Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 38
Föstudagur 25. júlí 200838 Sport Sport LögregLunni kennt á trúarbrögð lögreglumönnum sem verða í Ólympíuþorpinu hefur verið kennt að umgangast fólk sem aðhyllist ólík trúarbrögð til þess að koma í veg fyrir að móðga keppendur á meðan á leikunum stendur. 5.000 lögreglumenn sóttu námskeið um uppruna trúarbragða, hvað er bannað og hvernig beri að haga sér. Námskeiðið fór fram í lögregluháskólanum í shenyang. auk þess að læra um trúarbrögð fengu lögreglumennirnir hefðbundna þjálfun í því hvernig eigi að taka á neyðarástandi sem gæti skapast. ís-lensku keppendurnir ættu því að vera öruggir í Peking. Ólympíuleikarnir hefjast 4. ágúst næstkomandi og stjórnvöld leggja allt undir. Kínverjum er mikið í mun að landið líti sem best út í aug- um gestanna. Ekkert er til sparað og af 37 keppnisstöðum sem notaðir eru undir leikana voru 12 smíðaðir frá grunni. Leikarnir eiga að tákna inn- reið Kínverja inn í 21. öldina. 10.500 íþróttamenn keppa í 302 keppnisgreinum. Meginvettvang- ur íþróttanna verður á þjóðar- leikvanginum sem gengur undir nafninu „fuglshreiðrið“ sökum sér- stakrar lögunar hans. 80 þúsund manns komast fyrir á leikvanginum sem er yfirbyggður ef svo óheppi- lega vill til að rigni á keppendur í frjálsíþróttakeppninni. „Af því sem við höfum séð er all- ur undirbúningur fyrir Ólympíu- leikana í Peking til fyrirmyndar. Ég held ég hafi aldrei séð svona um- fangsmikla skipulagningu og ég hlakka til að sjá afraksturinn. Ég er viss um að þessir leikar muni slá öllum öðrum við,“ sagði Jacqu- es Rogge, forseti Alþjóðlaólympíu- nefndarinnar, sem vanalega er ekki yfirlýsingaglaður. Loftmengun áhyggjuefni Þrátt fyrir að skipulagning gangi vel eru enn áhyggjur af loftmengun í Peking. Í vikunni sem leið hófust aðgerðir til að sporna við mengun- inni. Öllum verksmiðjum var lokað auk þess sem aðgerðir gegn bíla- mengun hófust. Dögunum er skipt á milli bílnúmera sem enda á odda- tölu og þeirra sem enda á sléttri tölu. Þetta þýðir að um 3,3 milljón- um færri bílar verða á götunni en venjulega. Jaque Rogge hefur gert skipuleggjendum ljóst að ef meng- unin verður of mikil muni Ólymp- íunefndin fresta íþróttagreinum og bíða næsta dags til að sjá hvort loft- ið verði hreinna þá. Peking er mikil iðnaðarborg og útstreymi mengandi lofttegunda er gríðarlegt. Fyrir vikið hafa yfir- völd lagt í umfangsmiklar aðgerð- ir til þess að stemma stigu við loft- mengun á meðan Ólympíuleikarnir fara fram. Milljörðum dollara hefur þegar verið varið í að flytja stálverksmiðj- ur úr borginni yfir í nærliggjandi sveitir. Auk þess verður öllum iðn- aðarverksmiðjum í borginni lokað á meðan á leikunum stendur. Í lið- inni viku var öllum verksmiðjum í borginni lokað og mengunarmæl- ingar eftir fyrsta dag gáfu góða raun auk þess sem íbúar Peking höfðu það á orði að hægt væri að horfa til himins án þess að sjá brúna slikju yfir borginni. Þetta verður ærið verkefni þar sem í síðustu vikur var skyggni ein- ungis nokkur hundruð metrar og mengunin í borginni er með því mesta sem gerist í heiminum. Fleira verður gert til þess að skapa sem besta umgjörð fyrir íþróttamennina. Verið er að gera tilraunir með sérstakan veðurbún- Ólympíuleikarnir í Peking hefjast 4. águst næstkomandi og und- irbúningi er að mestu lokið. Ekkert er til sparað og formaður al- þjóðlegu Ólympíunefndarinnar er fullviss um að allt fari vel. Enn eru þó áhyggjur af loftmengun en umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi til þess að sporna við henni. Stjórnvöldum er mikið í mun að skapa jákvæða ímynd af landinu og von er til þess að Kína færist nær alþjóðasamfélaginu eftir leikana. Allt er til reiðu í Peking Viðar guðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Loftmengun Venjulega er einungis nokkur hundruð metra skyggni í Peking. biður fyrir góðum leikum jacques rogge, formaður alþjóðaólympíunefndarinnar, er sannfærður um að Ólympíuleikarnir heppnist vel.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.