Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 48

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 48
föstudagur 25. júlí 200848 Helgarblað DV Var í raun mögulegt að kona hefði skrifað skelfilegu söguna um Frankenstein? Í janúar 1818 veltu margir lesendur á Englandi þessi spurningu fyrir sér en þá var þessi fræga skáldsaga nýkomin út. Höf- undar var ekki getið en almælt var að ung kona væri höfundur þess- arar óhuggulegu sögu. Gagnrýn- endur voru furðu lostnir og marg- ir þeirra sögðu bókina ókvenlega og skelfilega. Aðrir lofuðu sög- una og líktu höfundi hennar við Shakespeare. Um þær mundir var ekki al- gengt að konur sendu frá sér rit- verk. Þær fáu sem það þó gerðu skrifuðu hreint ekki um ófreskjur og skrímsli. En höfundur Frank- ensteins var auðvitað engin venjulega kona. Foreldrar hennar voru þjóðþekktir; rithöfundurinn og kvenréttinakonan Mary Woll- stonecraft og blaðamaðurinn og samfélagsrýnirinn William God- win. Barn þessara foreldra vissi frá blautu barnsbeini að það var einstakt. Lét viðteknar venjur lönd og leið Enda varð ævi hennar hreint ekki venjuleg. Hún skrifaði ekki bara bækur, en til undantekninga heyrði að ungar konur stunduðu slíkt í upphafi 19. aldar. Hún hirti ekki um fjölskyldumynstur, flutti að heiman, eignaðist börn ógift, ferðaðist um Evrópu þvera og endilanga og lét álit annarra sig litlu varða. Fyrir galt hún háu verði. Þeir sem þekkja ævi hennar telja ekki undarlegt að verk hennar fjalli um myrkar hliðar lífsins. Ekki skorti hörmungarnar í hennar lífi. Flúðu frá Lundúnum Mary Wollstonecraft Godwin var tæplega 19 ára þegar hún hóf að skrifa söguna um Franken- stein. Þetta var sumarið 1816 og hún og lítill hópur menningar- vita hafði flúið Lundúni og leitað skjóls í útlöndum. Leiðtogi hópsins var um- deildasta skáld Evrópu, George Byron lávarður. Hann hvarf frá Englandi í kjölfar frægra ástaræv- intýra og ku hafa flúið ógreiddar skuldir. Aðrir menningarvitar voru lífsförunautur Mary, Percy Bysshe Shelley, stjúpsystir hennar Claire og læknir Byrons, John Polidori. Með í för var líka William, ungur sonur þeirra Mary og Percys. Þau settust að við Genfarvatn í Sviss og elstu menn mundu ekki aðra eins ótíð. Byron lávarði datt þá í hug að hvert þeirra skrifaði hryllingssögu, svona til að drepa tímann. Metnaður Mary var mikill. Hún vildi gjarnan vekja aðdáun þess- ara vina sinna og skrifa sögu sem fengi blóðið til að frjósa í æðum lesenda. Fyrsta vísindaskáldsagan Hryllingssögur voru nokkuð vinsælar þá um stundir en með sögunni um Frankenstein fór Mary skrefinu lengra. Sög- una um vísindamann- inn Victor Franken- stein sem tekst að skapa manneskju úr líkamshlutum héðan og þaðan má jafnvel telja fyrstu vísinda- skáldsöguna. Ekki dregur það úr mikil- vægi hennar. Í raun fjall- ar hún um hvað gerst get- ur þegar maðurinn reynir að leika eftir skaparanum. En hún fjallar líka og ekki síður um ást og vináttu. Mann- vera sem kastað er út úr samfélagi manna hlýtur að vera ill – rétt eins og ófreskjan hans Frankensteins. Bókin naut mikilla vin- sælda og hver útgáfan rak aðra. Öld síðar var hún kvikmynd- uð og túlkun Borisar Karloff á ófreskjunni hrelldi heims- byggðina. Hávært þramm hans í þröngum klæðum, með ofur- hátt enni og þung augnlok varð eitt af megineinkennum hryll- ingsbókmenntanna. Mary var einu sinni sem oftar í útlöndum þegar bókin kom út árið 1818. Og það var ekki fyrr en hún sneri heim árið 1823 að hún áttaði sig á hve vinsæl sagan var. En hún átti fullt í fangi með að gleðjast yfir árangrinum. Harmur og hremm- ingar sem hún átti að baki höfðu breytt sýn hennar á rómantískt líf bóhemanna. Ofurhuginn Percy, stóra ást- in í lífi hennar, hafði drukknað í Lerici-flóa á Ítalíu. Hún hafði líka misst tvö af þremur börnum sín- um. Flutti að heiman Percy Bysshe Shelley kom eins og ferskur andblær inn í líf henn- ar þegar hún var 16 ára. Hún var þá orðin hundleið á tilbreyting- arlausri og innilok- aðri til- veru sinni og ekki síður á stjúpmóður sinni en móðir Mary lést skömmu eftir fæðingu henn- ar. Mary og Percy voru sálufélagar og árið 1814 fluttu bæði að heim- an og hófu sambúð. Foreldrar beggja settu sig alfarið upp á móti þessu sambandi, ekki síst vegna þess að Percy var kvæntur mað- Mary Shelley skrifaði fjölda skáldsagna auk Frankensteins, t.a.m. leikrit og ferðasögur. Í bókinni Mathilda fjallar hún um sjáflsmorð og sifjaspell. Hún skrifaði hana á árunum 1819-1820 en bókin var ekki gefin út fyrr en árið 1959. Faðir Mary Shelley fékk handritið til yfirlestrar og fannst umfjöllunin um sifjaspell ógeðsleg og óviðeigandi. Árið 1823 kom Valperga út, þar verður kvenhetja á miðöldum að velja milli ástar og frelsis. Hún velur frelsið. The Last man kom út árið 1826, Mary hugar þar að framtíðinni og falli mannsins. Hún hlaut harkalega dóma fyr- ir hana en sagan telst nú eitt af bestu verkum hennar. Mary Shelley sá einnig um útgáfu á heildarverkum eftir Percy Bysshe Shelley. Að honum látnum neyddist hún til að skrifa blaðagreinar og ferðafréttir til að hafa í sig og á. Mary Shelley skrifaði um sjálfsmorð og sifjaspell Mary Shelley Var þrjósk manneskja og flutti til útlanda á unglingsaldri. „Það sem skelfir mig, skelfir aðra.” Mary sagði þetta uM drauM seM Varð henni að yrkisefni í sögunni uM frankenstein. Hún skapaði Frankenstein- óFreskjuna Mary Shelley var aðeins 21 árs þegar hún sendi frá sér hryllingssöguna um Frankenstein. Dapurlegustu hlutar bókarinnar endurspegla þær hremmingar sem einkenndu líf hennar. Byron lávarður lét sér detta í hug að Mary Shelley skrifaði hryllingssögu. ef tir önnu l arsdot ter Fr ægir rithöFundar mary shelley
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.