Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 17
Leiðin út úr vandanum DV Helgarblað Föstudagur 25. júlí 2008 17 björgvin g. sigurðsson, viðskiptaráðherra: Peningamálin verði endurskoðuð „Það blasti lengi við að við myndum lenda í ákveðnu aðlögunar- skeiði eftir lánadrifna ofsaþenslu nokkurra ára, þar sem gengi krónunnar var mikið sterkara en menn töldu raunveruleika vera fyrir. síðan hefur margt gerst. við sitjum uppi með erfið heims- markaðsverð, lausafjárkreppu sem ríkir á alþjóðamörkuðum og snarpa gengislækkun krónunnar. seðlabankinn er eitt þeirra verkfæra sem við höfum yfir að ráða. við verðum að treysta honum og því lögbundna hlutverki sem hann hefur þar til alþingi breytir þeim lögum. Enginn að draga fæturna aðgerðir á fjármála- og húsnæðismörkuðum eru svo dæmi um mjög mikilvægar aðgerðir af hálfu ríkisstjórnarinnar. Þær voru kynntar snemma sumars og skipta miklu máli. Þar er ég að tala um breytingar á íbúðalánasjóði og niðurfellingu stimpilgjalda að hluta. Þær höfðu jákvæð áhrif og bættu stöðu húsnæðismarkað- arins. eins styrkti útgáfa ríkisskuldabréfa gengi krónunnar. Það eina sem ríkisstjórnin á eftir að klára er lántakan á gengisforðalán- inu. allir vita að það verður tekið um leið og seðlabankinn stendur frammi fyrir tilboði um ásættanlegt lán. í grunninn skipta mestu máli aðgerðir sem styrkja gengið og verða til þess að við náum einhverju raungengi, í grennd við 130 til 140 stig. styrking krónunnar dregur úr verðbólgunni og eftir því sem krónan verður sterkari því hraðar gengur verðbólguskot- ið til baka. Það er verið að gera allt sem hægt er að gera. við búum við peningamálastefnu með fljótandi gjaldmiðli og verðbólgumarkmiðum. Tveir kostir raunhæfir Þegar við höfum náð okkur út úr þessu blasir við okkur þetta langstærsta pólitíska verkefni margra ára; endurskoðun á peningamálastefnunni. Menn hafa verið að tala um að ekki skuli ræða um framtíðarlausnir meðan verið er að glíma við skamm- tímavanda. Það er bara vitleysa. partur af skammtímavandanum felst í lengri tíma lausnum. stefnufesta og vissa um framtíðarfyrir- komulag bætir stöðuna á alþjóðlegum mörkuðum. við erum hins vegar dæmd til að rétta okkur af við núverandi fyrirkomulag. við höfum tvo kosti að mínu mati; núverandi fyrirkomulag eða aðildarumsókn að evrópusambandinu og evrunni og mynt- bandalaginu í kjölfarið. aðrir hafa talað fyrir upptöku evru í gegnum ees-samninginn. Það er sjálfsagt að taka þá umræðu. Tilrauninni lokið Það er auðvelt að segja að ekki sé verið að gera nóg. enginn stjórnarandstöðuflokkur hefur bent á aðgerðir sem ekki er verið að gera eða stendur til að gera. stjórnvöld leituðu strax í upphafi eftir samstarfi við verkalýðshreyfingar og samtök atvinnulífsins. við náum jafnvæginu fyrr en síðar en það verður að sjálfsögðu sársauka- fullt. nú eru sex eða sjö ár síðan ákveðið var að krónan yrði fljótandi. Það var samþykkt með miklum húrrahrópum allra flokka á alþingi. aðalhagfræðingur seðlabank- ans lýsti þessu sem tilraun með gjaldmiðil. nú er henni lokið að mínu viti og tímabært að líta yfir farinn veg og taka ákvörðun um framhaldið.“ jón Magnússon, ÞingMaður Frjálslynda Flokksins: krónan eins og korktaPPi „Ég hef lengi verið þeirrar skoðunar að við þyrftum að vera með einhvers konar mynttengingu, hvort sem það er danska krónan, dollarinn eða evran. Það er galið að blása einhvern möguleikann af án þess að skoða hann. Með mynttengingu væri hægt að tryggja að gjaldmiðillinn sé ekki á stöðugu flökti. ef við höfum kost á því að tengjast stóru myntkerfi eigum við að gera það. Það myndi miklu máli skipta hvað öryggi í viðskiptum snertir. Ég tel brýnast nú þegar að stýrivextir seðlabankans yrðu lækkaðir. Það er að mínu viti mál númer eitt hjá ríkisstjórninni en einnig þarf að koma í veg fyrir að hjól atvinnulífsins hætti að snúast. Horfa til Norðurlanda stjórn seðlabankans taldi lengi vel að það væri ekki samdráttur í aðsigi. við bentum á, sem augljóst var, að það yrði samdráttur í byggingariðnaði og á fjármálamarkaði. Það hefur komið á daginn og mun, ef fer sem horfir, leiða til aukins atvinnuleysis með haustinu. í fyrsta lagi þarf að skapa lánamarkað með svipuðum hætti og í nágrannalöndum okkar. síðan er meira langtímamál með hvaða hætti við komum gjaldmiðlinum út úr því að vera spákaupmannagjaldmiðill á ólgusjó eins og korktappi. Það hefur verið reyndin frá því um aldamót. Galið að slá evruna af borðinu ríkisvaldið á að draga úr umsvifum sínum og lækka skatta. sérstaklega á vörum eins og bensíni og olíu. Því miður er stóri vandinn í efnahagsmálum sá að við skulum búa við ríkisstjórn sem er í sumarfríi þegar það eru vandamál í efnahagsmálum. stjórnin hefði átt að vinna að lausnum og fara svo í sumarfrí. ekki öfugt. Það talar hver í sína áttina og það var skynsamleg hugmynd vg að kalla þingið saman. Ég hef talað fyrir því að það sé nauðsynlegt að losna við verðtryggingu lána. Það gengur ekki nema hægt sé að treysta gjaldmiðlinum. verðtrygging er afleiðing af vondum gjaldmiðli. hvað nýjan efnahags- ráðunaut ríkisstjórnarinn- ar varðar tel ég eðlilegt að hann hjálpi til við að leysa þau vandamál sem hann hefur hjálpað til við að skapa.“ Ertu að flytja, láttu fagmenn sjá um verkið fyrir þig Örugg og trygg þjónusta Að eiga og elska heimsins versta hund -Mjög fyndin ástarjátning ... Í bókinni Marley og ég er viðfangsefninu lýst af hlýju ... gamansemi og ástúð. New York Times -Fyndin og hjartnæm saga um fimmtíu kílóa Labrador sem var jafn tryggur og elskulegur og hann var óþekkur. People -Hugsanlega hugljúfasta bók ársins. Sannarlega hundavinabók ársins. USA Today MARLEY OG ÉG er bók sem allir hundaáhugamenn verða að lesa - og hinir líka. Marley og ég John Grogan Að eiga og elska heimsins versta hund Á metsölulista New York Times Frum- útgáfa í kilju HÓLAR Nánari upplýsingar í síma 698 2312 - Jón Aðalsteinn TIL SÖLU !!! Honda Shadow 1100cc Sabre árg.2000, ekin 6þús mílur Honda Valkyrie Interstate 1520cc árg.1999, ekin 25þús km Honda Valkyrie Rune árg.2004, ekin 1þús km ÞAKSPRAUTUN ehf Þarf að vinna í þakinu í sumar en hefur ekki tíma? Því ekki að láta það í hendur fagmanns? Sérhæfi mig í sprautun á öllu bárujárni sem gefur einstaka áferð, ásamt allri annari alhliða málningarvinnu. Uppl. í síma 8975787
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.