Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 19

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 19
DV Helgarblað Föstudagur 25. júlí 2008 19 aði Martha Stewart Living Omn- imedia. Martha var stjórnarmaður, forseti, og framkvæmdastjóri nýja fyrirtækisins. 19 október 1999 var fyrirtækið skráð á New York-hluta- bréfamarkaðinn. Bréfin voru skráð á 18 dollara í upphafi en fóru fljótt upp í 36 dollara, þessi mikla hækk- un gerði Mörthu Stewart að millj- arðamæringi á pappírunum. Fimm mánaða fangelsi Martha Stewart var ákærð árið 2004 eftir að hafa selt allan hlut sinn í ImClone árið 2001. Það gerði hún eftir að hafa fengið fregnir af því að framkvæmdastjóri ImClone ætl- aði að selja öll sín bréf. Bréf í fyrir- tækinu féllu um 16 prósent daginn eftir að hún seldi. Hún var fundin sek í mars 2004 fyrir samsæri og að ljúga að rannsóknarnefnd. Martha var dæmd í júlí sama ár í fimm mánaða fangelsi og fékk tveggja ára skilorðsbundinn dóm. Eftir fangelsisvistina var Martha sett í stofufangelsi í aðra fimm mánuði þar sem hún þurfti að vera með staðsetningartæki á ökkla- bandi. Martha borgaði einnig sekt upp á tvær og hálfa milljón króna. Endurnærð úr fangelsinu Eftir að Martha slapp úr fangelsi árið 2005 lét hún aftur til sín taka. Fyriræki hennar, Martha Stewart Living, blómstraði og hún fór að selja innanstokksmuni í verslun- um K-Mart og í stærri Sears-versl- unum. Martha mætti aftur í sjón- varpið með pompi og prakt í þætti sínum The Martha Stewart Show og stjórnaði einnig sérstakri útgáfu af Apprentice-þættinum sem hét The Apprentice: Martha Stewart. Martha gaf einnig út bækur þetta sama ár. Ein þeirra fjallaði um það hvernig reka ætti fyrirtæki og hin var um bakstur, fleiri bækur fylgdu árið á eftir. Allt hefur verið í blóma hjá Mörthu síðan þá, hún var til- nefnd til Emmy-verðlauna, hús voru seld undir vörumerki henn- ar og vörur hennar seldust grimmt í verslunarkeðjunni Macy’s. Hún kom einnig fram í Ugly Betty- þáttaröðinni þar sem hún gaf vin- konu sinni Wilhelmu Slater, sem leikin er af Vanessu Slater, góð ráð um það hvernig elda ætti kalkún. Bönnuð í Bretlandi Í ágúst samþykkti öryggis- og eftirlitsnefndin sem hafði rann- sakað mál Mörthu að loka málinu. Samkomulag varð um að Martha Stewart myndi ekki vera stjórnandi eða framkvæmdastjóri félagsins næstu fimm árin, né heldur sjá um fjármál og bókhald annarra fyrir- tækja. Síðastliðinn júní var Martha stöðvuð af landamæravörðum í Bretlandi sem meinuðu henni að fara inn í landið þar sem hún var dæmdur glæpamaður. Hún hafði ætlað sér að tala á ráðstefnu í land- inu um tísku í Konunglegu aka- demíunni. Flott framtíð Í september 2007 tilkynnti fyr- irtæki hennar Martha Stewart Liv- ing Omnimedia að í bígerð væri samstarf við vínframleiðanda um að framleiða vín í nafni Mörthu. Martha hefur einnig skrifað undir samning þess efnis að selja frosin og ferskan mat undir nafni sínu. Martha hefur undanfarið viðrað þá hugmynd að setja upp alfræðiorða- bók Mörthu Stewart undir slóðinni marthamedia.com. hin eina sanna húsmóðir ameríku Í Þjórsárdal eru margir fallegir og áhugaverðir staðir t.d. Hjálparfoss, Stöng, Gjáin, Háifoss og Þjóðveldisbærinn. Húsin hennar Martha keypti hús og lét innrétta þau og seldi þau svo undir vörumerkjum sínum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.