Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 25.07.2008, Blaðsíða 14
föstudagur 25. júlí 200814 Fréttir DV Verslunarmannahelgin er fram undan og eflaust margir sem ætla að leggja land undir fót og fara í útilegu. Ferðavörur er hægt að fá í fjölmörgum verslunum á höfuðborgarsvæðinu. Hvort sem um dýrar gæðavörur eða ódýrar einnota vörur er að ræða geta allir fundið eitthvað við sitt hæfi. DV fékk nokkrar útivistarverslanir til að taka saman útilegupakka með vörum sem eru vinsælar hjá þeim og gefa upp verð. Enn er tími til að kaupa meira dót. Tugþúsunda munur á úTilegupakkanum Allt að 60 þúsund krónum getur munað að kaupa búnað í útileguna í Útilíf og í Rúmfatalagernum. DV fékk í lið með sér nokkar útivistaverslanir til að taka saman pakka með vörum sem vinsælt er að taka með í útileg- una. Það voru verslanirnar Ellings- en, Útilegumaðurinn, Rúmfatalager- inn og Útilíf. Langdýrast er að versla hjá Útilegumanninum og í Útilífi. Um helmingi minna kostar að versla í Ellingsen og langódýrast er að versla í Rúmfatalagernum. Svakalegur munur Pakkinn frá Útilíf kostaði samtals 79.480 krónur og innihélt vinsælustu vörunar hjá þeim. Hjá Útilegumann- inum kostaði pakkinn 74.300 krónur. Hjá Ellingsen voru það 37.742 krón- ur og hjá Rúmfatalagernum 16.698 krónur. Ekki eru sömu tegundir í öllum körfunum þar sem mismun- andi vörutegundir eru í boði. Gæði eru einnig mismunandi. Sem dæmi er hægt að fá vel útbúið pottasett á 7.290 krónur í Útilíf á meðan potta- sett kostar 1.690 í Rúmfatalagernum. Örtröð fyrir helgar Rúmfatalagerinn býður upp á afar fjölbreytt úrval og passar að eiga nóg fyrir verslunarmannhelgina fram undan. „Það er klikkað að gera hjá okkur í útileguvörunum,“ segir Ólaf- ur Helgason, aðstoðarverslunarstjóri í Rúmfatalagernum í Skeifunni. „Ör- tröðin byrjar strax á fimmtudegi og er fram á laugardag. Við erum stöðugt að fylla á,“ segir Ólafur. Hann segir að fólk sem komi og kaupi eitthvað, kaupi ávallt meira því lítill verðmun- ur er á vörunum. Sömu sögu er að segja í Ellingsen. Mikið hefur verið að gera í allt sumar og úrvalið heldur að minnka. Enn er þó hægt að fá há- gæðavörur á góðu verði. Margt nýtt Í Útilíf, þar sem dýrast er að versla, tjáði starfsmaður blaðamanni að vinsælast sé að kaupa vatnshelda poka en þá er hægt að fylla með kæli- vörum og leggja í læk eða vatn og viðhalda þannig ferskleika. Pokinn kostar 18.900 krónur og er að hans sögn hágæðavara. Einnig segir hann vinsæla eldunargræju sem hægt er hita vatn í, sjóða súpu og hita kaffi. Þessi græja kostar 4.990 krónur og til að hella upp á kaffi þarf að kaupa sérstaka kaffisíu sem kostar 2.490 krónur. Að öðru leyti er úrval ekki eins fjölbreytt og í útivistarbúðum sem sérhæfa sig eingöngu í ferða- mennsku. Enn tími til að kaupa Nokkuð er liðið á sumarið og ef- laust margir búnir að kaupa sér bún- að í útileguna. Enn er stærsta ferða- helgi sumarsins eftir og tími til að bæta við í útilegudótið. Þessi laus- legi verðsamanburður er ekki byggð- ur á nákvæmni. Mismunandi vörur eru til í hverri verslun og mismun- andi vörutegundir í hverjum útilegu- pakka og því ekki hægt að bera sam- an gæði þeirra. ÁSDÍS BJÖRG JÓHANNESDÓTTIR blaðamaður skrifar: asdis@dv.is Útilíf Kringlunni glæsibæ smáralind Holtagörðum Eldunartæki: 5.490 kr Gas: 990 kr Ketill og kaffikanna: 4.990 kr Kaffisía fyrir ketil: 2.490 kr Tjaldhitari: 14.590 kr Pottasett: 7.290 kr Vindsæng: 139 cm á breidd: 4.990 kr Fótapumpa: 2.490 kr Ferðakort: 2.190 kr Sérkort fyrir landsvæði: 990 kr Vatnsheldir pokar: 18.990 kr Svefnpoki þolir að -2°: 13.990 kr Samtals: 79.480 krónur Rúmfatalagerinn skeifunni 13 smáratorgi 1 Einnota grill: 199 kr US-útilegustóll með glasahaldara: 879 kr Borð: 1.690 kr Pottasett:1.690 kr Velour-vindsæng 137x191x22 m: 1.890 kr Tvívirk fótapumpa: 990 kr Kælibox 25 lítra: 1.490 kr Skjóltjald: 1.690 kr Dover svefnpoki þolir að -5: 2.490 kr Merkur 3-4 manna tjald: 3.690 kr Samtals: 16.698 krónur Útilegumaðurinn fosshálsi 5-7 110 reykjavík Ferðagasgrill Sunn Optime : 17.900 kr Regal-stóll m / hallanlegu baki : 5.950 kr Oas Nunavat-útileguborð: 10.950 kr Portable Gas Stove-prímus: 3.950 kr Tjaldhitari 1,3 kw: 5.950 kr Pottasett 7 hluta: 4.950 kr Classic-vindsæng með velúryfir- borði 137 cm: 4.900 kr Rafmagnspumpa Sky Pump 12 volta: 2.900 kr Oas-kælibox 24ltr : 9.950 kr Oas-sóltjald 5x140: 9.950 kr Outwell Comfort 1700-svefnpoki þolir að -14: 6.900 kr „Það er klikkað að gera hjá okkur í útileguvörunum.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.