XXX Rottweiler hundar hafa verið einstaklega iðnir við tónlistarsköpun að und- anförnu og er nú splunkunýtt lag komið inn á Myspace- síðu sveitarinnar, myspace. com/xxxrottweilerhundar. Lag þetta nefnist Gemmér og var það Lúðvík Páll sem sá um lagasmíð og Ágúst Bent um textaflutning. Laginu er hægt að hlaða niður af Myspace-síð- unni fyrir útvarpsspilun og eru allir aðdáendur sveitarinnar hvattir til að tékka á þessu eit- urferska lagi. Ósætti Zeppelin- meðlima Alltaf minnka líkurnar á því að tónleikaferðalag Led Zepp- elin verði að veruleika. Robert Plant er ekki sáttur við Jimmy Page eftir að hann gleymdi að þakka honum í þakkarræðunni þegar hann tók við verðlaun- um fyrir hljómsveitina í síðasta mánuði. Haft var eftir heimild- armanni að Robert væri mjög ósáttur við að hann hafi ekki fengið þakkir. Verðlaunin voru fyrir frammistöðu hljómsveit- arinnar og því hefði Page átt að þakka honum. standa vaktina með Helga Hóseassyni atómstöðin blæs til mótmælatónleika í kvöld á langholtsveginum. Hjálmar gunnar sigmarsson, „ráðskona“ karlahóps Femínista- félagsins Hjálmar segir mikilvægt að fólk taki virkan þátt í baráttunni gegn kynjabundnu ofbeldi. dV mynd: arnar ómarsson Hljómsveitin Vicky Pollard Er meðal þeirra hljómsveita sem ætla að vekja athygli á málefninu Nei við nauðgunum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.