Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Side 38

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Side 38
Föstudagur 25. júlí 200838 Sport Sport LögregLunni kennt á trúarbrögð lögreglumönnum sem verða í Ólympíuþorpinu hefur verið kennt að umgangast fólk sem aðhyllist ólík trúarbrögð til þess að koma í veg fyrir að móðga keppendur á meðan á leikunum stendur. 5.000 lögreglumenn sóttu námskeið um uppruna trúarbragða, hvað er bannað og hvernig beri að haga sér. Námskeiðið fór fram í lögregluháskólanum í shenyang. auk þess að læra um trúarbrögð fengu lögreglumennirnir hefðbundna þjálfun í því hvernig eigi að taka á neyðarástandi sem gæti skapast. ís-lensku keppendurnir ættu því að vera öruggir í Peking. Ólympíuleikarnir hefjast 4. ágúst næstkomandi og stjórnvöld leggja allt undir. Kínverjum er mikið í mun að landið líti sem best út í aug- um gestanna. Ekkert er til sparað og af 37 keppnisstöðum sem notaðir eru undir leikana voru 12 smíðaðir frá grunni. Leikarnir eiga að tákna inn- reið Kínverja inn í 21. öldina. 10.500 íþróttamenn keppa í 302 keppnisgreinum. Meginvettvang- ur íþróttanna verður á þjóðar- leikvanginum sem gengur undir nafninu „fuglshreiðrið“ sökum sér- stakrar lögunar hans. 80 þúsund manns komast fyrir á leikvanginum sem er yfirbyggður ef svo óheppi- lega vill til að rigni á keppendur í frjálsíþróttakeppninni. „Af því sem við höfum séð er all- ur undirbúningur fyrir Ólympíu- leikana í Peking til fyrirmyndar. Ég held ég hafi aldrei séð svona um- fangsmikla skipulagningu og ég hlakka til að sjá afraksturinn. Ég er viss um að þessir leikar muni slá öllum öðrum við,“ sagði Jacqu- es Rogge, forseti Alþjóðlaólympíu- nefndarinnar, sem vanalega er ekki yfirlýsingaglaður. Loftmengun áhyggjuefni Þrátt fyrir að skipulagning gangi vel eru enn áhyggjur af loftmengun í Peking. Í vikunni sem leið hófust aðgerðir til að sporna við mengun- inni. Öllum verksmiðjum var lokað auk þess sem aðgerðir gegn bíla- mengun hófust. Dögunum er skipt á milli bílnúmera sem enda á odda- tölu og þeirra sem enda á sléttri tölu. Þetta þýðir að um 3,3 milljón- um færri bílar verða á götunni en venjulega. Jaque Rogge hefur gert skipuleggjendum ljóst að ef meng- unin verður of mikil muni Ólymp- íunefndin fresta íþróttagreinum og bíða næsta dags til að sjá hvort loft- ið verði hreinna þá. Peking er mikil iðnaðarborg og útstreymi mengandi lofttegunda er gríðarlegt. Fyrir vikið hafa yfir- völd lagt í umfangsmiklar aðgerð- ir til þess að stemma stigu við loft- mengun á meðan Ólympíuleikarnir fara fram. Milljörðum dollara hefur þegar verið varið í að flytja stálverksmiðj- ur úr borginni yfir í nærliggjandi sveitir. Auk þess verður öllum iðn- aðarverksmiðjum í borginni lokað á meðan á leikunum stendur. Í lið- inni viku var öllum verksmiðjum í borginni lokað og mengunarmæl- ingar eftir fyrsta dag gáfu góða raun auk þess sem íbúar Peking höfðu það á orði að hægt væri að horfa til himins án þess að sjá brúna slikju yfir borginni. Þetta verður ærið verkefni þar sem í síðustu vikur var skyggni ein- ungis nokkur hundruð metrar og mengunin í borginni er með því mesta sem gerist í heiminum. Fleira verður gert til þess að skapa sem besta umgjörð fyrir íþróttamennina. Verið er að gera tilraunir með sérstakan veðurbún- Ólympíuleikarnir í Peking hefjast 4. águst næstkomandi og und- irbúningi er að mestu lokið. Ekkert er til sparað og formaður al- þjóðlegu Ólympíunefndarinnar er fullviss um að allt fari vel. Enn eru þó áhyggjur af loftmengun en umfangsmiklar aðgerðir eru í gangi til þess að sporna við henni. Stjórnvöldum er mikið í mun að skapa jákvæða ímynd af landinu og von er til þess að Kína færist nær alþjóðasamfélaginu eftir leikana. Allt er til reiðu í Peking Viðar guðjónsson blaðamaður skrifar: vidar@dv.is Loftmengun Venjulega er einungis nokkur hundruð metra skyggni í Peking. biður fyrir góðum leikum jacques rogge, formaður alþjóðaólympíunefndarinnar, er sannfærður um að Ólympíuleikarnir heppnist vel.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.